blaðið - 29.06.2007, Page 18
18
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007
blaöið
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@bladid.net
Það er alltaf auðveldara
að trúa en að afneita. iá-
kvæðni er okkur eðlislæg.
John Burroughs
Nýtt sögurit
Sagan er nýtt rit sem ætlað er
bókhneigðum einstaklingum
sem hafa áhuga á sögunni. í
ritinu er að finna sögur um
volduga keisara og konunga
og ris og hrun stórra menning-
arsamfé-
laga.
Einnig
sögur
umlíf
almúga-
manns í
gengum
árþús-
undin
-alltfrá
þrælum
sem
strituðu
í skugga píramídanna til átta
ára háseta um borð í kafbát
í seinni heimsstyrjöldinni.
Ritið er skreytt fjölda mynda.
Kvartett Jóels
á Jómfrúnni
Á fimmtu tónleikum sumar-
tónleikaraðar veitingahússins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu,
laugardaginn 30. júní, kemur
fram kvartett saxófónleik-
arans Jóels Pálssonar. Aðrir
hljóðfæraleikarar eru Eðvarð
Lárusson á gítar, Valdimar
Kolbeinn Sigurjónsson á
kontrabassa og Scott McLe-
more á trommur. Tónleikarnir
hefjast kl. 15 og standa til kl. 17.
Leikið verður utandyra á Jóm-
frúartorginu ef veður leyfir,
en annars inni á Jómfrúnni.
Aðgangur er ókeypis.
AFMÆLI í DAG
Antoine de Saint-Exupéry
rithöfundur, 1900
Giacomo Leopardi
rithöfundur, 1798
Georg Guðni „Hann hefur þróað
list sína af einurð og er mjög
vandvirkur rannsakandi," segir
Jón Proppé gagnrýnandi um
listamanninn.
Yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna í Iistasafni Akureyrar
Sjálfstæður rannsakandi
Ein af myndum Georgs
Guðna á sýningunni.
í þremur sölum Listasafn-
ins á Akureyri má sjá
myndir Georgs Guðna en
yfirlitssýning á verkum
hans verður opnuð nú um
helgina.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@bladid.net
Á laugardag verður opnuð í Lista-
safninu á Akureyri yfirlitssýning
á verkum Georgs Guðna landslags-
málara. í stað þess að sýna verk
hans í réttri tímaröð er hver hinna
þriggja sýningarsala safnsins til-
einkaður ákveðnu minni sem oft
bregður fyrir á ferli hans: fjöll dalir
og sjóndeildarhringur.
„Georg Guðni er mjög sjálfstæður
listamaður og hefur náð mjög
langt, ekki síst vegna vinnubragða
sinna. Hann hefur þróað list sína af
einurð og er mjög vandvirkur rann-
sakandi," segir Jón Proppé gagnrýn-
andi um þróun Georgs Guðna sem
listamanns.
„Hann er af þeirri kynslóð sem steig
fram með nýja málverkið á níunda
áratugnum og þá var allt leyfilegt.
Georg Guðni skar sig að vissu leyti
frá hópnum. Manni fannst að hann
tæki landslagið alvarlegar en hinir.
Hann var að stúdera landslagið og
með tímanum þróaðist list hans út
í þessi miklu málverk með áberandi
litadýpt. Það er ekki hægt að segja að
hann hafi gengið inn í íslenska lands-
lagshefð því hann kom að henni utan
SÝNINGIN
ágúst.
► í tilefni sýningarinnar hefur
Listasafnið á Akureyri gefið
út 180 síðna bók um Georg
Guðna.
frá. í list sinni vann hann sig inn í
landslagið og inn í nýja sýn á landið.“
Jón Proppé segir að í öllum geirum
myndlistar hafi listamenn síðustu
tuttugu og fimm árin eða svo verið
að enduruppgötva náttúruna og
leitast við að bregða upp nýrri sýn
af henni í gegnum verk sín. „Segja
má að Georg Guðni sé einn af stólp-
unum í þessari endurnýjuðu nátt-
úrusýn. Þegar listamenn endurupp-
götva náttúruna þá kemur yfirleitt
alltaf eitthvað skemmtilegt út úr
því. Georg Guðni fann sína eigin að-
ferð og þróaði list sína. Hann hefur
sýnt mikið og það hefur gengið vel
að koma verkum hans á framfæri.
Það hefur líka mikið verið skrifað
um hann, og kannski meira en um
flesta samtíðarmenn hans. Staða Ge-
orgs Guðna í íslenskum myndlistar-
heimi er mjög sterk.“
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Sverrir Einarsson Hermann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabðk • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tóniist • Tilkynningar f fjölmiðla • Landsbyggðarþjðnusta • Lfk/lutningar
MENNINGARMOLINN
Globe brennur
Á þessum degi árið 1613 brann
Globe-leikhúsið í London þegar
hleypt var af skoti úr fallbyssu í
sýningu á leikriti Shakespeare,
Hinrik VIII. Eldur kviknaði í
stráþaki hússins og það brann til
grunna.
Leikhúsið hafði verið byggt árið
1599 á suðurbakka Thames af enska
leikaranum Richard Burbage og
félögum hans. Á þaki hússins var
hnöttur og tilvitnun í rómverska
skáldið Petronius: „Heimurinn er
leiksvið." William Shakespeare
átti hlut í leikhúsinu og þar voru
mörg af þekktustu leikritum hans
sýnd.
Eftir brunann árið 1613 var leik-
húsið endurbyggt en þremur ára-
tugum seinna var það eyðilagt í
bresku borgarastyrjöldinni. Árið
1970 hóf bandaríski leikarinn Sam
Wanamaker fjársöfnun í því skyni
að endurbyggja leikhúsið í sínum
upphaflega stíl og það tók til starfa
árið 1997.