blaðið - 29.06.2007, Page 33
blaöiö
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2007
33
ORÐLAUSTÓNLIST
Við vissum að það yrði flogið heim
um nóttina, en héldum að við
myndum ná allri hátíðinni þar sem
þetta er selt sem Hróarskeldupakki.
Ómissandi atriði á Hróarskeldu
Það hefur víst ekki farið framhjá
neinum að Hróarskelduhátíðin í
Danmörku er á næsta leiti.
Á annað þúsund fslendinga
sækja hátíðina í ár, en eðlilega er
hluti þessa fólks að demba sér út í
djúpu laugina - tónlistarlega séð og
veit ekkert hvað það á að sjá. Flestir
ætla að sjá Muse, The Killers og
Queens of the Stone Age en hvað er
annað í boði? Hvaða hljómsveitir
og listamenn eiga skilið að hljóta
athygli íslendinga?
Blaðið tók saman fjögur atriði
sem þú mátt ekki missa af sértu
á leiðinni til Danmerkur í næstu
viku.
atli@bladid.net
1
Soulsavers Breska sveitin Soulsa-
vers gaf nýverið út bestu skífu
ársins hingað til, It’s Not How Far
You Fall, It’s the Way You Land.
Sveitin kemur fram ásamt gamla
Seattle-gruggaranum Mark La-
negan sem spilar stórt hlutverk
á skífunni. Spurning hvort Will
Oldham mæti óvænt á svæðið en
hann syngur dúett með Lanegan
á skífunni mögnuðu. Soulsavers
kemur fram á laugardeginum á
Arena-sviðinu.
Cold War Kids Hang Me Up to
Dry hlýtur eða vera skemmtileg-
asta lag ársins. Verst að það kom
ekki út á þessu ári, heldur í fyrra.
Cold War Kids eru fyrst núna að
byrja að vekja á sér gríðarlega
athygli og það er ekki annað hægt
en að vera rosalega spenntur fyrir
tónleikum sveitarinnar. CWK
spilar seint á föstudagskvöldinu
á Pavilion-sviðinu. Sviðið er í
minni kantinum og hentar því
sveittu rokkinu fullkomlega.
2
3
Björk Tónleikar Bjarkar í Laug-
ardalshöll voru magnaðir, en
þeir voru aðeins upphitun fyrir
heimsreisu þessarar drottningar
íslenskrar tónlistar. Undanfarið
hefur hún ferðast um Bandaríkin
og Evrópu ásamt tíu stelpna hópi
sem kann betur en flestir að
blása í lúðra. Herlúðra? Nei, popp-
lúðra sem alþjóðasamfélagið í
Hróarskeldu mun pottþétt kunna
að meta. Björk endar fimmtudags-
kvöldið á stærsta sviðinu.
Katatonia Fáir vita hvaða hljóm-
sveit Katatonia er, en þeir sem
vita það munu pottþétt ekki
missa af tónleikum sveitarinnar
í Hróarskeldu - ef þeir eiga miða
á hátíðina. Hinir miðalausu naga
sig í handarbökin því sveitin
er eitt magnaðasta leyndarmál
Svíþjóðar. Katatonia gaf út hina
mögnuðu Last Fair Deal Gone
Down um aldamótin. Sveitin
kemur fram á Odeon-sviðinu á
föstudeginum.
4
Skipulagsmistök hjá Iceland Express
Hróarskeldupakkinn
stangast á vio dagskrá
Fólksem keypti Hróar-
skeldupakka lceland
Express þarf að yfirgefa
hátíðina áður en henni
lýkur til að ná flugi til
baka. Margir eru æfir
vegna þessa enda missa
þeiraf hinni vinsælu
Justicefyrirvikið.
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
EXPRESS-PAKKINN
►
►
►
Justice, síðasta sveit há-
tíðarinnar, byrjar að spila
klukkan 02:00.
Flugið frá Kaupmannahöfn
er klukkan 05:40.
Að hátíðinni lokinni tekur þó
nokkrar kiukkustundir að
komast á Kastrup.
jÞeir 100 einstaklingar sem
keyptu pakkann missa því
af lokum hátíðarinnar.
„Þetta er alveg ömurlegt. Ég var
búinn að hlakka mikið til að sjá Just-
ice,“ segir Kristján Jón Pálsson. „Ég
og vinir mínir keyptum pakkann
í þeirri trú að flugið myndi ekki
stangast á við hátíðina. Við vissum
að það yrði flogið heim um nóttina,
en héldum að við myndum ná allri
hátíðinni þar sem þetta er selt sem
Hróarskeldupakki."
Um er að ræða tilboð sem Ice-
land Express bauð á síðustu stundu
til að hægt væri að selja íoo miða
sem miði.is átti eftir á hátíðina, en
þegar var uppbókað í öll flug hjá Ice-
landair sem upphaflega bauð upp
á pakkaferðir á hátíðina. Þeir sem
keyptu pakkann þurfa að fljúga
heim klukkan 05:40 og missa því af
franska rafdúettinum Justice sem
hefur verið að gera það gott með
lögunum „We Are Your Friends11 og
„D.A.N.C.E". Justice byrjar að spila
kl. 02:00.
Ósofnir í flugið
„Ég fann þennan pakka á miði.is
og var mjög ánægður með að ekki
væri uppselt. En auðvitað var ég al-
veg grunlaus um að þetta væri ferð
á hluta af hátíðinni," segir Kristján.
Hann segir að þeir vinirnir muni
reyna að ná sem mestu af hátíðinni
og fara beint út á flugvöll að tónleik-
unum loknum. „Þetta verður vél
með 100 íslenskum ungmennum að
koma beint af tónlistarhátíð. Sem
verður örugglega gaman.“ Kristján
vill ekki áfellast Iceland Express
fyrir mistökin. „Þeir hafa væntan-
lega ekki hugsað dæmið nægilega
vel. En þetta er mjög leiðinlegt."
Kristján Jón Pálsson
Finnst ömurlegt að kaupa
Hróarskeldupakka en missa
af hijómsveit sem hann held-
ur mikið upp á. Myndir/Frikki
Leiðinleg mistök
Þorvarður Valdimarsson, verk-
efnastjóri hjá Iceland Express, tekur
undir að um leiðinleg mistök sé að
ræða. „Mér datt ekki í hug að há-
tíðin stæði svona lengi fram eftir á
sunnudeginum," segir Þorvarður.
Samkvæmt upphaflegu dagskránni
átti hátíðinni að ljúka um miðnætti.
„Það var annað hvort að fljúga á
þessum tíma eða nokkrum sólar-
hringum seinna. Þá hefðu tónleika-
gestirnir þurft að gista nokkrar
nætur í Kaupmannahöfn, sem hefði
ekki heldur verið vinsælt. Önnur
flug voru ekki í boði. En auðvitað
er það mjög leiðinlegt ef fólk er að
missa af tónleikum og ef fólki finnst
það svikið á einhvern hátt biðj-
umst við velvirðingar á því,“ segir
Þorvarður.
Blóð, dauði og sjóðandi hold
Cannibal Corpse er án efa þekkt-
asta dauðarokkshljómsveit allra
tíma, nafnið segir allt sem segja
þarf um bandið. Maður á ekki
von á lögum um týnda ást eða
sólskin og blóm þegar maður setur
geisladisk með Cannibal Corpse í
spilarann. Dauði, blóð, pyndingar
og almenn mannvonska er það
er sem bíður manns á plötunni,
ásamt ótrúlegum hljóðfæraleik
sem fær
mann til að vilja að hoppa um
gólfið og hrista hausinn.
Kill er tíunda breiðskífa Canni-
bal Corpse og sú fyrsta eftir að
Cannibal Corpse
Kill
Eftlr Elías R. Ragnarsson
elli@bladid.net
TÓNLIST ★ ★★
gitarleikarinn Jack Owen hætti. I
hans stað kom Rob nokkur Barret
en hann hafði mundað gítarinn
fyrir bandið á plötunum The Ble-
eding og Vile.
Cannibal Corpse-menn eru ekki
að fara ótroðnar slóðir með þess-
ari plötu, þeir halda sig við það
sem þeir gera best. Lögin eru öll
hröð, þung og
nöfn þeirra lýsa öll einhverri
leið til að pynda manneskju, eins
og t.d. Five Nails Through the
Neck og Submerged in Boiling
Flesh. Kill byrjar
strax á öskri frá George „Corpse-
grinder" Fisher með laginu The
Time to Kill is Now. Söngurinn og
hljóðfæraleikurinn á plötunni er
til fyrirmyndar og sýnir að Canni-
bal-menn eru engu að gleyma.
Hins vegar er helsti galli plötunnar
sá að það er í raun enginn slagari,
ekkert eitt lag sem stendur upp úr.
Þrátt fyrir það er hér um þrusu-
góða plötu að ræða, sem allir
aðdáendur hljómsveitarinnar ættu
að eiga og fyrir þá sem aldrei hafa
heyrt tónlist Cannibal Corpse
inniheldur þessi plata allt það sem
gerir meðlimi Cannibal Corpse að
konungum dauðarokksins.
Dr.Hauschka
Náttúrulegar snyrtivörur
Rósakrem
fyrir þurra og viðkvæma húð
Rosc
Day Crcam
Dr.Hauschka
Lífrænt ræktuö Rósablóm og rósaber
hjálpa til við að varðveita rakann í
húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og
veitir henni sérstaka vernd.
Rósakremið inniheldur einungis hrein
náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar
lækningajurtir. Það er án allra kemiskra
rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn
er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á
einnig við um aliar aðrar vörur frá
Dr.llauschka.
dreifing:
Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavöröustíg 16, Fræiö
Fjaröarkaup, Lífsins Lind Kringlunni, Lyf ja,
Maöur Llfandi, Lyf og Ileilsa Kringlunni og
Heilsuhorniö Akureyri.
Rosalega flottur, saumlaus með
blúndu I BC skálum á kr. 2.350,-
Virkilega þægilegur í CDE
skálum á kr. 2.350,-
buxur i stíl á kr. 1.250,-
Mjög mjúkur og góður í CDEF
skálum á kr. 2.350,-
buxur i stil á kr. 1.250,-
Lokað á Laugardögum í sumar