blaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 22
30 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 blaöiö ÍÞRÓTTIR ihrottir@bladid.net Við Þórður vorum saman á Landsmótinu á Eiðum 1968 og það er í minningunni síðasta sveitalandsmótið. Þau eru liðin tíð. SKEYTIN INN Ivar Ingimars- son hefur fram- lengt samning sinn hjá Reading tilársins20io.fvar átti stóran þátt í velgengni Reading í vetur, sem náði áttunda sæti á sínu fyrsta ári í ensku úrvaldseildinni. Var hann valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum félagsins. Tveir aðrir leikmenn endurnýjuðu einnig samninga sína við félagið, þeir James Harper og Shane Long. ganefnd KSÍ kom saman í íyrradag og úrskurðaði 18 leikmenn úr meistaraflokki í leikbann. Einungis tveir úrvalsdeildarleikmenn, Gunn- laugur Jónsson og Guðmundur Pétursson, voru úrskurðaðir í bann og koma þeir báðir úr KR. Þá var Þróttur sektaður um 20 þúsund krónur vegna þriggja brottvísana í leiknum gegn Fjölni á dögunum. Amljótur Ástvaldsson fékk tveggja leikja bann og Jón Ragnar Jónsson eins leiks bann, sem og Þorsteinn Halldórsson, aðstoðarþjálfari liðsins. Mi ■ iðjumaður- inn Nigel .Reo-Co- ker er á leið frá WestHamtilAston Villa. West Ham keypti leikmann- inn frá Wimbledon fyrir hálfa milljón punda árið 2004, en tahð er að Aston Vflla þurfi að punga út nærri 10 milljónum punda að þessu sinni. Aðdáendur West Ham kenndu Reo-Coker að miklu leyti um slakt gengi liðsins á síðustu leiktíð, eftir að hafa verið einn besti leikmaður liðsins árið á undan. f hans stað ætlar West Ham að freista þess að krækja í landsliðsfyrirhða Ghana, Shephan Appiah, sem leikur með Fenerbache í Tyrklandi. TeddyShering- ham er ekki dauðurúr öhum æðum þótt hann sé orðinn 41 árs. Hann skrifaði í gær undir samning við 1. deildarhð Colchester United þar sem hann mun sjá um þjálfun auk þess að leika í fremstu víglfnu. Samningur Sheringhams við West Ham rann út í vor, en hann lék áður með Tottenham og Manchester Utd. Hann hefur leikið 715 leiki fyrir sjö félög og skorað í þeim 273 mörk. Rík hefð í þjóðarsálinni 25. Landsmót UMFÍ verður sett í dag og er búist við metfjölda Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net LANDSMÓT UMFÍ Það hefur verið handagangur í öskjunni í Kópavogi undanfarna daga og vikur þar sem 25. Landsmót Ungmennafélags íslands verður haldið um hefgipa. Á milli 4-6 þús- und manns tak^ratt í mótinu og bú- ist er við á fjórða fug þúsunda gesta. Keppni hefst í dag, en mótið verður formlega sett í kvöld klukkan 20. Landsmótið í ár er gríðarlega umfangsmikið og hefur undirbún- ingur staðið yfir í fjögur ár, að sögn Björns Hermannssonar, fram- kvæmdastjóra mótsins. „Það er stað- setningin sem gerir það að verkum hversu stórt í sniðum mótið er í ár. Það þarf að standa mjög vel að svona móti þegar það er haldið á höf- uðborgarsvæðinu," segir Björn sem staðið hefur í ströngu við undirbún- ing siðustu mánuði. Auk átta starfsmanna sjá 500 sjálf- boðaliðar um að allt gangi smurt fyrir sig meðan á mótinu stendur, enda að mörgu að hyggja. Björn er Landsmót UMFÍ erfjölmenn- asta íþróttamót landsins. ► Fyrsta Landsmótið var haldið á Akureyri árið 1909. Landsmótið í Kópavogi er það 25. í röðinni. ► Árið 1965 mættu 25 þúsund manns á Landsmótið á Laugarvatni og stendur það met enn. Vonast er til að metið falli í ár. sérlega ánægður með umgjörð móts- ins og segir að aðstaðan í Kópavogi sé sú besta sem boðið hafi verið upp á til þessa. Björn segir Landsmótinu í ár vera skipt í þrjá hluta. í fyrsta Iagi er það keppnin á milli ungmennafélag- anna, í öðru lagi fagnar UMFÍ100 ára afmæli sínu í ár og svo stendur Kópavogsbær fyrir fjölskylduhátíð í tengslum við mótið. Keppt verður í 18 greinum auk þess sem almenn- ingi stendur til boða að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum, svo sem í tennis, strandblaki, götuhlaupi og frisbígolfi. Einnig er keppt í spar- kvallarbolta þar sem sigurlaunin eru utanlandsferð fyrir allt liðið. Metþátttaka er einnig í íþróttum eldri ungmennafélaga þar sem kepp- endur 50 ára og eldri etja kappi. Þar verður meðal annars keppt í boccia, línudansi og golfi. Auk hefðbundinna keppnisgreina er einnig keppt í starfsgreinum, en þær njóta alltaf mikilla vinsælda. Þar fá keppendur tækifæri til að sýna hæfileika sína í pönnuköku- bakstri, jurtagreiningu, gróður- setningu, dráttarvélarakstri og í að leggja á borð. Þrátt fyrir að ungmennafélögin séu ekki jafanáberandi og hér áður fyrr, segir Björn að sérstök stemn- ing ríki á hverju Landsmóti. „Upp- haflega riðu menn á hestum milli héraða til að hittast og etja kappi hver við annan. Nú hefur það aðeins breyst, en það er enn rík hefð í þjóð- arsálinni fyrir þessum mótum.“ Á Landsmóti í 42 ár Sveitalands- mótin liðin tíð Það eru fáir sem þekkja Landsmótin jafnvel og þeir Magnús Jakobsson og Þórður Guðmundsson. Magnús hefur sótt hvert einasta Landsmót síðan á Akureyri 1955 og er mótið í ár það 17. i röðinni. Þórður hefur sótt þau öll frá því á Laugarvatni 1965. Þeir taka báðir virkan þátt um helg- ina. Þórður er varaformaður Landsmótsnefndar og Magnús er sérgreinastjóri í frjálsum íþróttum. Þeir félagar segja alltaf jafn gaman að koma á Landsmót, enda sé stemningin engu lík. Þeir eru sammála um að umgjörðin i kringum mótin hafi breyst mikið á undan- förnum árum. „Við Þórður vorum saman á Landsmótinu á Eiðum 1968 og það er í minn- ingunni síðasta sveitalands- mótið. Þau eru liðin tíð nema þá mótið á Laugarvatni fyrir þrettán árum. Síðan þá hefur þetta færst inn í kaupstaðina. Tjaldbúðastemningin verður öðruvísi á þeim mótum, enda eru mótin orðin svo stór í sniðum að það er ekki fyrir dreifbýlissveitarfélag að halda þetta,“ segir Magnús sem keppti síðast í stangarstökki árið 1971. Þórður bendir á að mörg ung- mennafélaganna sem voru í fremstu röð hér áður fyrr séu að lognast út af. Nefnir hann Húnvetninga, Úf A og félögin af Vestfjörðum í því samhengi. „Ég veit ekki hvort íþróttalífið er að lognast út af á þessum stöðum. Svo getur líka verið að íþróttafólk sem sækir skóla hér fyrir sunnan keppi með félögunum hér á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Þórður sem þótti liðtækur hlaupari á árum áður. SJALFSKIPJUR SWIFT 4ra þrepa alvöru sjálfskipting, 1.5 L, 101 hestafla vél, búnaður og aksturseiginleikar í sérflokki. Komdu í reynsluakstur upplifunin verður ánægjuleg. Verð frá 1.779 þús. 19.834 á mánuði* Kíktu á suzukibilar.is SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunní 17. Sími 568 5100. 'MBai viö SOýG útbotnun oa bilasamning Glitnis tiS aítnánaða, 59% isLSO .b orlend mvnt. Leggja lokahönd á imdirbúning Landsmóts Unnið dag og nótt

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.