blaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 blaöið FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Það er ekki síst undir bönkunum komið að skilja skilaboðin og að þetta hafi áhrif til að lækka stýrivextina. Dönsk bruggverksmiðja Danska fyrirtækið Gourmetbryggeriet (Sælkeraölgerðin), sem er skráð í kauphöllinni First North, hefur gert samning um að afhenda ölgerð Ölvis á íslandi verksmiðju til framleiðslu á úrvalsmiði. Hálffimm fréttir Kaupþings segja að verksmiðjan eigi að framleiða 1750 lítra við hverja bruggun og er þess vænst að hún verði opnuð í ársbyrjun 2008. Nýskráningar dragast saman Nýskráningar bíla í janúar til júní 2007 voru 10.051, sem er 19,3 prósenta samdráttur frá fyrra ári, að því er kemur fram í Hag- vísum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði, til loka júní, voru nýskráningar bíla 19.997 en það er 24,7 prósenta samdráttur frá fyrra tólf mánaða tímabili. mbl.is Bankinn tilkynnir stýrivexti Seðlabanki íslands kynnir vaxtaákvörðun bankastjórnar og júlíhefti Peningamála í dag klukkan 11. Stýrivextir bankans í dag eru 13,3 prósentustig. Nam verðbólgan í júní fjórum prósent- ustigum og hefur ekki mælst jafnlág síðan í ársbyrjun 2006. Oiía ekki dýrari í 10 mánuði Verð á hráolíu hækkaði á mörk- uðum í gær og hefur ekki verið hærra í tæpt ár eða frá því í ágúst á síðasta ári. Ástæðurnar fyrir verðhækkuninni voru einkum fréttir frá Nígeríu um að uppreisn- armenn á olíuvinnslusvæðunum við ósa Nígerfljóts hefðu rænt fimm útlendingum. mbl.is Fitch hækkar stuðningseinkunn Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað stuðningseinkunn breska fjárfestingarbankans Kaupthing Singer and Friedlander úr 3 í 2. Á fréttavef Forbes segir að langtímaeinkunn bankans sé áfram A, skamm- tímaeinkunn Fi og óháð einkunn B/C. Aukin samþætting breska bankans við móðurbankann Kaupþing á íslandi er sögð skýra nýja og hækkaða stuðningseinkunn. Lækkunin skýr pólitísk skilaboð ■ Aukning fjármagns vegna hámarkslána sambærileg verði blokkaríbúðar ■ Bankarnir verða að skilja skilaboðin Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net 1 byrjun júní hafði Ibúðalána- sjóður veitt 40 lán á höfuðborgar- svæðinu á þessu ári sem ná hámarks- lánshlutfalli. Heildarfjárhæð þessara lána er 537 milljónir króna. Aukning fjármagns á fasteignalánamarkaði vegna þeirra lána sem hafa náð 90 prósentum er líklega 25 til 40 millj- ónir eða svipað og verð góðrar blokk- aríbúðar, samkvæmt upplýsingum frá íbúðalánasjóði. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá sjóðnum, segir þensluna á fasteigna- markaði ekki Ibúðalánasjóði að kenna. Hún hafi verið hafin áður en hámarkslánshlutfallið var hækkað úr 80 prósentum í 90 prósent í mars síðastliðnum. Lækkun hámarkslánshlutfalls sjóðsins úr 90 prósentum í 80 prósent nú í vikunni segir Hallur ákvörðun um táknræna aðgerð. „Þetta eru mik- ilvæg pólitísk skilaboð. Boltinn er hjá bankakerfinu og félagsmálaráðherra hefur lagt ríka áherslu á það. Til að ná árangri verða bankar og fjár- málafyrirtæki að spila með. Þenslan er ekki okkur að kenna. Það eru til skýrar tölur um það.“ Hefur ekki áhrif eitt og sér Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra leggur áherslu á að lækk- unin nú ein og sér hafi ekki áhrif nema markaðurinn skilji skilaboðin. „Eitt og sér hefur þetta ekki áhrif ef markaðurinn sem spilar stóra rullu tekur ekki þátt. Það er ekki síst undir bönkunum komið að skilja skila- boðin og að þetta hafi áhrif til að lækka stýrivextina." Hallur bendir á að lækkun úr 90 prósenta lánshlutfalli Ibúðalánasjóðs í 80 prósent í fyrrasumar hafi haft lítil áhrif á útlán á höfuðborgarsvæð- inu. Útlán þar hafi aukist verulega á haustmánuðum á meðan dregið hafi úr útlánum á landsbyggðinni. Hann bendir jafnframt á að hækkun úr 80 prósentum í 90 pró- sent í mars síðastliðnum hafi ekki haft mikil áhrif á lánveitingar á höfuðborgarsvæðinu vegna tak- MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfavlðskipti með skráð bréf hjá 0MX á íslandi, 4. júlí 2007 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX voru með bréf Glitnis, fyrir 6,5 millj- arða króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Landsbankans, eða fyrir 4,2 milljarða. Wðskiptí í krónum ATH. = Athugunarlisti Félög i úrvalsvlsitölu ♦ Actavis Group hf. A Atorka Group hf. Viðskipta- verð 89,60 8,63 Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi breyting viðsk.verðs viðskipta 0,00% 4.7.2007 34 0,82% 4.7.2007 7 Heildar- viðskipti dagsins 345.095.662 73.384.833 Tilboð í lok dags: Kaup Sala 89,60 89,60 8,63 8,65 a Bakkavör Group hf. * Existahf. 69,50 35,90 0,58% 3,61% 4.7.2007 4.7.2007 35 53 1.011.565.737 1.031.740.826 69,30 35,80 69,80 36,05 • Mesta hækkunin var á bréfum Alfesca, 3,96%. Bréf Exista hækk- aðu næstmest, eða um 3,61%. a FLGrouphf. ♦ Glitnir banki hf. ▲ Hf. Eimskipafólag íslands 30,05 28,90 40,10 0,50% 0,00% 0,25% 4.7.2007 4.7.2007 4.7.2007 18 65 12 169.297.003 6.536.910.489 29.358.842 29,80 28,85 39,90 30,05 28,90 40,15 a lcelandair Group hf. a Kaupþing banki hf. 28,95 1190,00 3,21% 2,85% 4.7.2007 4.7.2007 12 118 158.820.000 1.913.936.074 28,85 1188,00 29,00 1190,00 • Mesta lækkunin í gær var á a Landsbanki íslands hf. 39,20 1,42% 4.7.2007 84 4.180.907.120 39,00 39,20 bréfum Foroya Banka, 1,69%. Mosaic Fashions hf. 17,00 4.7.2007 4 17.574.000 16,65 17,30 Straumur-Buröarás Fjárf.b. hf. 22,20 4.7.2007 92 2.582.558.421 22,20 22,25 • Úrvalsvísitalan hækkaði um ♦ Teymi hf. 5,25 0,00% 4.7.2007 5 3.092.250 5,23 5,25 ♦ össurhf. 106,50 0,00% 4.7.2007 6 2,056.905 106,50 107,50 heil 1,59% og stóð í 8.541 stigum í lok dags. Þetta er í fyrsta sinn Önnur bréf á Aðallista ♦ 365 hf. 3,45 0,00% 4.7.2007 2 489.897 3,40 3,45 a Alfescahf. ▼ Atlantic Petroleum P/F ♦ Flaga Group hf. 5,78 1066,00 1,90 3,96% ■1,30% 0,00% 4.7.2007 4.7.2007 29.6.2007 5 17 12.177.469 11.259.388 5,70 1055,00 1,90 5,78 1075,00 1,92 sem úrvalsvísitalan fer yfir 8.500 stig. ▼ Foroya Bank 233,00 -1,69% 4.7.2007 11 13.716.067 232,00 235,00 ♦ lcelandic Group hf. 6,40 0,00% 4.7.2007 1 3.200.000 6,35 6,44 • fslenska krónan veiktist um A Marelhf. 86,00 1,18% 4.7.2007 16 63.008.464 85,90 86,40 ♦ Nýherjihf. 19,20 0,00% 21.6.2007 - - 19,80 0,18% í gær. ♦ Tryggingamiöstööin hf. 39,30 0,00% 20.6.2007 - - 39,30 39,65 ♦ Vinnslustööin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007 - - • Samnorræna OMX40-vísitalan First North á íslandi ♦ Century Aluminium Co. 3470,00 0,00% 3.7.2007 - - 3460,00 3480,00 hækkaði um 0,63% í gær, FTSE- vísitalan í Bretlandi um 0,5% og ♦ HBGrandihf. 12,00 0,00% 2.7.2007 - - ♦ Hampiðianhf. 7,00 0,00% 20.6.2007 - - 7,70 Nikkei-vísitalan í Japan um 1,3%. Hámarkslán íbúðalánasjóðs er 18 milljónir Stærstur hluti þess húsnæðis sem selst hefur að und- anförnu er dýrara húsnæði. ÍBÚÐALÁN ► Hámarkslánshlutfall íbúða- lánasjóðs var hækkað úr 80 prósentum í 90 prósent í mars. Það hefur nú verið lækkað aftur niður í 80 prósent. Hámarkslán er 18 milljónir króna. ► Heildarútlán íbúðalána- sjóðs voru 9,3 milljarðar krónar í febrúar og mars. Lán bankakerfisins til heim- ilanna í erlendri mynt jukust um 25,9 milljarða í febrúar og mars. Á sama tíma voru lán bankanna með veði í íbúðarhúsnæði 8 milljarðar í íslenskum krónum. markana við brunabótamat. „Á höf- uðborgarsvæðinu er fasteignaverð miklu hærra en brunabótamat en úti á landi er fasteignaverð lægra en brunabótamatið. Þar að auki er hámarkslán íbúðalánasjóðs aðeins 18 milljónir og stærstur hluti af því húsnæði sem selst hefur að undan- förnu er miklu dýrara húsnæði. Lán íbúðalánasjóðs hafa ekki dugað til fjármögnunar á því.“ Hækkunin úr 80 prósentum í 90 í mars hafði hins vegar talsverð áhrif úti á landsbyggðinni. „Það heyrir nánast til undantekn- inga efviðskiptavinir Ibúðalánasjóðs á höfuðborgarsvæðinu fá lán fyrir 90 prósentum af verði íbúðar vegna þess að brunabótamatið takmarkar lánsfjárhæðina. Hjá bönkunum eru engar slíkar takmarkanir og ekki heldur á hámark lánsfjárhæðar,“ leggur Hallur áherslu á. Félagslegur þáttur efldur Yfirvöld hafa ákveðið að efla félagslegan þátt húsnæðislánakerf- isins auk þess sem skilin milli al- mennra og félagslegra lánveitinga eiga að verða skýrari. Jóhanna segir félagslegar lausnir í húsnæðis- málum í raun hafa skort um langt skeið. „Fólkið sem verst er statt hefur ekki getað nýtt sér 90 pró- senta lán. Hagur þess er að ná niður verðbólgunni sem fasteignaverðið hefur verið að keyra upp. Síðan verður farið út í hliðaraðgerðir. Við erum að hugsa um þá sem eru innan skilgreindra eigna- og tekjumarka, ekki síst fyrstu íbúðarkaupendur sem eiga mjög erfitt á markaðnum nú. Við erum einnig að hugsa um langan biðlista á leigumarkaði.“ Félagsmálaráðherra mun skipa nefnd á næstu dögum sem vinna á að verkefninu og verður frumvarp um það lagt fram á komandi þingi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.