blaðið - 29.06.2007, Síða 23
blaöíö
FÖSTUDAGUR 28. JLINÍ 2007
23
BHl vikunnar
60 Crusier
Kristinn Matthías Símon-
arson lumar á ansi reffi-
legum LandCruiser 60 í
bílskúrnum hjá sér.
Eftir Einar Elí Magnússon
einareli@bladid.net________
„Þetta er bíll sem ég fékk fyrir
fjórum árum. Hann er árgerð 1986
og var til þess að gera óbreyttur, á
gömlu fjöðrunum og 35” dekkjum.
Eg fór á honum í tvær eða þrjár
fjallaferðir og tók mig svo til og
byrjaði að breyta honum meira,“
segir Kristinn.
Fyrir utan að setja fourlink
fjöðrun með loftpúðum undir bíl-
á lokastigi
MEÐAL BREYTINGA
Afturhásing færð um 55
cm.
Fjöðrun skipt út fyrir
fourlink og loftpúða.
Hásingar eru Dana 44
og 12 bolta.
Breidd bíisins er 2,55 m.
inn setti Kristinn nýjar hásingar
undir hann. „Að framan er Dana
44 og að aftan 12 bolta. Þetta er bara
það sem var til. Hvort það var vit-
urlegt eða ekki, það er annað mál.
Það eru skiptar skoðanir á því.“
Vígalegur Bíllinn er
reffilegur á að líta,
enda 2,55 m á breidd.
700 hestöfl, ekkert bensín
Á meðan sumir bílaframleið-
endur berjast enn við að fram-
leiða tvinnbíla eru aðrir búnir að
stroka bensíntanka alveg út af
sínum teikningum. Lightning GT,
breskur sportbíll sem hefur verið
tvö ár í hönnun, er gott dæmi
um öflugan og umhverfisvænan
bíl sem er að minnsta kosti jafn
þægilegur í notkun og hefðbund-
inn bíll.
Til dæmis tekur aðeins 10 mín-
útur að hlaða hann rafmagni sem
dugar til 400 km aksturs. Það er
nokkuð gott miðað við að rafmót-
orinn er yfir 700 hestöfl og skilar
bílnum í hundrað á undir fjórum
sekúndum.
Lightning GT er búinn öllum
helstu þægindum, t.d. leiðsögu-
kerfi, er tífalt ódýrari í rekstri
en sambærilegur bensínbíll og
þökk sé nýrri rafhlöðutækni þarf
ekki að hafa áhyggjur af
rafgeym-
v unum
fyrstu
12
árin.
ÚRBÍLSKÚRNUM
• Nýr Pontiac Eftir nær enda-
lausa deyfð hjá Pontiac sést loks
til sólar. Á bílasýningu í Chic-
ago í vikunni var frumsýndur 6
lítra, 362 hestafla G8 GT sem er,
hreint út sagt, fallegri en skall-
inn á Britney Spears. Ekki mun
verðið heldur fæla kaupendur
frá, því í Vesturheimi kemur
dýrasta útgáfa til með að kosta
undir 2,2 milljónum króna.
• Fyrsta myndfn Bílskúrsmenn
rákust á þessa mynd á vefhoppi
sínu í vikunni. Þetta mun vera
frumgerð af 2008 árgerðinni af
Porsche 911GT2, sem fer fljótlega
í framleiðslu og því er útlit bílsins
líklega nokkuð endanlegt. Bíllinn
verður búinn 520 hestafla 3,6 lítra
boxervél með túrbínu, afturhjóla-
drifi og hámarkshraða upp á
rúma 320 kílómetra.
• Feluleikur Þessi mynd náðist
af Porsche Panamera-vinnuhesti í
Kaliforníu í vikunni. Þrátt fyrir að
vera hulinn allskyns hlífum og felu-
búnaði fæst nokkuð góð hugmynd
um endanlegt útlit bílsins af þessari
mynd. Þó er erfitt að gera sér
grein fyrir smáatriðum fyrir aftan
B-bitana, enda markmið Porsche að
halda smáatriðum leyndum eins og
kostur er.
• Bílstjóraleit Nennirðu ekki
að hanga lengur í bílskúrnum?
Langar þig út að keyra? Farðu á
www.corvusexpedition.com og
fylltu út umsókn um að verða
annar tveggja íslenskra öku-
manna til að keyra yfir Suður-
skautslandið í tveggja mánaða
leiðangri. Hæfnispróf verða
hérlendis í ágúst en leiðangur-
inn hefst í október.
breytinga
„Litlu“ 35” dekkjunum hefur líka
verið skipt út fyrir 44” Trexus og
afturhásingin færð aftur um 55 cm.
Eftir breytingarnar er breidd bíls-
ins orðin 2,55 metrar. Hann er með
4 lítra dísilvél og sjálfskiptingu, er
ryðlaus, með heillega grind og allur
í ágætis standi. Kristinn hefur líka
sett í hann 300 lítra eldsneytistank
og stefnir á að setja nýja túrbínu
á vélina. „Svo langar mig að prófa
hvort hann taki við própangasi. En
ef þetta virkar allt og ég á bílinn
áfram kemur vel til greina að setja
eitthvað annað í húddið.“
Kristinn segist hafa eytt um 6-
700 þúsund krónum í bílinn, sem
hann keypti upphaflega á hálfa
milljón. Tímann segist hann ekki
mæla en allar fríhelgar og flest
kvöld síðustu tveggja ára hafa farið
í bílinn. „Ég hef aldrei breytt jeppa
áður og hefði örugglega gert margt
öðruvísi í dag en í upphafi. Ég er
samt búinn að ráðfæra mig við al-
vöru kalla, eins og Gunnar Egils-
son sem ráðlagði mér með loftpúða
í fjöðrunina.“
Bíllinn er á lokastigi breytinga, að-
eins er eftir að smíða framstuðara
og klára smálegan frágang hér og
þar. „Ég ætla að reyna að vera tilbú-
inn með hann fyrir sumarhátíð 4x4
þann 20. júlí og reikna með að það
hafist," segir Kristinn að lokum.
RODA RESORT
RODA RESORT
RLSIDIiNClAL
.
Sumarhús á besta stað á Spáni
✓
A þremur hæðum
Stutt á ströndina og í alla þjónustu
Utborgun aðeins kr. 250.000.-
\ ib - 7
4»
Upplýsingar í síma 660 7750