blaðið - 30.06.2007, Side 45

blaðið - 30.06.2007, Side 45
blaöió LAUGARDAGUR 30. JUNÍ 2007 45 Beckham í Ugly Betty Victoria Beckham mun að öllum líkindum taka að sér hlutverk í sjónvarpsþáttunum Ugly Betty en hún er sögð afar spennt yfir því að fá að spreyta sig í þáttunum. Beckham mun leika sjálfa sig og mun að öllum líkindum aðeins birtast í einum þætti. Að sögn leikarans Eric Mabius höfðu framleiðendur þáttanna samband við Vikt- oríu Beckham og buðu henni gestahlutverk þar sem þeir telja að það muni vekja enn meiri athygli á þáttunum, en Beck- ham-hjónin hafa verið mikið í sviðsljósinu vestanhafs, eftir að David Beckham gekk til liðs við fótboltaliðið L.A. Galaxy. Washington iðrast Leikarinn Isiah Washington úr sjónvarpsþáttunum Grey’s An- atomy segir það ekki vera rétt að hann hafi farið í meðferð til þess að ná tökum á hræðslu við samkynhneigða en honum lenti saman við leikarann T.R. Knight, sem fer með hlutverk George í þáttunum, en hann er samkynhneigður. Washington segir hið rétta vera að hann hafi leitað sér hjálpar til þess að ná tökum á reiðiköstum og að hann hafi sjálfviljugur gengist undir meðferðina þar sem hann iðrist gjörða sinna. Taka höndum saman Leikararnir Russel Crowe og Leonardo DiCaprio munu taka höndum saman í kvik- myndinni Body of Lies sem Ridley Scott kemur til með að leikstýra. Myndin snýst um leyniþjónustumenn sem reyna að ráða niðurlögum háttsettra al-Qaeda-leiðtoga en myndin er byggð á samnefndri bók eftir rithöfundinn David Ignatius. Crowe mun leika CIA-mann sem ásamt DiCaprio leggur allt í sölurnar til þess að koma höndum yfir þrjótana. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Crowe og Scott starfa saman en þeir hafa áður unnið saman i kvikmyndunum Gladiator og A Good Year. Burnett í bardagalistir Mark Burnett, framleiðandi hinna sívinsælu Survivor-raunveru- leikaþátta, ætlar að framleiða raun- veruleikaþátt þar sem hvers kyns bardagalistum er gert hátt undir höfði. Burnett framleiddi einnig The Apprenctice í samstarfi við Donald Trump þar sem leitað var að lærlingum þess síðarnefnda. Nýi þátturinn hefur ekki enn fengið nafn en Burnett segir að um sé að ræða blöndu af júdó, karate, jújútsú, glímu og hnefaleikum. Burnett segist alltaf hafa verið heillaður af bardagalistum en hann framleiddi þættina The Contender sem sýndir voru hér heima á Skjá einum en þar var ungum hnefaleikaköppum att saman í leitinni að þeim besta. Tekur Idolið alvarlega Paula Abdul segir að hún laki hlutverk sitt sem dómara í sjón- varpsþáttunum American Idol mjög alvarlega og segist fá meira út úr því að sitja í dómarasætinu en hún fékk nokkurn tímann á sviði. „Það gefur mér mun meira að uppgötva ungt hæfileikafólk en að koma fram á sviði sjálf. Það að vera dómari í Idolinu skiptir mig gríðarlegu máli og í fauninni meira máli heldur en að vinna Grammy-verðlaun og gefa út plötur.“ Sumarkaffi er samansett af sérvöldum úrvais tegun Það hefur frísklegt sítrusbraqð ásamt yndislega Ijúfum keim af hnetum og sætum ávöxtum. Kaffið er í góðu jafn- vægi, hefur mikla fyilingu og hunangsmjúkt eftirbragð. www.teogkaffi.is stundin - bragðið - stemningin 'Mm

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.