blaðið - 30.06.2007, Side 10

blaðið - 30.06.2007, Side 10
10 FRETTIR LAUGARDAGUR 30. JUNI 2007 blaðiö Bandaríkin Mál fanga fyrir hæstarétt Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur samþykkt að taka fyrir mál fanga sem haldið er í Guantanamo- fangabúðunum á Kúbu um hvort þeir fá að taka mál sín upp fyrir alríkisdómstóli. Hæstiréttur sneri þar með ákvörðun sinni frá því í apríl, þegar hann hafnaði því að taka málið fyrir. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta STUTT • Svikahrappar ftölsk yfirvöld segja að ítalski maðurinn og portúgalska konan, sem voru handtekin í tengslum við hvarf Madeleine McCann, hafi reynt að kúga fé út úr foreldrum stúlk- unnar. Líklega hafi verið um svikahrappa að ræða. • Hátíðahöld Þriggja daga hátíðahöld hófust í Hong Kong í gær, til að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því að Kínverjar tóku við yfirráðum í héraðinu eftir 156 ára nýlendu- stjórn Breta. • Afsögn Moshe Katsav fsraels- forseti sagði af sér embætti í gær, degi eftir að hann viðurkenndi kynferðisbrot gegn kvenkyns starfsmönnum innan stjórnkerf- isins. Shimon Peres tekur við embættinu 15. júlí. • Mannréttindabrot Rauði krossinn hefur fordæmt herstjórnina í Búrma fyrir að brjóta á mannréttindum mörg þúsund íbúa landsins. Síðustu ár hafa stjórnvöld í Búrma, sem nú nefnist Mjanmar verið harkalega gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. ----------------------------------- HjÆ ofefeurfáíð flð wiífeíð utrvaL af ban^flbílstóiuiM, Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 ______www.babysam.is Bensín, gas og naglar í sprengju S Hyde Park, Park Lane, Fleet Street og fleiri götum í London lokað E1 Snarræði lögreglumanns hindraði blóðbað Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Lögreglu í Lundúnum tókst að koma í veg fyrir hryðjuverkaárás þegar hún náði að aftengja öfluga sprengju sem hafði verið komið fyrir í grænum Mercedes-bíl aðfaranótt föstudagsins við Haymarket, nærri Piccadilly Circus. Neðanjarðarlest arstöðinni og götum við Piccadilly Circus var lokað fram eftir degi, en fleiri götum var lokað seinna um daginn eftir að vísbendingar bárust um fleiri bíla, hugsanlega fulla af sprengiefni. Lögreglu barst tilkynning um að reyk legði frá bíl um hálftvö eftir miðnætti. Talsmaður Scotland Yard segir að rúmlega sextiu lítrar af bensini, gaskútar og ótal naglar hafi fundist í bílnum við skemmtistaðinn Tiger Tiger við Haymarket og að sprengjan hafi minnt á þær sem andspyrnumenn í írak nota i árásum sínum. Ljóst þykir að fjöldi manna hefði látið lífið og særst ef sprengjan hefði sprungið, en áætlað er að um 1.700 manns hafi verið inni á Tiger Tiger um nóttina. Dyraverðir við nálæga skemmtistaði sögðust hafa tekið eftir manni sem ók umræddum bíl einkennilega og keyrði loks á öskutunnur við Tiger Tiger, áður en hann yfirgaf bílinn og tók til fótanna. Talið er að lögreglumaður sem mætti snemma á vettvang hafi komið í veg fyrir mikið mannfall, þegar hann fjarlægði farsíma úr bílnum, sem að öllum líkindum hafi átt að nota til að sprengja sprengjuna. Mercedes-bíllinn Bílnum var ekið nærri inngangi Tiger Tiger-skemmistaðarins áður en ökumaðurinn tók til fótanna. Park Lane, Fleet Street og fleiri götum var svo lokað um hádegisbil á meðan lögregla rannsakaði vísbendingar um annan grunsamlegan bíl í vegarkantinum við austurenda Hyde Park. Lögregla rýmdi jafnframt Hyde Park og efldi öryggisgæslu í borginni allri til muna. Sigurður Haraldsson, starfsmaður Landsbankans í Lundúnum, segir að tilkynnt hafi verið í hátalarakerfi neðanjarðarlestarinnar um morguninn, þegar hann var á leið til vinnu, að lestin myndi ekki stansa á Piccadilly Circus-stöðinni. „Lestin keyrði bara í gegn og það var sagt vera vegna sprengjuhættu. Fólkið í lestinni virtist þó ekki kippa sér neitt sérlega mikið upp við það.“ HRYÐJUVERKAHÆTTA ► Rúmlega 1.700 manns voru staddir á Tiger Tiger-skem- mtistaðnum, þar sem bílnum var lagt. ► Piccadilly Circus-neðan- jarðarlestarstöðinni lokað vegna sprengihættu fram eftir degi. ► 52 létust og fjöldi særðist í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum þann 7. júlí 2005. Jacqui Smith, nýr innanríkis- ráðherra Bretlands, hvatti almenning til að vera á verði og tilkynna lögreglu ef einhverjir yrðu varir við eitthvað grunsamlegt. Samkomulag um brú Dönsk og þýsk stjórn- völd hafa tilkynnt að samkomulag hafi náðst um byggingu nítján kílómetra langrar brúar milli Rodby á Lálandi i Danmörku og Puttgar- den á eyjunni Femern í Þýskalandi. Áætlað er að brúin verði um tíu ár í byggingu og muni kosta andvirði rúmlega 500 milljarða króna. Brúin mun stytta leiðina milli Kaupmannahafnar og Hamborgar um 160 kílómetra. Samkomulagið náðist eftir þriggja klukkustunda harðar samningaviðræður milli samgönguráð- herra landanna í Berlín i gær. aí Vilja semja á nýjan leik Jaroslaw Kaczynski, for- sætisráðherra Póllands, segist aftur vilja taka upp viðræður við Evrópusam- bandið um atkvæðavægi Póllands í fyrirhuguðum stjórnskipunarsáttmála sambandsins. Pólverjar voru tregir til að samþykkja málamiðlun- artillögu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um atkvæðavægi einstakra rikja á leiðtogafundi ESB í Brussel i síðustu viku. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, er andvígur hugmyndum Kaczynskis og hvetur stjórnvöld í öllum aðildarríkjum til að virða samkomulagið sem náðist. aí

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.