blaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 27

blaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 27
blaóiö FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 35 Mel C hugsan- lega ófrjó Kryddpían Mel C hefur greint frá því að ef til vill sé hún ófrjó vegna stöðugra megrunarkúra á blómaskeiði Spice Girls. f viðtali við tímaritið Sun sagðist söng- konan hafa grennst svo mikið að hún hætti að fara á blæðingar. „Mér fannst ég þurfa að líta út á ákveðinn hátt og fór því enda- laust í líkamsræktina og æfði stöðugt," sagði sportkryddið. „Ég er ánægð með stöðu mína í dag en mig langar að verða mamma og ég myndi vilja eignast fleiri en eitt barn.“ Furöuleg megr- unaraðferð Hin 44 ára Courtney Love mun hafa brugðið á það ráð að læsa ísskápnum sínum með það fyrir augum að segja aukakílóunum stríð á hendur. Lét hún ráðskonu sína fá lykilinn að lásnum og bjó svo um hnútana að sjálf kæmist hún ekki í kræsingarnar. í viðtali við tímaritið Grazia sagðist Courtney hafa viljað grenna sig þegar hún hóf vinnslu nýrrar plötu en viðurkennir að megrunin sé vægast sagt erfið. f kjölfar þessarar vafasömu megr- unaraðferðar hefur Courtney nú misst yfir 20 kíló og ætti því að geta leyft sér að læðast í ísskáp- inn endrum og eins... Faðirinn stað- festir óléttu Faðir söngkonunnar Christinu Aguilera hefur staðfest orðróm þess efnis að söngkonan sé með barni. Slúðurtímarit hafa farið mikinn í fréttum um mögulega óléttu en ekkert hefur fengist staðfest frá aðstandendum Aguilera fyrr en nú. „Ég er mjög spenntur. Ég vil að Christina nái öllum sínum markmiðum og óska henni alls hins besta,“ sagði Fausto Aguil- era í viðtali við American Magaz- ine, aðspurður um væntanlegt barnabarn. Dauðarokk og ferðir á slysó Hljómsveitin Cannibal Corpse mætti hingað á Klakann og hélt tvenna tónleika um síðastliðna helgi. Að sögn Alex Webster, bassaleik- ara sveitarinnar, skemmtu hljóm- sveitarmeðlimir sér konunglega. Tónleikarnir heppnuðust frábær- lega að hans sögn og að auki fengu þeir að upplifa frábært veður og náttúru íslands. Á fyrri tónleikunum var 20 ára aldurstakmark og var það líklega eins gott, enda hart barist í mosh pittinum. Þá rifnaði nefið á pilti eftir að önnur manneskja datt á hann. Það er því nokkuð víst að margir hafa farið heim bláir og marðir og nokkrum tönnum fátækari. En þrátt fyrir marbletti og sár skemmtu sér flestir konunglega, enda lífsreynsla að sjá þekktustu dauðarokkshljómsveit heimsins á sviði. Upphitunarbönd fyrri tón- leikanna voru Mínus og Changer og stóðu Changer-menn sig með eindæmum vel, í rauninni áttu þeir nokkra af hápunktum kvöldsins. Cannibal Corpse semja eins og nafnið gefur til kynna ekki útvarps- væna tónlist. Nöfn flestra laganna eru svo svæsin að maður myndi ekki segja þau upphátt fyrir framan ömmu sína. Lagalisti Cannibal- manna var ágætur. Blönduðu þeir saman efni af eldri plötum og þeim nýju. En þau sem stóðu upp úr voru Staring Through the Eyes of the Dead, Make Them Suffer, Hammer Smashed Face og Stripped, Raped and Strangled. Þó saknaði maður laga á borð við Gallery of Suicide og Perverse Suffering. Að sögn Alex Webster, bassaleik- ara sveitarinnar, skemmtu hljóm- sveitarmeðlimir sér konunglega um helgina. Tónleikarnir heppnuðust frábærlega að hans sögn og að auki fengu þeir að upplifa frábært veður og náttúru lslands. Það olli þó vonbrigðum að hljóðið var frekar slæmt, þá sérstaklega vegna þess að gítarsólóin fengu ekki að njóta sín sem skyldi. En slæma hljóðið kom ekki í veg fyrir að fólk skemmti sér við að slamma og fá marbletti. elli@bladid.net Islensk orkumál og virkjanir - alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu. „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna. Goöastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóöháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Kraftverk Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn- ingssjónir - mörg hver með áhugaverða sögu sem tengist Landsvirkjun og orkumálum. Kjarval, Ásgrímur, Gunnlaugur Blöndal og fleiri. Ljósafossstöð við Sog WK Líf í Þjórsárdal Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á Sprengisand og í Veiðivötn. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit lýynnist Kárahr\júkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt feröamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal. OpiÖ 9-17 alla daga. Heimsókn í Húnaþing Kynnið ykkur orkumál og starfsemi Blöndustöðvar I starfsmannahúsi stöðvarinnar. Blöndustöð, Húnaþingi Kynnist okkur af eigin raun Heimsækið Landsvirkjun í sumar. Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000 Landsvirkjun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.