blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 blaðió Lærbrotnaði í miðri Hvítá Fótbrotið það fyrsta í Hvítá í 22 ár „Þetta er fyrsta slysið í 22 ár,“ segir Torfi G. Yngvason, framkvæmda- stjóri Arctic Rafting, um mann sem henti sér út úr bát í flúðasiglingu á Hvítá oglærbrotnaði. 90.000 manns hafa siglt niður ána. „Það eru tveir staðir í ánni þar sem hættulegt er að henda sér út í þar sem grynningar eru. Maðurinn sem lær- brotnaði hoppaði út í á öðrum þeirra, lenti á steini og slasaðist. Hann klár- aði þó ferðina niður á Drumbodds- staði þaðan sem hann var fluttur á Landspítala-háskólasjúkrahús." Ekki hættulaust sport Torfi segir að þetta sé frekar hættu- laust sport eins og dæmin sanna og leiðsögumenn ferðanna séu allir sprenglærðir björgunarmenn sem hafi séð vel um hinn slasaða. „Ásóknin í flúðasiglingar er alltaf nokkur og erlendir ferðamenn fara í það í meira mæli. fslendingar hafa þó sótt mikið í Hvítá sem er alveg æðisleg á þar sem allir geta farið með.“ ejg STUTT • Uppbyggjng Reykjavíkur- borg hefur efnt til hugmynda- leitar um uppbyggingu í Kvos- inni. Markmiðar leitarinnar er að afla tillagna um það hvernig megi styrkja svæðið. Sex arkitektastofur munu setja fram tillögur. Antíkrúm bamanna til Götusmiðjunnar H Þakklát Mumma fyrir starfsemi hans M Væri ekki til ef ekki bærist hjálp frá fólki Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Maður er svo þakklátur fyrir að það skuli vera til fólk eins og Mummi í Götusmiðjunni sem er að gera þessa góðu hluti,“ segir Ellen Kristjánsdóttir söngkona. Eftir að hafa lesið í Blaðinu um flutning Götu- smiðjunnar að Brúarholti, sem áður hét Efri-Brú, ákvað Ellen að gefa með- ferðarheimilinu húsgögn sem hún segir vera meira en nóg af á heimil- inu um þessar mundir. „Ég missti móður mína fyrir nokkrum árum og maðurinrr minn var að missa afa sinn. Við erum þess vegna komin með svo mikið af húsgögnum. Ég á til dæmis rosalega flott antíkrúm sem börnin mín áttu og mig langar til að gefa Götusmiðj- unni það auk borðs og stóla,“ greinir Ellen frá. Anægður með gjöfina Mummi, sem heitir fullu nafni Guðmundur Týr Þórarinsson, var að vonum ánægður þegar hann frétti af gjöfinni. „Það er gaman að fólk skuli vilja styðja við bakið á ökkur. Götu- smiðjan væri ekki til ef henni bærist ekki hjálp frá fólkinu í landinu.“ Ellen undrast að yfirvöld skuli ekki greiða fyrir kennslu 15 ára skjól- stæðinga meðferðarheimilisins sem ekki hafa lokið grunnskólanámi eins og Mummi hefur greint frá. „Það er fáránlegt að hann skuli ekki fá meiri styrki,“ leggur Ellen áherslu á um leið og hún greinir frá því að sjálf eigi hún fjögur börn. Gjöfin til Götusmiðjunnar Ellen Kristjánsdóttir með antíkrúmið sem börnin hennar sváfu í. „Samfélagið mætti vera miklu barn- vænna. Hvernig svo sem vandi barna er virðist alls staðar ríkja sama neyð- arástandið. Það vantar úrræði fyrir börn í vanda og það er ekki forsvaran- legt að þau skuli þurfa að bíða í heilt ár eða lengur eftir úrlausn." Árs biðtími fyrir átján ára Mummi hefur greint frá því að biðtíminn eftir meðferð í Götusmiðj- unni sé 1 ár fyrir 18 ára og eldri. Hann gerir ráð fyrir því að alls verði unglingarnir að Brúarholti, þar sem starfsemin hefst á ný upp úr miðjum júlí, um 20. Götusmiðjan er með þjón- ustusamning við Barnaverndarstofu um 13 rými fyrir unglinga á aldr- inum 15 til 18 ára. Félagsþjónustan greiðir 80 þúsund krónur fyrir ung- ling sem er orðinn 18 ára og af þeirri upphæð fara 4 þúsund krónur á viku i vasapeninga. „Við sjáum þeim fyrir fæði og húsnæði og af því er augljóst GÖTUSMIÐJAN Götusmiðjan flytur í Brúar- holt, þar sem Byrgið var áðurtil húsa. ► Biðtíminn eftir meðferð á heimilinu er 1 ár fyrir 18 ára og eldri. að ekki er mikið afgangs," greindi Mummi frá. Súpersól til Salou 6. og 13. júlí frá kr. 34.995 Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síöustu sætunum til Salou og Pineda í júlí. Fallegustu bæir Costa Dorada strandarinnar, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmti- garður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litn'kt næturlíf. . tjur.'zrpx* S * TP-* 9 Kr. 34.995 Netverft á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn (íbúft i viku. Súpersólar tilboð, 6. og 13. júlí. Aukavika kr. 10.000 á mann. Kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku. Súpersói tílboð; 6. og 13. júlí. Aukavika kr. 10.000 á mann. Terra Nova PRIMERA EfíOUP Skógarhlíd 18 -105 Reykjavík Sími: 591 9000 - www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hatnarfjörður sími: 510 9500 Hættulegt starf? Raðist var a vagnstjóra í Árbænum og hann sleginn í andlitið. Mislíkaði ökulag strætisvagns Gekk í skrokk á vagnstjóra Reiður ökumaður réðst á stræt- isvagnstjóra í Árbænum í fyrra- kvöld og sló hann í andlitið. Svo virðist sem reiði mannsins hafi stafað af ökulagi vagnstjórans. „Ég er stopp á rauðu ljósi þegar ég sé hvar maður rýkur reiðilega út úr bíl sínum, gengur upp að strætisvagni og slær bílstjórann í gegnum opna rúðu vagnsins,“ segir kona sem varð vitni að árás- inni. Hún vill ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. ,Svo verða einhver orðaskipti og maðurinn gengur reiðilega um. Svo sé ég ekki meira.“ Hún segir að maðurinn hafi væntanlega haft eitthvað út á öku- lag vagnstjórans að setja. „Hann var greinilega mjög trylltur og hefði væntanlega gengið alvar- lega í skrokk á vagnstjóranum ef hann hefði ekki getað lokað sig af. Þetta var stór og stæðilegur maður, þannig að höggið hefur verið þungt.“ Árásin var ekki tilkynnt til lög- reglunnar. Lögregluþjónn á vakt sagði árásir sökum ósættis vegna ökulags hafa komið til kasta lög- reglunnar. „En það er sem betur fer ekki algengt." Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs„ neitaði að tjá sig um málið þar sem það er enn á rannsóknarstigi. Hann vildi ekki heldur gefa viðkomandi vagnstjóra tækifæri til að tjá sig um málið. hlynur@bladid.net Ók út af og hljópst á brott Bíll ók út af Kjósarskarðsvegi skammt frá Þinvöllum á fimmta tímanum í gær. Öku- maðurinn slasaðist ekki meira en svo að hann gat flúið vett- vang á fæti. Maðurinn var því á bak og burt þegar iögreglan kom að. Hún hafði þó uppi á manninum skömmu síðar og gat staðfest að hann væri óslasaður. ejg Selja SÍtt í Hitaveitunni Forsvarsmaður Geysis Green Energy gaf út í gær að fyrir- tækið hefði tryggt sér hlut allra sveitarféíaga í Hitaveitu Suðurnesja utan hlutar Hafn- arfjarðar og Reykjanesbæjar. Fyrirtækið greiðir 15 milljarða fyrir 28 prósenta hlutinn, sam- kvæmt fréttum RÚV. Minnihlutinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlar hins vegar að óska eftir aukafundi í bæjarstjórn eftir helgi til að ræða sölu á 15 prósenta hlut ríkisins til Geysis Green Energy á 7,6 milljarða. Hann vill nýta forkaupsrétt sinn, samkvæmt Vf.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.