blaðið - 29.06.2007, Síða 16

blaðið - 29.06.2007, Síða 16
FOSTUDAGUR 29. JUNI 2007 blaöið FÉOGFRAMI Mín reynsla er samt sú að konur séu jafnduglegar að semja fyrir sjálfa sig eins og karlar. Merlin dótturfélag Árdegis Árdegi hefur keypt hlut Baugs Group í raftækjakeðjunni Merlin. Ár- degi, fjárfestingarfélagið Milestone og Baugur Group keyptu Merlin af FDB í september 200; og réðust í umfangsmiklar aðgerðir til að snúa við margra ára taprekstri. Að þeim loknum telur Baugur tímabært að selja sinn hlut. Merlin verður dótturfélag Árdegis sem á 6$ prósent af fyrirtækinu en Milestone mun eiga 35 prósent. Brynhildur til Saga Capital Brynhildur Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sam- skiptasviðs hjá Saga Capital Fjár- festingarbanka. Hún mun hafa yfirumsjón með markaðsmálum bankans, almannatengslum hans og samskiptum við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Bryn- hildur var yfirmaður erlendra frétta á fréttastofu Stöðvar 2. Saga Capital er alþjóðlegur fjárfestingarbanki og hlutafélag, stofnað árið 2006 af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum íslensku viðskiptabankanna og völdum fagfjárfestum. Sameina BYR og SPK Stjórnir BYRS sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs hafa skrifað undir áætlun um samruna sjóðanna. Er gert ráð fyrir að hlutur stofnfjáreig- enda í BYR verði 87 prósent en SPK13 prósent. Verður stofnfé í BYR aukið um rúmar 2,7 milljónir króna áður en samruninn verður. Heild- areignir sameinaða sjóðsins verða um 130 milljarðar króna. Rato hættir Rodrigo de Rato, framkvæmda- stjóri Álþjóðagjaldeyrissjóðsins, mun hætta störfum í október af persónulegum ástæðum. Rato tók við embættinu í maí 2004 og var ráðningartímabilið ; ár. mbl.is Ódýrara að framleiða í maí en mars Vísitala framleiðsluverðs, sem mælir verðþróun á framleiðslu- vörum innlendra framleiðenda, lækkaði um 2,4 prósent milli mánaða. Hún var í maí 118,3 stig samkvæmt Hagstofu fslands. Vísi- tala framleiðsluverðs fyrir sjávar- afurðir er 121,0 stig og lækkaði um 4,2 prósent, og vísitala fyrir stóriðju er 145,2 stig, lækkaði um 1,2 prósent. Gengi Impregilo hrundi á l'talíu Gengi hlutabréfa ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo, sem er aðalverktaki við Kárahnjúkavirkjun, lækkaði um 15% á markaði í gær eftir að saksóknarar í Napólí ákváðu í kjölfar rannsóknar á meintum fjársvikum að fyrirtækið fengi ekki að taka þátt í opinberum útboðum á eyðingu sorps í Campania-héraði. Lokað var fyrir viðskipti með bréf fyrirtækisins í gær en þau hófust að nýju eftir að Impregilo birti yfirlýs- ingu um málið. Impregilo hefur séð um sorpeyðingu í Campania-hér- aði undanfarin sjö ár. mbl.is Bankastörf Konum reynist erfitt að rjúfa glerþak bankans. Sterkt glerþak í bönkunum H Fjórar konur af 42 framkvæmdastjórum í bankastofnunum Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Áberandi fáar konur eru í stjórn- unarstöðum hjá bönkum og fjár- málafyrirtækjum. í fimm bönkum er engin kona er banka- eða spari- sjóðsstjóri. Af 42 framkvæmda- stjórum voru fjórir kvenkyns. „Engin kona hefur gegnt hlut- verki biskups, forsætisráðherra eða bankastjóra á íslandi," segir Kristín Tómasdóttir sem er nýútskrifuð með BA-próf úr sál- og kynjafræði frá Háskóla íslands. í lokaverkefni sínu fjallaði hún meðal annars um staðalímyndir kvenna í íslensku bankakerfi og kannaði meðal ann- ars hvers vegna fólk teldi að kona hefði aldrei gegnt bankastjórastarfi á íslandi. Þröskuldar skoðaðir í Glitni Birna Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs hjá Glitni, segir að bankinn sé að huga að þessum KONUR í BÖNKUM I Landsbankanum, Kaup- þingi, Glitni, Spron og Byr eru konur fjórar af 42 fram- kvæmdastjórum ► Hlutfall kvenna í viðskipta- og hagfræðideild HÍ hefur aukist um tæp 20% síðan 1995. málum og vilji auka veg kvenna innan hans. „Við höfum verið með verkefni í gangi þar sem verið er að athuga hver helsti þröskuldurinn sé fyrir því að konur komist ekki í stjórnunarstöður í meira mæli.“ í niðurstöðum Kristínar kom í ljós að sumum fyndist konur ekki sækjast eftir nægri ábyrgð i starfi. „Aðrir nefndu að þetta gerðist með tímanum, aukinni jafnréttisbar- áttu og menntun. Það voru helst konur sem nefndu að kyn kæmi í veg fyrir að konur gætu gegnt bankastjórastöðu." Birna segir að rýnihópur hafi verið settur af stað innan bankans þar sem metnaður og framtíðarsýn nýráðinna einstaklinga var skoðuð. „Viðhorf kynjanna virtist mjög svipað, þó að gamla sagan heyrist á ný að konur taki meiri þátt í því að koma fjölskyldunni á legg. Við komumst einnig að því að á svið- inu þar sem bankinn vex mest og toppstjórnendum fjölgar, fjárfest- ingabankasviðinu, hafa ávallt verið færri konur. Á því sviði höfum við leitast við að ráða ungar, vel menntaðar konur og búa þannig til framtíðarleiðtogaefni." Aðspurð hvort peningar fylgi karlastörfum segist Birna ekki geta neitað því. „En mín reynsla er samt sú að konur séu jafnduglegar að semja fyrir sjálfa sig eins og karlar.“ Birna kveðst halda að með tíð og tíma muni kynjahlutföllin breytast en um leið þurfi fyrirtækin að vera jákvæð og huga að þessum málum. VIÐ HEIMTUM ÓDÝRA FARSÍMA ^wanburð Farsímalagerinn. MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 28. júní 2007 Viðskipti i krónum Heildar- ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viöskipti Tilboð í lok dags: Félög f úrvalsvísitölu ver6 breytlng viðsk.verðs viðsklpta dagsins Kaup Sala • Mesta verðbreytingin í Kaup- höll OMX á Islandi gær var á bréfum 365. Þau lækkuðu í verði um 3,03%. ▼ 365 hf. 3,52 -3,03% 28.6.2007 8 17.870.000 3,51 3,54 • Mest viðskipti voru með bréf ▼ Actavis Group hf. 89,60 -0,33% 28.6.2007 20 48.892.336 89,60 89,80 a Alfescahf. 5,39 1,89% 28.6.2007 9 61.315.795 5,36 5,38 Glitnis, fyrir rúma 6,2 milljarða króna, en félagið lækkaði um a Atlantic Petroleum P/F 1075,00 1,42% 28.6.2007 25 15.825.424 1070,00 1080,00 a Atorka Group hf. 8,25 1,73% 28.6.2007 14 25.596.260 8,25 8,26 ▼ Bakkavör Group hf. 69,60 -0,29% 28.6.2007 22 90.075.201 69,60 69,90 0,35%. a FLGrouphf. 29,55 1,20% 28.6.2007 28 537.879.038 29,40 29,60 ▼ Glitnir banki hf. 28,80 -0,35% 28.6.2007 61 6.228.642.325 28,80 28,85 • Mesta hækkunin var á bréfum Alfesca, 1,89%. Næstmest hækkaði a Hf. Eimskipafélag íslands 40,30 1,13% 28.6.2007 6 11.403.714 40,00 40,10 a Kaupþlng banki hf. 1131,00 1,43% 28.6.2007 102 4.848.805.764 1130,00 1132,00 a Landsbanki íslands hf. 38,20 0,26% 28.6.2007 36 268.051.949 38,15 38,20 Atorka, um 1,73%, og þá Kaupþing, ♦ Marel hf. 84,50 0,00% 28.6.2007 6 4.733.400 84,50 85,00 ♦ Mosaic Fashions hf. 17,00 ▼ Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 21,80 0,00% -0,46% 28.6.2007 28.6.2007 5 79 1.035.827 433.152.064 16,65 21,75 17,00 21,85 um 1,43%. • Úrvalsvísitalan hækkaði um ▼ össurhf. 107,50 -0,46% 28.6.2007 9 13.265.754 107,50 108,00 Önnur bréf á A>aliista 0,53% og stóð í 8.323 stigum í lok dagsins. a Existahf. 34,10 0,74% 28.6.2007 24 268.936.581 34,05 34,15 ♦ Flaga Group hf. 1,91 0,00% 26.6.2007 - - 1,90 1,92 a ForoyaBank 239,00 1,70% 28.6.2007 34 39.254.810 239,00 240,00 • Gengi krónunnar stóð nánast í A lcelandair Group Holding hf. 27,75 0,73% 28.6.2007 5 54.895.000 27,70 27,80 ❖ lcelandic Group hf. 6,40 0,00% 26.6.2007 - - 6,40 6,49 stað; veiktist um 0,04%. Nýherji hf. 19,20 0,00% 21.6.2007 - - 19,70 a Teymihf. 5,08 0,99% 28.6.2007 6 12.329.881 5,04 5,08 • Hlutabréf hækkuðu víða á ♦ Tryggingamiðstöðin hf. 39,30 0,00% 20.6.2007 . - 39,25 39,50 ♦ Vinnslustöðin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007 - erlendum mörkuðum. DAX-vísi- First North á íslandi talan þýska hækkaði um 1,5% og Nikkei í Japan um 1,3%. Norræna ▲ Century Aluminium Co. 3355,00 2,60% 28.6.2007 3 30.105.000 3342,00 3347,00 ♦ HBGrandihf. 12,00 0,00% 22.6.2007 - - 12,00 ♦ Hampiðjanhf. 7,00 0,00% 20.6.2007 - - 7,00 OMX-vísitalan hækkaði um 1,58%,

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.