blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 37

blaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 37
blaöið Shellmótið í Vestmannaeyjum: Stjörnur framtíð- arinnar etja kappi Um tvö þúsund keppendur úr 20 liðum taka þátt í Shellmótinu í Vest- mannaeyjum um helgina. Gott gæti verið að leggja nöfn frambærileg- ustu leikmannanna á minnið og jafn- vel að tryggja sér eiginhandaráritun þeirra, því á listanum yfir þá sem hafa verið útnefndir bestu leikmenn mótsins eða orðið markahæstir er að finna mörg kunnugleg nöfn. Meðal þeirra sem hafa verið út- nefndir bestir á mótinu eru Arnar Þór Viðarsson, Bjarni Guðjóns- son, Baldur Aðalsteinsson, Andri Fannar Ottósson, Sigmundur Krist- jánsson, Eyjólfur Héðinsson, Albert Brynjar Ingason, Theodór Elmar Bjarnason, Arnór Smárason og Kol- beinn Sigþórsson. Þeir Kolbeinn og Andri Sigþórssynir eru bræður, en sá fyrrnefndi skrifaði undir atvinnu- mannasamning hjá AZ Alkmaar á dögunum. Meðal markakónga undanfar- inna ára má finna títtnefnda Andra og Kolbein Sigþórssyni, Eið Smára Guðjohnsen, Guðmund Steinars- son, Theodór Óskarsson, Ólaf Inga Skúlason, Björn Jónsson og Snorra Stein Guðjónsson, sem reyndar er betur þekktur fyrir afrek sín á handboltavellinum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.