blaðið - 30.06.2007, Side 23

blaðið - 30.06.2007, Side 23
LANGAR ÞIG AÐ VERDA TOLLVORÐUR Tollstjórinn í Reykjavík Nokkrar stöður tollvarða eru lausar til umsóknar hjá tollstjóranum í Reykjavfk. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi störf sem henta bæði körlum og konum. Tollvörðum er boðið upp á öflugt nám á launum í Tollskóla ríkisins sem lýkur með útskrift. Tollskólinn veitir tollvörðum grunn- og sérmenntun f ýmsum greinum á sviði tollheimtu og tollgæslu. Til að fá inngöngu í skólann þarf að þreyta þríþætt inntökupróf. Nánari upplýsingar um það er að finna á www.tollur.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Nánari upplýsingar um starfið veita Hörður Davíð Harðarson, aðaldeildarstjóri tolleftirlitsdeildar, í síma 560-0380 og Harpa Hallsdóttir, sérfræðingur á starfsmannasviði, í sfma 560-0352. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Umsóknir merktar „tollvörður" ásamt ferilskrá, læknisvottorði og Ijósriti af ökuskírteini skal skila til starfsmannasviðs embættisins Skúlagötu 17, 101 Reykjavík eða í gegnum tölvupóst: starf@tollur.is. Umsóknirgeta gilt f sex mánuði. Kröfur til umsækjenda: ■ Tveggja ára almennt framhaldsnám, annað sambærilegt nám eða starfsþjálfun. ■ Gott vald á fslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. ■ Geta til að tjá sig f ræðu og riti. ■ Vera á aldrinum 20-35 ára. ■ Almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs. ■ Vera f góðu líkamlegu- og andlegu formi. ■ Samviskusemi, nákvæmni og örugg vinnubrögð. ■ Góð framkoma og hæfni f mannlegum samskiptum. ■ Hreint sakavottorð. ■ Hægt er að víkja frá einstökum skilyrðum ef sérstakar ástæður mæla með því. Fjölbreytt og lifandi starf tollvarða felur m.a í sér: Eftirlit og skoðun tollskjala og vörusendinga. Afgreiðsla og eftirlit með skipum, flugvélum, farþegum og áhöfnum. Áhættugreining m.a. út frá fíkniefnaeftirliti. Rannsókn tollalagabrota. Stjórn fíkniefnaleitarhunda og gegnumlýsingar- bifreiðar. Forvarnastarf. Samstarf við aðrar löggæslustofnanir, innlendar og erlendar. Alþjóðasamstarf m.a. vegna aðildar að Alþjóða- tollastofnuninni og norrænu tollasamstarfi. U Hjá töilstjóranum starfar hópur hæfileikaríks starfsfólks sem hefur það að markmiði að veita góða og skilvirka þjónustu og standa vörð um hagsmuni almennings og atvinnulífs. Lögð er áhersla á símenntun starfsmanna, heilsueflingu oggóðan aðbúnað r Fjöldi starfa í boði 'N www.radning.is Zm* RAÐNINGAR ÞJÓNUSTAN Persónuleg og fagleg þjónusta Auglýsingasíminn ei • 510 3728

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.