blaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007
blaðió
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árogdagurehf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Merkingarleysið
í malbikinu
Blaðið hefur undanfarna daga birt, lesendum sínum til glöggvunar, kort
af fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum í Reykjavík í sumar. Þessar
upplýsingar eru annars ekki birtar opinberlega á vegum borgarinnar, þrátt
fyrir að malbikunarframkvæmdir valdi iðulega mikilli röskun á umferð-
inni. Var þó varla á umferðarhnútana í höfuðborginni bætandi.
í Blaðinu í fyrradag kom fram að engin áætlun er til um það hvenær til-
teknar götur verði malbikaðar. Það ræðst af veðri, sem er út af fyrir sig skilj-
anlegt. Verktakar á vegum borgarinnar ákveða að kvöldi hvaða götur skuli
malbika daginn eftir. Ef horfur eru á löngum blíðviðriskafla malbika menn
langa götu; ef veðurspáin er tvísýn velja þeir stutta götu.
í Blaðinu í gær gagnrýnir Runólfur Olafsson, framkvæmdastjóri Félags
íslenzkra bifreiðaeigenda, verklagið hjá borginni og verktökum hennar harð-
lega. Hann segir að merkingar við malbikunarframkvæmdir þverbrjóti
allar reglur og séu í algjöru lágmarki miðað við það sem gerist í nágranna-
löndunum. „Hér er lenska að ökumaður sé kominn alveg að framkvæmda-
svæði þegar hann verður merkinga var, meðan í nágrannalöndunum eru
merkingar yfirleitt staðsettar þannig að menn vita af framkvæmdasvæði
löngu áður en komið er að því,“ segir Runólfur.
Hann gagnrýnir líka að fólk sé ekki látið vita af framkvæmdum í tæka
tíð. Hann bendir réttilega á að verktökum hljóti að vera í lófa lagið, jafnvel
þótt ekki sé ákveðið nákvæmlega hvenær gata verður malbikuð, að setja upp
merkingar með einhverra daga fyrirvara og benda á hjáleiðir.
Út af fyrir sig þarf engan sérfræðing til að segja fólki að þessi mál séu í
ólagi. Ökumenn upplifa nánast daglega, sérstaklega yfir sumarið, að götum
er lokað fyrirvaralaust og án þess að fólk sé varað við í tíma.
Af hverju er ekki hægt að koma þessum málum í lag? Af hverju virðist
íslenzkum verktökum fyrirmunað að standa rétt að merkingum við fram-
kvæmdir fyrst verktökum í útlöndum tekst það? Skortur á merkingum við
gatnaframkvæmdir eykur bæði á umferðarteppurnar og veldur slysahættu.
I fyrra varð banaslys á vegarkafla, þar sem merkingum við framkvæmdir
var augljóslega ábótavant. Þurfa að verða fleiri slys áður en Vegagerðin, sveit-
arfélög, lögreglan og aðrir, sem eiga að hafa eftirlit með merkingum, sjá til
þess að reglunum sé framfylgt?
Stundum er eins og skipulags- og agaleysið, sem þetta vinnulag við gatna-
framkvæmdir ber aðallega vitni um, sé nauðsynlegur þáttur í þjóðarkarakt-
ernum. En getur fólk ekki orðið sammála um að þessir eiginleikar Islend-
inga fái að njóta sín á sviðum, þar sem þeir trufla hvorki umferðina né leggja
fólk í lífshættu?
Ólafur Þ. Stephensen
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hluthafafundur
Fasteignafélagsins Stoöa hf.
Hluthafafundur Fasteignafélagsins Stoða hf. verður haldinn
fímmtudaginn 12. júli nk.
Reykjavík, sal G. Fundurinn hefst kl. 17.0CS Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2,
Dagskrá:
1. Breyting á samþykktum félagsins: Tillaga um að veita stjórnfélagsins heimild til
að hækka hlutafé félagsins með útgáfunýrra hluta, um allt aö fjárhæö
4.000.000.000 kr. aðnafnviröi til að mæta greiöslum til þeirra hluthafa KEOPSA/S
sem taka yfirtökutilboöi félagsins og óska eftir greiðslufyrir hlut sinn með hlutum
í Fasteignafélaginu Stoöum.Munu áskrifendur greiöa fyrir hlutina meö hlutum
sinum ÍKEOPS A/S. I tillogunni felst aö hluthafar falli fráforgangsrétti sinum til
áskriftar að hinu nýja hlutafé. Skalheimild þessi gilda fram til næsta aðalfundar
félagsins enfalla þá niður að því leyti sem hún hefur ekki verið nýtt. Skalstjórn
félagsins einnig veitt heimild til að framkvæma þærbreytingar á samþykktum
félagsins sem þarf vegna heimildarþessarar og hækkunar.
2. Breyting á samþykktum félagins: Tillaga um aö veita stjórnfélagsins heimild til
að hækka hlutafé félagsins með útgáfunýrra hluta, um allt að fjárhæð
250.000.000 kr. að nafnviröitil að mæta greiðslum við frekari fjárfestingar og til
aðmæta kaupréttarsamningum. í tillögunni felst að hluthafarfalli frá forgangsrétti
sinum til áskriftar að hinu nýjahlutafé. Skal heimild þessi gilda fram til næsta
aðalfundarfélagsins, en falla þá niður að þvi leyti sem hún hefur ekkiverið nýtt.
Skal stjórn félagsins einnig veitt heímild til aðframkvæma þær breytingar á
samþykktum félagsins semþarf vegna heimiidar þessarar og hækkunar.
3. Kosning stjórnar og varastjórnar.
4. Önnur mál.
Framangreindar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins til
frekari kynningar fyrir hluthafa.
FASTEIGNAFÉLAGIÐ
STOÐIR HF.
Krinjtlunni 4-12 • IS 103 Rcykjavíl. . keljiul
Sími/Tel. 4- 354 575 9000 • Fax ♦ 354 575 9001
GtElK H.
MérVÆCi tíAPG 1 K'P/K
RÍ^iSSTJÓR^ATÍ í5LANl>£
SICFÍI&
•v l V4 « ---
/IFLAHElMJtM
ÓKtY...
TLflTEyRl tæR
UviFFttMR.TFpPl/M W
K.ítNóLUMýRRflBWI/f
'ISffFJáRí't/IL PtK.
HLÍMM MeÍ ÖLUl
StT?ÆTóphx!1INií. x
poLUNfo rV/r:t®1
Svifiúk;^ pv
ÖS HÓLWAV5K
F/FR MýU§TAPti lt>
li?tahá§k?ia
Forvarnir í grasrótinni
Forvarnir snúast í stuttu máli
um að undirbúa börn og unglinga
þannig fyrir lífið að þau lendi ekki
í ógöngum sem hægt er að forð-
ast. Tækifærin sem fólk stendur
frammi fyrir í lífinu eru óteljandi,
en frelsið til að velja getur flækt
lífið fyrir mörgum og þar þarf
ekki ungar og óharðnaðar sálir til.
Leiðirnar út af beinu brautinni
eru ansi margar.
Til þess að vel megi takast
til í forvörnum, þurfa allir að
leggjast á eitt; heilbrigðiskerfið,
skólakerfið, þeir sem stunda
rannsóknir, frjáls félagasamtök
og fjölskyldur. Ábyrgð foreldra á
börnum sínum hlýtur að vega þar
þyngst, hlutverk fjölskyldna má
ekki færast yfir á aðra aðila í skjóli
þess að utanaðkomandi fagaðilar
séu best til þess fallnir að vinna í
forvörnunum. Með fullri virðingu
fyrir slíkum sérfræðingum má
hið mikilvæga hlutverk foreldra
og annarra í grasrótinni ekki falla
í skuggann.
Það eru forvarnir þegar við
foreldrarnir fylgjumst með ung-
viðinu okkar af hliðarlínunni
við íþrótta- eða tómstundaiðkun,
hvetjum þau til dáða, kynnumst
þeim við nýjar aðstæður, áttum
okkur á því hvernig þau bregðast
við aðstæðum sem við sjáum þau
ekki í annars og lærum að hvetja
þau til dáða við slíkar aðstæður.
Það eru líka forvarnir þegar við
kennum börnum og unglingum að
setja sér markmið og ýtum undir
metnað þeirra í því sem þau kjósa
að taka sér fyrir hendur. Þessi at-
riði eru auðvitað langt frá því að
vera bundin við íþrótta- eða tóm-
stundaiðkun, en margir fullorðnir
þekkja það að hafa í gegnum slíka
iðkun vanist því að nálgast lífið á
þennan hátt og búa að því alla tíð.
Einnig því að bera virðingu fyrir
öðrum, taka nauðsynlegt tillit
til annarra og almennt að vinna
saman í hóp. Þetta eru forvarnir.
Fyrir utan almenn jákvæð áhrif
Hanna Katrín Friðriksson
iþrótta á líkama og sál, er ómetan-
legt fyrir börn og foreldra að upp-
lifa þau góðu tengsl við aðrar fjöl-
skyldur sem myndast í kringum
íþróttaiðkun ungviðisins. Þar
skiptir reyndar minnstu hvaða
íþróttagrein eða tómstundir um
ræðir, en tengslin sem myndast á
þennan hátt þar sem foreldrum
gefst kostur á kynnast vinum
barna sinna og foreldrum þeirra
og börnum gefst að sama skapi
kostur á að kynnast foreldrum
vina sinna - þau eru ómetanleg.
Þarna hefjast forvarnirnar í raun.
Síðastliðið haust var haldinn
forvarnardagur í öllum grunn-
skólum á landinu að frumkvæði
forseta íslands. Unglingar í öllum
9. bekkjum komu þar á framfæri
skoðunum sinum á því hvernig for-
vörnum væri best háttað.
Tilvitnanir í unglingana sýna
svo ekki verður um villst hve
þáttur foreldra og fjölskyldulífs al-
mennt er mikilvægur í forvarnar-
starfinu: „Vinna minna og tala við
börnin sín.” „Kaupa minna hús, þá
þurfa foreldrar ekki að vinna eins
mikið og allir eru meira saman.”
„Ekki endalausar ræður, heldur
venjuleg samtöl.”
Mikilvægi vettvangsstarfs er
aldrei ofmetið í tengslum við
forvarnir. Forvarnarstarf verður
aldrei unnið eingöngu ofan frá,
heldur þarf frumkvæði félagasam-
taka að fá að blómstra í nánu sam-
bandi við foreldra. Sérfræðingar
eru auðvitað nauðsynlegir til að
styðja við starfið og sjá um rann-
sóknir, mat og eftirfylgni í krafti
sérþekkingar sinnar og reynslu,
en það má ekki gerast að málum
sé þannig fyrir komið að sérfræð-
ingsskipulagið virki hamlandi á
forvarnarstarf og drepi niður það
frumkvæði og þann kraft sem
grasrótin gefur. Slíkt fyrirkomu-
lag virðist líka til þess fallið að
draga úr aðkomu þeirra sem mesta
ábyrgð bera, foreldranna.
Höfundur er aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra
KLIPPT 0G SK0RIÐ
Gissur Sig-
urðsson,
fréttamaður
á fréttastofu
Stöðvar 2 og Bylgj-
unnar, virtist ekki
par ánægður með
Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra í viðtali við þau Bítisfólk
í gærmorgun. Þau voru að fara
yfir fréttayfirlitið klukkan hálfníu.
Hann gagnrýndi Jóhönnu fyrir að
lækka lánshlutfall Ibúðalánasjóðs
úr níutíu prósentum í áttatíu þegar
hún hefði sjálf mótmælt þeirri að-
gerð árinu á undan og svo hækkun-
inni er Magnús Stefánsson hækkaði
lánshlutfallið rétt fýrir kosningar.
Gissur fylgdi orðum sínum eftir
með frétt um viðsnúning Jóhönnu
í hádegisfréttatímanum, þeirri
fyrstu í röðinni þann daginn.
][ óhanna ritaði á
| heimasíðu sína
29. júní í fyrra:
innulaus áróður
bankanna sl. 2-3
ár gegn íbúðalána-
sjóði er að bera ár-
angur. Það staðfesta svokallaðar
efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar-
innar. Það er reyndar með ólík-
indum að ríkisstjórnin telji það
mikilvægt til að slá á verðbólguna
að lækka lánshlutfall úr 90% í
80% og lækka hámarkslánin um 1
milljón. Bankarnir eru þeir einu
sem græða á þessari aðgerð, enda
trúi ég því að bankastjórar og
eigendur bankanna hafi opnað
kampavínsflösku og tekið bakföll
af hlátri yfir því hvernig þeir eru
búnir að plata stjórnvöld og hafa
að fíflum.“
En er bönk-
unum
skemmt?
„Við fögnum þessu,“
sagði Guðjón
Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sam-
taka fjármálafyrirtækja, við RÚV
í hádegisfréttum í gær. „Þetta er
jákvætt skref og nýr tónn í mál-
efnum sjóðsins. Það er ljóst að það
hefur verið alveg nauðsynlegt að
reyna með einhverjum hætti að
stuðla að efnahagslegu jafnvægi
hér á íslandi. Stjórnvöld eru að
senda ákveðin skilaboð." Hvers
banka sé svo að ákveða hvaða
vexti húsnæðislánin þeirra eigi
að bera.
gag@bladid.net