blaðið - 29.06.2007, Side 32
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007
blaóió
ORÐLAUSLÍFIÐ
ordlaus@bladid.net
HTjn Ég man að veðurspámenn voru
okkur sérstaklega óvinveittir því
það var mjög gott veður þrátt fyrir
spár um úrhellisrigningu alla helgina.
Larry King ræddi við Paris Hilton á CNN
Erfið lífsreynsla
Paris Hilton fagnaði frelsinu á
þriðjudag en þá var henni sleppt úr
fangelsi þar sem hún hafði dvalið
í 23 daga. Tukthúsvist Hilton hefur
vakið mikla athygli og börðust fjöl-
miðlar ytra um fyrsta viðtalið við
stúlkuna. Það var hins vegar Larry
King sem landaði fyrsta viðtalinu
sem sýnt var á miðvikudagskvöldið
á sjónvarpsstöðinni CNN en þar
ítrekaði Hilton að hún væri ný og
betri manneskja. „Ég hef framið
mörg heimskupör undanfarin ár en
það gerir mig að þeirri manneskju
sem ég er í dag. En fangelsisvistin
kenndi mér margt og ég lít á þetta
sem nýtt tækifæri. Það býr mun
meira í mér en fólk heldur og héðan
í frá ætla ég ekki að taka hlutunum
sem gefnum.“
Að sögn Hilton reyndist fangels-
isvistin henni mjög erfið og segist
hún hafa grátið sig í svefn á hverju
kvöldi til að byrja með. „Stelpurnar
í fangelsinu reyndu að styðja mig
og við töluðum saman í gegnum
rimlana.“
Paris Hilton sagði King einnig
frá því að fjöldi fólks hefði reynt að
hitta hana i fangelsinu á fölskum
forsendum. „Það voru að koma
hópar af ókunnugum sem þóttust
vera ættingjar mínir og vildu fá
að hitta mig. En það var auðvitað
engum hleypt inn.“
Aðspurð um vinkonur sínar
Britney Spears og Lindsay Lohan
vildi Hilton lítið segja. „Britney er
góð stúlka og góð móðir og ég get
ekki annað en óskað Lindsay alls
hins besta.“
Fórnarlamb aðstæðna
Fjölmiðlafárið í kringum Hilton
hefur aukist ef eitthvað er eftir
dvölina í tukthúsinu og sagði Paris
Hilton lágstemmdri og dramatískri
röddu að hún ætlaði að nota athygl-
ina til þess að láta gott af sér leiða.
„Ástæðan fyrir því að ég vildi veita
viðtöl um leið og ég losnaði út er
sú að ég vil að fólk viti hvað ég hef
gengið í gegnum. Þetta hefur verið
erfið lífsreynsla."
Fjölmiðlakonan Paula Zahn á
CNN ræddi við Larry King eftir
viðtalið við Hilton og spurði hann
um persónulega skoðun sína á
stúlkunni. „Ég held að hún sé í erf-
iðri stöðu en ég tel líka að hún sé í
afneitun. Það er eins og hún telji sig
ekki hafa brotið neitt af sér og lítur
svo á að hún hafi ekki átt fangavist-
ina skilið. En við sjáum hvað setur
með Paris Hilton í framtíðinni."
Kryddpíurnar
koma saman
Kryddpíurnar munu koma
saman aftur þann 7. desember í
Los Angeles í fyrsta sinn síðan
bandið hættiStúlkurnar munu
koma fram á 11 stöðum víðs vegar
um heiminn.
Heldur liðunum
liðugum!
m
heilsa
-haföu þaö gott
Stærsta grín-
mynd sumarsins
Nú er von á einni stærstu
grínmynd sumarsins í kvik-
myndahús en það er myndin
Evan Almighty með þeim Steve
Carrell og Morgan Freeman í
aðalhlutverkum.
Aðdáendur Carrells hafa beðið
spenntir eftir myndinni en leik-
arinn er einna þekktastur fyrir
hlutverk sitt sem hinn illþolan-
legi David Brent í bandarískri
útgáfu Office-þáttanna vinsælu.
Kvikmyndin verður frumsýnd
miðvikudaginn þann 4. júlí næst-
komandi hér á landi og hefur
hún nú þegar fengið ágætis
dóma erlendis, en kvikmynda-
síðan IMDb gefur henni 6,3 af
tíu mögulegum og kvikmynda-
siðan metacritic.com gefur
myndinni 6,6 í einkunn.
Gríðarlegt tap var á Galtalækjarhátíðinni í fyrra
Bindindishátíð
búin að vera?
Concert tapaði um 10
milljónum á Galtalækj-
arhátíðinni í fyrra sam-
kvæmt heimildum Blaðs-
ins. Óvíst er hvort hátíðin
verður haldin í ár.
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@bladid.net
„Það var bara gríðarlegt tap á
þessu í fyrra, en þetta er skemmti-
leg hátíð og það hefði verið gaman
að ná að henni á flug,“ segir Einar
Bárðarson, umboðsmaður íslands,
um Galtalækjarhátíðina sem hefur
verið haldin um verslunarmanna-
helgi nánast óslitið síðustu ár.
Fyrirtæki Einars, Concert, stóð
fyrir hátíðinni í fyrra og var tapið
nálægt tíu milljónum króna sam-
kvæmt heimildum Blaðsins. Conc-
ert stendur ekki fyrir hátíðinni í ár
og ekki stóð til hjá landeigendum að
halda hátíðina í fyrra.
Fór illa með fyrirtækið
„Því miður þá kom rekstur há-
tíðarinnar í fyrra mjög illa út og
fór illa með fyrirtækið," segir Einar.
„Það var ein af ástæðunum fyrir því
að við þurftum að fá aukið hlutafé
inn í fyrirtækið til að halda áfram
rekstri." Einar vísar þarna í að á
síðasta ári seldi hann Senu ráðandi
hlut í Concert.
„Þetta er tugmilljónarekstur,“ segir
Einar. „Hljómsveitir og tækjamenn
voru mjög almennilegir, gæsla er
náttúrlega bara vinna sem þarf að
borga eins og allt annað. Flestallir
voru mjög almennilegir en landeig-
endurnir voru erfiðastir." Bindind-
issamtökin IOGT, sem eiga landið,
vildu ekki hvika frá forsendum
hátíðarinnar þrátt fyrir erf-
iðan rekstur síðustu hátíða
að sögn Einars. „Forsendur
fyrir rekstrarmódeli hátíð-
arinnar fyrir einkaaðila
voru ekki til staðar.“
Veðurspá spilaði inn í
Fimm til sjö þús-
und gesti
hefði þurft
á hátíðina
í Galtalæk
í fyrra að
mati Ein-
ars svo
:ti
J
dæmið gæti gengið upp. „Þarna
er ekki rukkað fyrir börn, svo
aðsóknartölurnar eru svolítið vill-
andi,“ segir hann. „Það fer kannski
eitt sett af foreldrum með fimm
börn, þannig að það koma kannski
5.000 manns og það er borgað inn
fyrir svona 1.800. Það virkar ekki.
Svæðið er undir stórhátíðarálagi,
en það borga jafn margir inn og á
dansleik."
Einar segir að veðurspáin skipti
miklu máli. Fólk geti ákveðið með
mjög skömmum fyrirvara hvert það
fer.
„Ég man að veðurspámenn
voru okkur sérstaklega óvin-
veittir því það var mjög gott
veður þrátt fyrir spár um úr-
hellisrigningu alla helgina.“
Óvíst er hvort hátíð
verður haldin í Galtalækjar-
skógi um verslunarmanna-
helgina, en ekki náðist 1
landeigendur
við vinnslu
fréttarinnar.
Einar Bárðarson Stendur ekki
að hátíð í Galtalæk i ár.
Barnfóstran
kjaftar frá
Fyrrverandi barnfóstra Angelinu Jolie og Brad Pitt
segir tímaritinu The National Enquirer frá tíma sínum
með fjölskyldunni og íhugar hún nú að gefa út bók,
enda fáir sem vita jafn mikið um stjörnurnar og hún.
Greinir fóstran frá því að Jolie hafi bannað henni að
sjást opinberlega með börnin og segir hana hafa verið
afar afbrýðisama og hrædda um að Brad Pitt myndi
yfirgefa hana.
„Angelina þolir ekki George Clooney af því að henni
finnst hann hafa slæm áhrif á Brad og allt umstangið í
kringum Ocean’s-myndirnar og þann karla hóp hefur
farið óskaplega í taugarnar á henni. Clooney finnst
henni verstur af því að hann er piparsveinn og hún er
hrædd um að hann muni hvetja Brad til þess að gera
einhverja vitleysu.“
Sameiginlegur vinur parsins segir að Angelina sé
ekki ein um að vera óörugg. „Það er ekkert skrýtið að
þau verði stundum hrædd um að missa hvort annað.
Þau búa við stöðugt áreiti frá fólki sem dýrkar þau.“