blaðið - 30.06.2007, Page 46

blaðið - 30.06.2007, Page 46
46 LAUGARDAGUR 30. JUNÍ 2007 blaóió FÓLK folk@bladid.net Nei, hún er ekkert gabb, heldur yljar hún manni um hjartaræturnar. Hnatthlýnun getur varla verið gabb í þessum hita? Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur, er vel inni í málefnum hnatthlýn- unar, en sjónvarpsþáttur sem fjallar um að sú þróun sé ekki mannanna sök hefur vakið umtal að undanförnu. Mikið góðviðri hefur í kjölfarið verið á íslandi, hver svo sem ástæðan er fyrir því. HEYRST HEFUR Dúndurf réttir héldu magn- aða tónleika á fimmtudags- kvöldið þar sem meistaraverkið The Wall eftir Pink Floyd var flutt með aðstoð Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Þar var margt um manninn og mátti sjá unga sem aldna aðdáendur verksins sameinast í tónlistartransi. Meðal gesta voru Þórólfur Árna- son, fyrrum borgarstjóri, Tómas Tómasson veitingamaður, Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðar- maður á Rás 2, og kollega hans, Andrea Jóns- dóttir, oft nefnd rokkamma íslands, og Eyþór Guð- jónsson, stjarnan úr Hostel- mynd- inni... Björgvin G. Sigurðsson iðnað- arráðherra hefur loksins ráðið sér aðstoðarmann samkvæmt bloggvefnum Eyjunni. Það mun verða dr. Jón Þór Sturluson, dósent og for- stöðumaður meistaranáms í viðskipta- fræði við Háskólann i Reykja- vík, sem hreppir hnossið... Hið árlega Shellmót er nú í fullum gangi í Vestmannaeyjum. Þar eru vafalaust nokkrir fram- tíðarleikmenn íslenska lands- liðsins að stíga sín fyrstu skef í bliðviðrinu á Heimaey. Meðal gesta er Eiður Smári Guðjohn- sen sem fylgist spenntur með sínum syni en Eiður átti góða takta á mótinu fyrir allmörgum árum, þá í búningi ÍR. Þó svo að hann hafi staðið sig mjög vel var það félagi hans í landsliðinu síðar meir, Arnar Þór Viðarsson, sem kos- inn var b besti leik- maður mótsins það árið... Hermann Hreiðarsson skiptir um félag Óttast ekki fall í þetta sinn Hermann Hreiðarsson er staddur hér á landi í stuttu fríi frá fótbolt- anum. Hann gekk nýlega til liðs við Portsmouth frá Charlton í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Eyjapeyinn Hermann Hreiðars- son hefur spilað með fimm enskum liðum og er nýlega genginn til liðs við það sjötta, Portsmouth. Hann hefur fallið fjórum sinnum um deild en segist hafa trú á mannskapnum hjá nýja liðinu. „Ég vona að ég verði í efri hlutanum að þessu sinni. Liðið hefur fjárfest í mörgum sterkum leikmönnum og ég hef fulla trú á þessum mannskap. Ef við gerum þetta eins og menn, ætti þetta að vera í lagi,“ segir Her- mann sem segist lítast vel á nýjan yf- irmann sinn, Harry Redknapp. „Það fer gott orð af karlinum meðal leikmanna og allra sem eru í kringum þennan bransa. Mér líst einnig mjög vel á hann. Hann hefur mikla reynslu, er kominn í klúbb með mikla peninga á bak við sig og í þeirri stöðu er hann mjög sterkur. Það er ekki að ástæðulausu sem hann hefur verið kallaður wealer and dealer í gegnum árin.“ Portsmouth er tæplega 200.000 manna hafnarborg á suðurströnd Englands. Knattspyrnufélagið, sem gengur jafnan undir heitinu Pom- pey, líkt og borgin, er í eigu franska milljarðamæringsins Alexandre Gaydamak, sem ku hafa mikinn metnað fyrir velgengni félagsins. „Þetta er stærri klúbbur en Charl- ton, ef stærðin er mæld í peningum. Þarna er mikill uppgangur og fjársterkir eigendur virðast hafa metnað til þess að gera liðið heima- kært í úrvalsdeildinni. Áhorfendur liðsins eru með þeim bestu á Eng- landi, eru ástríðufullir og tryggir sínu liði, sama hvernig gengur. Þá er einnig stefnt á byggingu nýs vallar og æfingasvæðis og allt hugarfar í kringum klúbbinn virðist vera mjög jákvætt,“ segir Hermann sem hefur ekki enn fundið sér nýtt heimili. „Nei, en það er allt að koma. Maður var orðinn nokkuð rótgróinn í Charl- ton eftir fjögur ár og ég neita því MAÐURINN Hermann Hreiðarsson er 32 ára Hann hefur spilað samtals 336 úrvalsdeildarleiki í Englandi Þar hefur hann skorað 14 mörk ekki að það er svolítill fiðringur í maganum við að flytja, en ég þarf auðvitað að sanna mig fyrir nýjum þjálfurum, leikmönnum og áhorf- endum. Annars hlakka ég bara mikið til að byrja að æfa þarna á þriðjudaginn. Þar hitti ég fyrir Djimi Traore sem var hjá okkur í Charlton, en annars verða þetta allt ný andlit sem ég kynnist,“ segir Her- mann sem veit alveg hvað hann vill gera eftir að ferlinum lýkur. „Ég er 33 ára og með tveggja ára samning við Portsmouth og vona því að ég sé ekki á neinni heimleið í bráð. Ég hef mikinn áhuga á að fara út í þjálfun þegar ferlinum lýkur, en það er alltof snemmt að fara að spá eitt- hvað meira í það. Þessi bransi er óút- reiknanlegur og það getur allt gerst. Maður veit aldrei hvert leiðin liggur,“ segir Hermann sem þarf varla að ör- vænta, enda liðtækur golfari. „Æi, ég veit það nú ekki. Forgjöfin er nú ekkert til að hrópa húrra yfir. Maður getur druslast einn og einn hring, en svo koma stundum nokkrir hræðilegir inn á milli. Ætli ég sé ekki með svona 15-16 eða 17-18 í forgjöf." GoÍfklæðnaður Hermanns hefur ekki vakið síðri athygli heldur en hlaup hans úr vörninni upp vinstri kantinn. „Við eigum það til að klæða okkur upp á eins og enskir hefðarmenn. Með sokka upp að hnjám og allt það. Mér fannst þetta líka bara svo helvíti flott föt að ég ákvað að kýla á þetta,“ sagði Hermann að lokum. .-—/ Canon eos 4ood með 18-55mm linsu 10,1 milljón pixla 2,5" skjár Níu punkta fókus Digic II örgjörvi 3 rammar á sek. allt að 27 rammar í burst Picture style - mismunandi litir og áhrif Hugbúnaður til RAW vinnslu í tölvu Video out Vegur aðeins 510 grömm Val á yfir 60 linsum við vél IHa\sFeteme\ Su doku 4 7 5 2 6 9 1 7 5 2 6 9 5 1 7 9 8 6 9 3 1 8 4 2 6 9 4 3 7 6 4 3 1 2 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Drífa sig! Hún kemur heim eftirtíu mínútur. 8-31 © LauflhingStock International Incydist by Umted Media. 2004 HERMflN eftir Jim Unger

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.