blaðið

Ulloq

blaðið - 29.06.2007, Qupperneq 22

blaðið - 29.06.2007, Qupperneq 22
22 FOSTUDAGUR 29. JUNi 2007 blaóiö LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@bladid.net Ef einhver telur sig vera ofboðslega góðan ökumann getur hann komið og keppt við mig. Ef hann vinnur mig má hann eiga rallýbílinn minn. Nýr Defender á Selfossi I tilefni eins árs starfsafmælis B&L Selfoss verður blásið til afmælishátíðar þar á bæ á morgun, laugardag. Meðal annars verður þar íslandsfrum- sýning á splunkunýjum Land Rover Defender en það mun heyra til undantekninga að umboðin frumsýni bíla utan höfuðborgarinnar. Meðal nýjunga í þessari útgáfu Defender eru nýtt mæla- borð, fjarstýrðar samlæsingar og ný sæti. Nú heyra hliðar- bekkirnir í skottinu sögunni til og þeirra í stað eru komin tvö uppreisanleg sæti. Meðal annarra bíla sem verða til sýnis má nefna BMW Z4 og X5, auk fleiri Land Rover-bíla. Volkswagen fær umhverfisviðurkenningu Fyrst bílaframleiðslufyr- irtækja í heiminum hefur Volkswagen uppfyllt kröfur Evrópusambandsins um 85% endurvinnanleika. Dr. Ulrich Hackenbert, í framkvæmda- stjórn VW, tók nýlega við tveimur viðurkenningum vegna þessa áfanga. Síðan 1999 hefur Volkswagen unnið að því að þróa endur- vinnsluferli fyrir bíla sína og nú er svo komið að allir bílar eru end- urnýtanlegir að 85% hið minnsta, eða yfir 95% af eigin þyngd. Fyrir utan vistfræðilegt gildi ferlisins felst einnig efnahagslegur ávinn- ingur í endurnýtingu hráefnisins. STUTT • Bensínverð Síðustu tvær vikur hefur meðalverð á bensíni í Banda- ríkjunum lækkað úr 3,18 dölum niður í 3 dali slétta fyrir gallonið. Verðið rokkar þó frá 2,75 og upp í 3,39 dali, eða jafngildi 45,8 - 56,5 króna fyrir lítrann, um 40 prósent af verðinu hérlendis. • Tvinnbílar Alan Mulally, for- stjóri Ford, sagði síðastliðinn þriðjudag að hann ætti von á að tvinnbílar skipuðu stóran sess í bílaflota framtíðarinnar. „Ekki bara bensín-rafmagnstvinn- bílar, heldur líka dísil-rafmagns- og jafnvel bensin-rafmagns-vetn- isbílar," sagði Mulally. • Innköllun DaimlerChrysler til- kynnti í vikunni innköllun á 1650 Smart ForTwo MKII bílum vegna bilana í stýrisbúnaði. Gert verður við búnaðinn og bílunum skilað aftur, eigendum að kostnaðar- lausu. Engin slys eða óhöpp hafa orðið vegna bilananna. Vantar úrræoi Daníel segir nauðsynlegt að bjóða hraðafíklum að fá útrás I öruggu umhverfi. Myní/>orgcrður Gunnarsdóttir íslandsmeistarinn í rallý um hraðakstur og forvamir gegn honum Sjálfsblekking að telja sig ráða við hraðann Daníel Sigurðarson, íslandsmeistari í rallý 2006 og stigahæstur öku- manna á yfirstandandi tímabili, hefur sterkar skoðanir á hraðakstri. Eftir Einar Elí Magnússon elnareli@bladid.net „Það er ekkert annað en sjálfs- blekking að halda að maður ráði við það að keyra bíl á ofsahraða. Það verður enginn svo klár ökumaður á einni nóttu og ungt fólk fær ekki tækifæri til að ná sér í nema mjög takmarkaða reynslu áður en það fer út í umferðina," segir Daníel. „Það er ekki hægt að þurrka út þessa spennufíkn, einhvers staðar verður hún að fá útrás. í dag hafa spennufíklarnir engan stað til fara á og losa um þessa spennu. Það er ekki hægt að fyrirbyggja hraðakstur algjörlega með boðum, bönnum, reglum, sektum og hraða- hindrunum - það ætti öllum að vera orðið ljóst. Mín tillaga hefur alltaf verið að fara að erlendum fyrirmyndum og útbúa braut sem hægt er að keyra á undir eftirliti og í eins öruggu um- hverfi og hægt er. Á svona brautum eru engar óvæntar uppákomur þar sem saklausir vegfarendur eru ekki á ferðinni, engir ljósastaurar eða aðrir hlutir sem valda yfirleitt mestum skaða ef ökumenn missa stjórn á ökutækinu. Fífldirfskan sem er í gangi í dag hjá mörgum bíl- eigendum er þvílík að ég veit ekki hvernig er hægt að koma í veg fyrir þetta öðruvísi, fólk hættir þessu ekk- ert upp úr þurru. Hvort sem þú ert tvítugur eða fertugur þá er þetta bara tilhneigingin, sama hvort þú ert á 50 eða 500 hestafla bíl.“ Ráða ekki við aðstæður Daníel hefur undanfarið talað í forvarnarskyni við unga ökumenn og grunnskólanema um hraðakstur og segir mjög algengt að hann sé spurður hvert ökumenn eigi að fara til að stunda hraðakstur, ef ekki á götuna. „Menn eru líka harðir á því að þeir séu „bara að spyrna beint“, eins og það sé eitthvað öruggara. Það sem veldur flestum slysunum er hraðinn sem menn eru komnir á þegar eitt- hvað utanaðkomandi truflar og þá gerast slæmu hlutirnir á andartaki vegna kunnáttuleysis í viðbrögðum; það gengur köttur eða manneskja út á veginn eða það svínar einhver í veg fyrir þá. Sagt er að 70 prósent al- varlegra mótorhjólaslysa verði þegar annað ökutæki keyrir í veg fyrir hjólið - sennilega oft eftir að hafa vanmetið hraðaþess. Hinn almenni reynslulitli ökumaður hefur yfirleitt hvorki viðbragðshraða né þekkingu á ökutækinu til að bregðast við svona löguðu og engan stað til að fara á til að fá útrás og öðlast meiri færni. OFSAAKSTUR Alvarleg umferðarslys eru algengust í júlf og ágúst Af 28 banaslysum í fyrra voru 11 tengd ofsaakstri en 8 ölvunarakstri ; Umferðarslysum fjölgar um u.þ.b. 40% frá síð- asta ári Núverandi forvarnarstarf skilar ekki tilætluðum árangri; að útrýma hraðakstri. Það þarf að beisla og stýra þessum hvötum og kenna fólki að bera virðingu fyrir öryggi sínu, ökutækjum og náunganum en þetta eru raunar aðalatriði reglna um akstursíþróttir. Ráðamenn verða að átta sig á því að flesta langar aðeins að kitla pinnann, og flestir gera það líka við aðstæður sem þeir „telja“ vera öruggar, en eru samt í al- mennri umferð. Ég er þess fullviss að aksturssvæði fyrir ökunema og áhugamenn um akstursleikni og hraða mun draga úr þessari hegðun í almennri umferð. En þó að akstur- svæði fyrir almenning muni aldrei útrýma alveg hraðakstri á götunum þá er það staðföst trú mín að svæðið myndi draga úr hraðakstrinum og bjarga þannig jafnvel mannslífum." Spurning um reynslu Daníel segir gríðarlega mikinn mun á hraðakstri á götum og hrað- akstri í til dæmis rallý. „Munurinn er allur. Við erum á lokaðri braut, í fullum öryggisbúnaði, með velti- búr, hjálm, slökkvikerfi í bílnum og þurfum að fylgja þeim öryggis- stöðlum sem gilda í öllum aksturs- íþróttum. Rétt áður en ég legg af stað inn á sérleiðir eru öll öryggisat- riði yfirfarin í bílnum. Svo er þetta bara spurning um æfingu og reynslu - enda fæðist enginn fullkominn ökumaður. Ég teldi það fyrsta flokks forvörn að halda til dæmis reglulega námskeið fyrir krakka frá 14 ára aldri að bílprófsaldri þar sem þau verða að leysa akstursþrautir í braut. Fyrst á körtum og svo smám saman á stærri tækjum. Þegar bíl- prófi væri lokið gæti þetta unga fólk haldið áfram að koma á brautir og ná úr sér spennunni, að því gefnu að þau væru ekki komin með punkta í ökuferilsskrá. Ég held að þetta mundi virka eins og sleikjó fyrir barn. Þetta er bara sálfræðilegt at- riði. í dag vantar okkur sleikjó fyrir hinn almenna ökumann. Ökutækin öflugri en ökumennirnir „Ég er búinn að vera í rallý síðan 1998 og enginn af þeim sem hafa verið í kringum mig síðan þá hefur orðið valdur að alvarlegu umferð- arslysi. Sumir vilja meina að akst- ursíþróttir ali af sér hraðafíkla. Ég >ir þessu algjörlega ósammála. Ætli það sé tilviljun að þeir sem eru í kringum okkur, fólk sem þekkir akstursíþróttir, lögin og reglurnar í kringum þær, séu nær allir góðborg- arar og löghlýðnir ökumenn?" Aðspurður um skilaboð til öku- manna sem stunda hraðakstur segir Daníel: „Berið virðingu fyrir sjálfum ykkur, ökutækjunum og síðast en ekki síst mannslífum. Hraðakstur í almennri umferð er ekki ykkar einkamál. Ef þið verðið að fá útrás, komið og keppið í rallý og gerið þetta löglega eða biðið eftir braut. Ef þið eruð svona klár, sýnið það löglega og án þess að skapa stórhættu í umferð- inni. Ef einhver sem hefur ekki keppt í akstursíþróttum telur sig vera ofboðslega góðan ökumann getur hann komið og keppt við okkur. Ef hann vinnur má hann eiga rallýbíl- inn minn,“ segir Daniel að lokum. VILTU VITA A/IEIRA? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.