blaðið - 29.06.2007, Qupperneq 19
blaóió
FÖSTUDAGUR 29. JUNI 2007
19
Gjörningur
Rúríar í Frankfurt
Gjörningurinn Vocal III - End-
angered eftir Rúrí verður fluttur
við forna borgarmúra Frankfurt-
Höchst að kvöldi laugardagsins 30.
júní.
Verkið var á dagskrá opnunar
Schlossfest Frankfurt-Höchst í
Bolangaro-garðinum þann 9. júní
síðastliðinn, en vegna ofsafengins
þrumuveðurs sem gekk skyndilega
yfir rétt fyrir opnunarhátíðina varð
að fresta flutningi verksins.
Vocal III - Endangered er nýr
og afar umfangsmikill margmiðl-
unargjörningur og innsetning þar
sem getur að líta myndbandsverk
sem verður varpað á risastórt tjald,
en jafnframt er hluti verksins stór
hljóðinnsetning með hljóðfærum
úr málmi, sem tónlistarmenn
munu leika á. Þetta eru með stærstu
„hljóð- eða tón-færum” sem smíðuð
hafa verið hér á landi. Tónlistar-
mennirnir Steingrímur Guðmunds-
son og Jón Geir Jóhannsson ásamt
Tjörva Jóhannssyni flytja verkið
með Rúrí.
Á undanförnum árum hefur Rúrí
útfært nokkur af stærri verkum
sínum í samstarfi við aðra lista-
menn og einnig fagmenn í ýmsum
greinum. Þetta eru verk sem oft
spanna fleiri en eina listgrein og þar
sem hún færir sér í nyt fjölbreyti-
lega nútímatækni. Verkið sem nú
verður flutt er það nýjasta af slíkum
verkum hennar, en að gerð þess
hafa komið bæði kvikmyndamenn-
irnir Páll Steingrímsson, Friðþjófur
Helgason og Ólafur R. Halldórsson
hljóðmaður, tölvufræðingar og
smiðir, auk þeirra sem áður eru
taldir.
Rúrí Gjömingur hennar
Vocal III - Endangered
verður fluttur í Frankfurt
annað kvöld.
Halldór og
dórófónninn
Á laugardag klukkan 17.00
verður opnuð myndlistarsýn-
ing Halldórs Arnars Úlfars-
sonar, Dórófónninn, í Gallerí
Dverg að Grundarstíg 21.
Halldór Arnar Úlfarsson er
myndlistarmaður og hönn-
uður og hefur verið búsettur
í Helsinki í um átta ár. Á því
tímabili hefur Halldór fengist
við marga ævintýrasmíðina, til
dæmis gert skúlptúra úr tré,
snjó og rafmagni.
Áhugi Halldórs á hljóðfæra-
nýsköpun hefur fengið að
blómstra í Finnlandi og hefur
hann víða spilað á dórófóna,
sem eru elektró-akústísk
strengjahljóðfæri, sýnt þá og
önnur tengd verk. Halldór
ætlar að kynna dórófóninn
fyrir gestum Gallerís Dvergs-
ins nú á laugardag og um
helgar fram til 15. júlí.
Halldór mun spila á dó-
rófóninn á opnuninni, kl.
17.00-19.00.
Tónaregn í dag
f dag, föstudag 29. júní kl. 12:15,
heldur dúóið para-Dís tónleika
í bókasal Þjóðmenningarhúss-
ins. Á efnisskránni er létt og
sumarleg frönsk tónlist við
allra hæfi. Enginn aðgangs-
eyrir er að tónleikunum og
eru allir velkomnir að hlýða á
flutninginn sem tekur um það
bil 30-40 mínútur.
Dúóið para-Dís skipa Hafdís
Vigfúsdóttir flautuleikari
og Kristján Karl Bragason
píanóleikari. Þau starfa saman
hjá Hinu Húsinu í sumar
sem skapandi hópur og kalla
þau verkefni sitt Tónaregn í
Reykjavik. Þau leitast við að
koma fram á sem flestum og
ólíkustum stöðum í borginni
og eru tónleikarnir í Þjóðmenn-
ingarhúsinu liður í því
Langferdalog - Ný plata með
kk>magqa
l'*voteiríks
sfðasta platan í þrílógíunni „Ferðalög
ii
Ferðalögin 22 sem hér eru samankomin voru
flestöll sungin inn í upptökuveri austur í Kína
síðastliðinn vetur og því sjálfsagt að kalla diskinn
„Langferðalög". Þetta er þriðja og síðasta platan í
þrílógíunni „Ferðalög"og án efa sú besta. vvvHún
inniheldur mörg af ástsælustu sönglögum síðustu
áratuga í einföldum og alþýðlegum útsetningum.
Eins og á fyrri „ferðalaga"plötunum eru allir textar
og gítargrip í bæklingnum.
22 frábær lög
Nú er ég léttur
Minning um mann
Litla, sæta, Ijúfan góða
Gunna var í sinni sveit
Maístjarnan
»orrc
Á heimleiö
KK og Maggi Eiríks spila og árita plötuna á eftirtöldum stöðum um helgina:
Bókabúð Máls og Menningar, Laugavegi 18 Föstudaginn 29. júní kl. 17
Skífan, Laugavegi 26 Laugardaginn 30. júní kl. 16
□ N = T