blaðið

Ulloq

blaðið - 30.06.2007, Qupperneq 35

blaðið - 30.06.2007, Qupperneq 35
blaóió LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 35 MENNING menning@bladid.net Hér finnst mér ég hafa mikið frelsi til að gera það sem ég vil og mér finnst fólk gjarnan vera mjög opið fyrir nýjum tillögum og hugmyndum. Svcrrir Einarsson Hcrmann Jónasson Gcir Harðarson Bryndís ValbjarfTardóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Qestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Lcgstaöur • Tónlist • 'nikynningar í fjölmiðla • Landsbyggöarþjónusta • Líkflutningar Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Catherine Ness opnar sína fyrstu einkasýningu í dag Ævintýrakanína og hraunskúlptúrar Opnun sumar- sýningar Sumarsýning á verkum í eigu Listasafns ASÍ verður opnuð í dag, en hún spannar breitt tímabil í íslenskri listasögu. í Ás- mundarsal verða sýnd málverk eftir listamennina Jóhannes •- - Kjarval og Jón Stefánsson frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, en þau eiga það sameigin- legt að sýna hið dramatíska og stórbrotna í íslenskri náttúru. í Gryfjunni eru sýnd nýleg verk eftir Guðrúnu Kristjáns- dóttur, Birgi Andrésson og Olgu Bergmann sem hvert á sinn hátt 'r fjallar um náttúru og/eða menn- ingu í samtímanum. í Arinstofu er sýnt pólitískt verk eftir Önnu Eyjólfsdóttur sem jafnframt byggir á arkitektúr Ásmundar- salar. Safnið er opið frá klukkan i3 til 17 alla daga nema mánu- daga og er aðgangur ókeypis. Bjólfskviða og aðrar sögur Bókin Beowulf & Other Stories: A New Introduction to Old English, Old Icelandic and Anglo-Norman Literatures eftir Richard North og Joe Allard kom út hjá Paperback-útgáfunni fyrr í sumar. Um er að ræða fræðibók um tengsl fornensku við fornís- lensku með ítarlegri umfjöllun um ís- lenskar fornbók- menntir. Richard North kennir forn- ensku við University College í London og er mikill áhugamaður um íslendingasögurnar. Joe All- ard uppgötvaði fsland á miðjum níunda áratugnum og hefur siðan þá aflað sér mikillar þekk- ingar á íslenskum bókmenntum og menningu. Hann starfar sem þýðandi og útgefandi íslenskra nútímabókmennta auk þess sem hann hefur lagt stund á kennslu og rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum. Samræður á sunnudegi Þorvaldur Þorsteinsson, mynd- listarmaður og rithöfundur, verður með leiðsögn á sýningunni Að flytja fjöll í Listasafni Árnesinga á morgun, sunnudaginn 1. júlí klukkan 15. Þorvaldur ritaði grein í sýningarskrá sýningarinnar, en hann starfar jöfnum höndum sem rithöfundur og myndlistarmaður. Hann nam við Myndlistaskólann á Akurevri og Myndlista- og handíða- skóla íslands áður en hann hélt til Hollands í framhaldsnám. Hann nam einnig í eitt ár við heimspeki- deild HÍ. Meðal þekktustu ritverka Þor- valds eru Skilaboðaskjóðan og bæk- urnar um Blíðfinn sem þegar hafa komið út í átta löndum og hlotið margvísleg verðlaun. Þá hafa verið sett upp eftir hann mörg leikrit, þar á meðal And Björk, of course en fyrir það hlaut hann Grímuna, hin íslensku leiklistarverðlaun árið 2003. Hann hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í tugum alþjóðlegra myndlist- arviðburða og sýninga um allan heim. Listasafn Árnesinga er opið alla daga milli klukkan 12 og 18 og er aðgangur ókeypis. Hin unga, enska listakona Catherine Ness opnar í dag skúlptúr- og ijós- myndasýningu í Gallerí Tukt við Pósthússtræti, en um er að ræða hennar fyrstu einkasýningu. a-iSfa Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hiiduredda@bladid.net Catherine útskrifaðist með skúlp- túr sem aðalfag frá Listaháskól- anum í Newcastle árið 2004 og hefur unnið sehi sjálfboðaliði á vegum Rauða kross Islands hér á landi frá því í september. „Ég hef unnið á Læk, sem er dag- vistun í Hafnarfirði, og meðal annars verið þar með kennslu í list- greinum. Meðfram þvi hef ég unnið að minni eigin list og nú er komið að því að opna þessa sýningu," segir Cat- herine. „Ég hef verið með í nokkrum samsýningum áður, en aldrei áður verið með einkasýningu, hvorki í Englandi né á Islandi þannig að þetta eru nokkuð stór tímamót.“ Skúlptúrar úr hrauni Á sýningunni eru skúlptúrar úr hrauni og leir auk ljósmynda af kanínum. „Skúlptúrarnir eru unnir þannig að ég tek hraunmola og skreyti þá með leir og bý þannig til alls konar furðuverur. Fyrir nokkrum vikum fór ég til Englands að sækja bílinn minn og keyrði þá til Skotlands og tók Norrænu til Færeyja og Hjaltlandseyja og svo Seyðisfjarðar. Með í för var leir- kanína sem ég myndaði hér og þar á þessum stöðum og bjó þannig til myndasögu af kanínu sem skríður upp úr holunni sinni, lendir í alls kyns ævintýrum og dúkkar upp á íslandi," útskýrir Catherine. Álfar og tröll Aðspurð segir hún hraunskúlptúr- ana vissulega minna um margt á ís- lenskar þjóðsögur af álfum, tröllum og huldufólki, en að hún vilji ekki gefa þeim neina eina ákveðna merk- ingu. „Það er misjafnt hvað fólk sér út úr þessu og þannig vil ég líka hafa það. Sumir hafa litið á þetta sem barnaleikföng, aðrir sem huldu- fólk og svo framvegis. Mér finnst mjög mikilvægt að hver og einn geti lagt sinn eigin skilning í verkin út frá sinni upplifun.“ Catherine segir afar gott að vinna við listsköpun á íslandi. „Hér finnst mér ég hafa mikið frelsi til að gera það sem ég vil og mér finnst fólk gjarnan vera mjög opið fyrir nýjum tillögum og hugmyndum. Svo hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað margir hér eru skapandi og hika ekki við að mála myndir, skrifa eða hvað sem er. Það er líka góð mæting á listasýningar hér og það er auðvitað mjög jákvætt.“ Á ferðinni Hefurðu ferðast mikið um landið? „Upp á síðkastið, síðan ég fékk bíl- inn minn, hef ég reynt að gera það. Á veturna er ekki mjög auðvelt að KONAN fe*. Catherine Ness er 25 ára ~ gömul listakona frá Eng- landi. W. Hún hefur verið sjálfboða- ^ liði á íslandi frá síðasta hausti W. Er afar ánægð með mikinn ^ listaáhuga landsmanna. ferðast um landið ef maður á ekki bíl, enda ekki mjög freistandi að ferðast um á puttanum í 10 stiga frosti. En nú hef ég náttúrlega meðal annars keyrt alla leið frá Seyð- isfirði til Reykjavíkur og stefni á að ferðast um Norður- og Norðvestur- land áður en ég fer aftur heim í sept- ember, enda á ég þá landshluta alveg eftir,“ segir Catherine. Hvernig hefur gengið að læra íslensku? Catherine Ness. „Fólk leggur mismunandi skilning í verkin og þannig vil ég hafa það.“ Blaðið/Frikki j „Ég tala smá íslensku,“ svarar hún á nánast fullkominni íslensku. „Það háir mér reyndar að ég hef ekki farið á neitt eiginlegt tungumála- námskeið aukþess sem enskukunn- átta hér er almennt mjög mikil. Þannig að ef ég er að reyna að segja eitthvað á íslensku freistast ég oft til þess að skipta yfir í enskuna enda skilja hana allir. Svo er þetta ekki beinlínis tungumál sem er auðvelt að „pikka upp“ ef svo má segja. Engu að síður er ég farin að skiíja það ágætlega, bæði talað mál og ritað, og er ákveðin í að halda mér við og jafnvel læra meira eftir að ég er komin aftur heim til Eng- lands í haust, enda er ég ákveðin í því að koma aftur hingað til lands í nánustu framtíð," segir Catherine að lokum. Sýningin verður opnuð klukkan 16 í dag og stendur til 13. júlí.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.