blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2007
blaóið
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarf ulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Ofbeldismenn
stuðaðir
Blaðið sagði frá því í gær að hjá embætti ríkislögreglustjóra væri nú verið
að prófa rafbyssur, sem geta sent öflugar rafbylgjur í skotmark í meira en tíu
metra fjarlægð. Páll Winkel, aðstoðarríkislögreglustjóri, sagði í frétt Blaðsins
að verið væri að skoða kosti og galla tækjanna, en þau yrðu ekki tekin í notkun
hér nema að fengnu áliti lækna.
Út af fyrir sig er sérhver slík frétt um að lögreglan hyggist taka í notkun
nýjan búnað til að verjast árásum afbrotamanna dapurlegur vitnisburður
um samfélagsþróunina. En því miður fer ofbeldi vaxandi í undirheimunum,
sérstaklega í tengslum við fíkniefnaneyzlu og -viðskipti. Lögreglan verður að
bregðast við því með einhverjum hætti.
Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna,
segir í Blaðinu í gær að hann fagni því ef samþykki fáist fyrir því að lögreglan
taki rafbyssurnar í notkun. „Þróunin hefur verið sú að glæpamenn eru betur
vopnaðir en áður var, og það þarf að endurskoða hvernig búa megi lögreglu-
menn betur undir að mæta breyttum aðstæðum,“ segir Sveinn.
Lögreglumenn verða æ oftar fyrir því að á þá er ráðizt. Stutt er síðan stórum
hundi var sigað á lögreglumenn sem höfðu afskipti af fíkniefnamáli. Vopna-
burður færist í vöxt, ekki sízt hjá fíkniefnasölum. Sérsveit ríkislögreglustjóra
er æ oftar höfð með í útköll, sem tengjast fíkniefnaglæpum, vegna gruns um
að glæpamennirnir muni reyna að verjast handtöku með ofbeldi, jafnvel með
skotvopnum.
Þróunin í ýmsum nágrannalöndum okkar hefur orðið sú, að lögreglumenn
bera skotvopn við dagleg störf. Það eru helzt Bretar, sem hafa streitzt við að láta
almenna lögregluþjóna ekki bera skotvopn, en iðulega þurfa brezk lögregluyf-
irvöld þó að senda vopnaða lögregluþjóna á vettvang og í sumum hverfum
brezkra stórborga bera lögreglumenn skotvopn á eftirlitsferðum.
Við eigum auðvitað í lengstu lög að halda í það friðsamlega, vopnlausa sam-
félag sem hinn óvopnaði lögregluþjónn er eins konar táknmynd fyrir. En það
gengur heldur ekki að láta glæpamenn vaða yfir lögregluna. Lögreglumenn
verða að geta varið sig og mega ekki óttast um öryggi sitt. Það er ein forsenda
þess að hæft fólk fáist til starfa í lögreglunni.
Ganga verður út ffá því að rafbyssurnar, sem nú eru í prófun, yrðu aðeins
notaðar í sjálfsvörn. Byssurnar hafa þann kost fram yfir kylfur og piparúða,
sem lögreglumenn bera í dag sér til varnar, að árásarmaðurinn kemst ekki í
návígi við lögregluþjóninn. Búnaðurinn á þeim, sem tekur upp hljóð og mynd
um leið og kveikt er á þeim, á að koma í veg fyrir að þær verði misnotaðar í
öðrum tilgangi.
Rafbyssurnar gætu þannig bætt öryggi lögreglumanna við erfiðar aðstæður,
án þess þó að það skref sé stigið að vopna lögregluna. Ef rétt er á haldið, stuðar
slíkt engan nema ofbeldismennina.
Ólafur Þ. Stephensen
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Snúningsdiskur
Háþrýstidælur
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
Ymsir aukahlutir
K 5.80 M Plus
■ Vinnuþrýstingur:
20-125 bör
■ Vatnsmagn:
450 Itr/klst
■ Lengd slöngu: 7,5 m
■ Stillanlegur úöi
■ Túrbóstútur + 50%
■ Sápuskammtari
K 6.80 M Plus
■ Vinnuþrýstingur: 20-135 bör
■ Vatnsmagn: 530 Itr/klst
■ Túrbóstútur + 50%
■ Lengd slöngu: 9 m
■ Sápuskammtari
■ Stillanlegur úöi
K 7.80 M Plus
■ Vinnuþrýstingur ■ Vatnsmagn: 550 Itr/klst
20-150 bör ■ Túrbóstútur + 50%
■ Stillanlegur úði ■ Lengd slöngu: 9 m
■ Sápuskammtari
K 7.85 M Plus
■ Vinnuþrýstingur:
20-150 bör
■ Vatnsmagn:
550 Itr/klst
■ Stillanlegur úöi
■ Sápuskammtari
■ Túrbóstútur + 50%
■ 12 m slönguhjól
(f-RAFVER
SKEIFAN 3E-F ■ SlMI 581-2333 ■ FAX 568-0215 • WWW.RAFVER.IS
FAKl I TÚLAN KStti
/U-LT fiv TARÍ TiL -FJflNDAMÍ,
1 Vfl rjA°G EC
Kjörkuð og ábyrg afstaða
Á föstudaginn kynnti ríkisstjórnin
þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra
að þorskkvóti verði 130 þúsund tonn.
Ákvörðunin byggði á tillögu Hafró og
er þetta í fyrsta skipti sem stjórnvöld
fara algerlega að tillögu stofnunar-
innar. Við því var að búast að ákvörð-
unin mætti blendnum viðbrögðum
og skiljanlegar eru áhyggjur þess
fólks sem byggir afkomu sína að
miklu eða öllu leyti á sjávarútvegi
og fiskvinnslu. Afstaða og ákvörðun
ríkisstjórnarinnar er hins vegar
ábyrg og tekur mið af hagsmunum
okkar til lengri tíma. I stað þess að
horfast í augu við vandann nú hefði
verið hægt að setja fingurinn í loftið,
eins og alltof oft hefur verið gert,
og slumpa á tölu sem væri einhvers-
konar þversumma af óskum útgerð-
armanna, sjómanna og Hafró. Eins
og forsvarsmenn Hafró hafa bent á
er hér um tillögu að ræða sem byggir
á mati helstu sérfræðinga og þótt
auðvitað sé aldrei hægt að fullyrða
að vísindin standist hundrað prósent
þá eru vísbendingarnar í rannsókna-
niðurstöðum á eina lund. Blikur hafa
verið á lofti um langa hríð varðandi
ástandið í sjónum og ljóst að þar eiga
sér stað breytingar sem enginn veit
til fullnustu hvaða áhrif munu hafa.
Það er þó víst að hrygningarstofninn
er orðinn of lítill og búast má við
hruni á næstu árum ef ekki er brugð-
ist við núna með þeim ráðum sem
við teljum duga til að efla stofninn í
stað þess að eiga jafnvel á hættu að
hann hverfi alveg.
Fyrir síðustu kosningar hélt Sam-
fylldngin, með formann flokksins
í fararbroddi, í fundarherferð um
landið. Á fundunum lögðum við
áherslu á að efla byggð í landinu
öllu því það væri þjóðhagslega hag-
kvæmt. Til þess að svo megi verða
þyrfti að styrkja sveitarfélögin og
hvetja til að skapa fjölbreyttari störf
til langframa og í því skyni yrði af
hálfu ríkisins lögð mest áhersla á
samgöngur, fjarskipti og mennta-
mál. Samfylkingin taldi, og telur
enn, að aukin fjölbreytni í atvinnu-
lífi og menntunartækifærum sé lífs-
nauðsyn smærri byggðarlögunum
svo íbúar þeirra verði ekki algerlega
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
háðir einum atvinnuvegi og sum-
staðar jafnvel einum vinnuveitanda.
Við núverandi aðstæður í kjölfar sam-
dráttar í aflaheimildum er hins vegar
brýnt að grípa strax til bráðaaðgerða.
Þær munu felast í átaksverkefnum
á borð við að fjölga svonefndum
störfum án staðsetningar. Ekki má
heldur gleyma því að konur eru stór
hluti fiskvinnslufólks og því er sér-
staklega hugað að atvinnuátaki sem
gagnast mun konum. Ríkisstjórnin
kynnti í gær tímasetta áætlun um
mótvægisaðgerðir þar sem m.a. er
lögð áhersla á átak í samgöngu- og
fjarskiptamálum sem lið í því að
halda jafnvægi í byggð landsins. Það
gefur auga leið að í byggðum þar
sem farsíma- og tölvusamband er
stopult og vegirnir þannig að minnir
helst á ástand íslenskra samgangna
í kringum lýðveldisstofnun er ekki
fýsilegt fyrir fyrirtæki að setja sig
niður eða fyrir einstaklinga að hefja
nýsköpun í atvinnurekstri. Þetta
verðum við að laga og það fljótt.
Átak í samgöngum
I gær kynnti samgönguráðherra
tillögur um nýja forgangsröðun
framkvæmda í vega- og samgöngu-
málum. Brýnt er að þær fram-
kvæmdir rúmist innan ramma
fjárlaga svo afleiðingin verði ekki
aukin þensla. Farið verður vandlega
yfir stöðu einstakra framkvæmda
og metið hverju megi helst flýta
sem gagnast muni byggðum sem
kvótasamdráttur kemur hart niður
á. Þannig verður að líta á fram-
kvæmdir næstu missera sem samfé-
lagslegt viðfangsefni allra kjördæma.
Nokkuð hefur verið rætt um Sunda-
braut í tengslum við flýtingu fram-
kvæmda annars staðar á landinu.
Staðan á Sundabrautarverkefninu
er sú að búið er að auglýsa tillögu að
matsáætlun umhverfisáhrifa vegna
jarðganga annars vegar og breyttrar
innri legu hins vegar. Að óbreyttu
gerir tímaáætlun ráð fyrir að hægt
verði að hefja hönnunarvinnu á
næsta ári. Ólíklegt er því að unnt
verði að nota alla þá fjóra milljarða
sem áætlaðir eru í Sundabraut á ár-
inu 2008 og þá fjármuni sem út af
standa mætti því vel nýta til vega-
mála annars staðar, einkum í byggð-
unum sem verða fyrir aflaheimilda-
skerðingum. Ákvarðanir um þessar
og fleiri aðgerðir munu líta dagsins
Ijós á næstu vikum.
Höfundur er alþingismaöur
fyrir Samfylkinguna
KLIPPT 0G SK0RIÐ
Akveðið hefur verið að flýta
vegaframkvæmdum víða
á landinu og leggja til þess
6,5 milljarða króna samkvæmt ný-
legri ákvörðun Kristjáns Möller
samgönguráðherra. Fagna flestir
þessari
ákvörðun
enda hefur
álag víðast
hvar snar-
aukist með
þungaflutn-
ingum á
landi auk þess sem ferðabílum
og hjólhýsum i eigu landsmanna
fjölgar dag frá degi. Klippari gat
aðeins yppt öxlum á Egilsstöðum
fyrir stuttu þegar nokkrir þýskir
ferðalangar, þar á meðal þrír sem
hér ferðuðust um fyrir tíu árum,
undruðust að árið 2007 væri
enn ekki lokið við að malbika
hringveginn.
Vestfirðingar taka fregnunum
senni-
lega
hvað best
enda er
ætlunin að
flýta fyrir
gerð tvennra
jarðganga á
Vestfjörðum. Annars vegar á að
byrja fyrr á Óshlíðargöngum og
hins vegar leggja drög að göngum
milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.
Hvort tveggja miklar samgöngu-
bætur þegar af verður og ekki skal
gera lítið úr því aukna öryggi veg-
farenda sem slík göng veita. Klipp-
ari varð hins
vegar hugsi
fyrir austan
land þegar
hann á ferða-
lagi sínu
ók gegnum
tvenn nýleg
göng í Fáskrúðsfirði og i Almanna-
skarði án þess að mæta einum ein-
asta bíl á svipuðum tíma og kallað
var út fleira starfsfólk til að anna
bílaröðunum við Hvalfjarðargöng
aðeins sunnar á landinu.
albert@bladid.net