blaðið

Ulloq

blaðið - 30.06.2007, Qupperneq 38

blaðið - 30.06.2007, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 blaðið ordlaus@bladid.net LAUGARDAGUR Það verða einn til tveir leikarar í fyrstu myndinni, hugsanlega ein stelpa eða par. Ég ætla að birta þetta á mánudag eða þriðjudag í þarnæstu viku. 36 hafa sótt um að leika í íslenskum klámmyndum Vérkstæði sögusvið klámmyndar „Fyrsta myndin gerist á verkstæði,“ segir Sigurður Valdimar Steinþórsson, eigandi vefsíð- unnar Klám.is, en á miðvikudag í næstu viku hyggst hann hefja framleiðslu á íslensku klámi. „Það verða einn til tveir leikarar í fyrstu mynd- inni, hugsanlega ein stelpa eða par. Ég ætla að birta þetta á mánudag eða þriðjudag í þarnæstu viku.“ Sigurður segir að 36 hafi sótt um að vera með í framleiðslunni, en þegar Blaðið talaði við hann í síðustu viku höfðu tólf umsóknir borist. „Þegar þetta kom á Stöð 2 hrúguðust inn umsóknir," segir hann og vísar í umfjöllun íslands í dag um málið. Hann bætir við að vinsældir vefsíðunnar Klám.is hafi aukist mikið. „Fólk er mjög spennt fyrir þessu.“ Lögregla hefur ekki samband Lögreglan hefur ekki haft samband við Sig- urð. „Ég er kominn með lögfræðing í að skoða lagalegu hliðina," segir hann. „Ég er nokkurn veginn kominn með á hreint hvað er löglegt og hvað ekki. Ég ætla að gera þetta innan ramma laganna.“ Aðspurður hvort klámframleiðsla sé ekki dýr segir Sigurður trúnaðarmál hv'að leikarnir fá í laun. „Fyrsta senan verður ekki dýr,“ segir hann. „Hún verður ekki löng, kannski 20 mínútur eða eitthvað. Svo er planið að framleiða alvöru mynd sem verður klukkutími, eða einn og hálfur jafnvel." atli@bladid.net Verslunarmenn æfir út í Prince Nýjustu breiðskífu listamanns- ins Prince verður dreift frítt með breska sunnudagsblaðinu The Mail on Sunday. Verslunar- menn í Bretlandi hafa brugðist illa við tíðindunum þar sem platan verður ekki komin í sölu í verslanir áður en henni verður dreift frítt með dagblaðinu. Breiðskífan Planet Earth kemur út þann 24. júlí næstkomandi en ritstjóri blaðsins segir ástæðuna fyrir samstarfinu við Prince vera þá að listamaðurinn vilji að sem flestir geti notið tónlistar hans. Yfir tvær milljónir eintaka eru seldar af The Mail on Sunday í viku hverri en stærra upplag verður prentað af blaðinu daginn sem diskurinn fylgir með. Rosalega flottur, saumlaus með blúndu í BC skálum á kr. 2.350,- buxur i stíl kr. 1.250,- Virkiiega þægilegur f CDE skálurrrá kr. 2.350,- hnxnr í stíl á kr 1 250 - Mjög mjúkur og góður í CDEF skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Lokað á Laugardögum í sumar Helgi Pé er viss um að sonminn nái langt með Sprengjuhöllinni Sprengjuhöll og Ríó ekki saman á svið Sprengjuhöllin gerir það gott þessa dagana, en fæstir vita að Snorri, söngvari og gítarleikari sveitarinnar er sonur Helga Pé úr Ríó tríó. FEÐGARNIR ► ► Helgi Pé er pabbi Snorra í Sprengjuhöllinni. Sprengjuhöllin hefur átt vinsælasta lag landsins í rúman mánuð. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net ► Helgi Pé gerði garðinn fræg- an með Ríó tríói. „Þetta er auðvitað sérlega ánægju- legt. Ég man eftir að hafa heyrt ávæning af laginu og þegar þetta var komið í einhvern búning þá sagði reynslan mér að þarna væri eitthvað á ferðinni sem ætti eftir að ná í gegn,“ segir Helgi Pét- ursson tónlistarmaður um lagið Verum í sambandi með Sprengjuhöllinni. Lagið hefur setið á toppi lagalista Morgunblaðsins í rúman mánuð, en Snorri Helgason, söngvari og gít- arleikari sveitarinnar, er sonur Helga, sem gerði garðinn frægan með Ríó tríóinu á árum áður. Tók upp gítarinn 15 ára „Það bar nú ekkert sérstaklega á þessu. Þetta kom nú allt í einu eiginlega,“ segir Helgi aðspurður hvort Snorri hafi fengið tónlistarlegt uppeldi. „Hann á þrjú eldri systkini og þau fóru öll í alls konar píanótíma og söngtíma og eitthvað slíkt. Hann tók að mig minnir gítarinn upp í kringum 15 ára aldur og hefur ekki skilið hann við sig síðan.“ Helgi segist fullviss um að Sprengjuhöllin með son- inn í fararbroddi nái langt. „Ég er alveg viss um það,“ segir hann. „Þeir vinna í þessu og eru að gera þetta af samvisku- semi, en hafa greini- lega mjög gaman af þessu. Þetta eru hins vegar ekki strákar sem vilja endi- lega vera á forsíðu Séð og heyrt. Þeir eru mjög rólegir i tíðinni.“ Sprengjuhöliin höfðar til Helga Reynsla Helga úr Ríó tríói gæti komið sér vel fyrir Snorra, en þrátt fyrir það segir hann soninn halda tónlistinni mikið fyrir sig. „Við höfum svo sem ekki endilega átt einhverja tónlistarlega samleið," segir Helgi. „En þetta er auðvitað voða gaman. Mér sýnist þeir vera góðir félagar þessir drengir í band- inu og þeir æfa. Þetta hefst ekki öðruvísi. Þetta eru góðir náungar og góðir vinir.“ Tónlist Sprengjuhallarinnar höfðar til Helga, enda hafa hljóm- sveitir gömlu góðu daganna haft áhrif á sveitina. „Þetta er mjög melódískt, ég held að það helgist meðal annars af því að ég veit að Snorri hefur hlustað á [Bob] Dylan, The Band og Hollies og alls konar svona grúppur, fyrir utan Bítlana auðvitað. Maðúr heyrir auðvitað að þessir strákar draga dám af því. Þeir eru líka, finnst mér, búnir að skapa sér sinn stíl.“ Aðspurður hvort Sprengjuhöllin hiti upp á endurkomutónleikum Ríós tríós skellir Helgi upp úr. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Lily handtekín Söngkonan Lily Allen hefur verið handtekin fyrir að ráðast á ljós- myndara fyrir utan næturkíúbb í Lundúnum í mars síðastliðnum. Umrætt atvik átti sér stað þegar Allen yfirgaf gleðskap í ^ Wardour-klúbbnum. Hw Sumartíska CK Calvin Klein hélt svokallaða sumar- leyfistiskusýningu á dögunum og sprönguðu fyrirsæturnar um í fatn- aði sem stílaður er inn á sumarfríið í þetta árið. I Vill ekki leika á móti konunni Leikarinn Antonio Banderas mun að líkindum aldrei leika á móti konu sinni, Melanie Grif- fith, þar sem kappinn segist hata kvikmyndir þar sem hjón leiða saman hesta sína. Stjarnan neitar að horfa á myndir þar sem raun- veruleg hjón leika saman og hefur lýst því yfir að aldrei muni hann leika með konu sinni. „Mér hefur aldrei líkað myndir þar sem eigin- maður og eiginkona leika saman á skjánum. Þegar Spencer Tracy og Katherine Hepburn voru upp á sitt besta gekk þetta kannski upp en síðan þá hefur mér aldrei líkað þetta.“ Johnny Marr er fyrirmyndin Noel Gallagher, höfuðpaurinn í hljómsveitinni Oasis, hefur viðurkennt að hljómsveitin The Smiths hafi stuðíað að því að hann tók upp gítarinn á sínum tíma. Það mun hafa verið söngv- arinn, hljómborðsleikarinn og gítarleikarinn Johnny Marr sem heillaði Gallagher hvað mest*og hefur hann lýst því yfir að sá síð- arnefndi sé helsta fyrirmynd sín þegar kemur að tónlistinni. „Ég man eftir að hafa séð The Smiths spila og án þess að það eigi að hljóma eitthvað klikkað verð ég að viðurkenna að ég vildi hrein- lega vera Johnny Marr.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.