blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2007 blaðið FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net 7Áhuginn frá íslenskum félögum hefur komið í bylgjum. Enn eru aðeins Hampiðjan, Grandi og Norðurál skráð á First North lceland. í fleiri félögum er þó verið að hugleiða skráningu. Strauss-Kahn til IMF Fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB hafa komið sér saman um að tilnefna franska sósíalistann Dominique Strauss-Kahn, fyrrum fjármálaráðherra Frakklands, í embætti framkvæmdastjóra Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF. Spánverjinn Rodrigo Rato tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist láta af embættinu í október næstkomandi af persónu- legum ástæðum, en hann tók við starfinu árið 2004. Hefð hefur skapast fyrir því að Evrópumaður skipi framkvæmda- stjóraembætti IMF, en Bandaríkja- maður hjá Alþjóðabankanum. af Hraðmeðferð fyrir Saga Class Farþegum Icelandair á Saga Class gefst nú kostur á að komast enn hraðar gegnum öryggiseftirlit í Leifsstöð en áður tíðkaðist. Sérstök braut hefur verið útbúin fyrir þá farþega sem eykur tals- vert á hraða, þjónustu og þægindi. Selja inn í tilboð Novators Allir framkvæmdastjórar Acta- vis Group hafa tilkynnt Novator um samþykki sitt við sölu á öllum hlutum í eigu þeirra og tengdra að- ila til Novators samkvæmt þeim tilboðsskilmálum sem fram koma í tilboði Novators. f tilkynningu segir að tilboðsverð Novators sé 1,075 evrur á hlut og eru fyrirvarar samkvæmt tilboði Novators í gildi þannig að sala hluta- bréfanna hefur ekki átt sér stað. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, á flesta hluti, eða um 25 milljónir hluta, en aðrir framkvæmdastjórar áttu allt frá einni milljón til rúm- lega sex milljóna hluta. aí Fjandsamlegt tilboð framlengt Alcoa framlengdi í gær fjandsam- legt yfirtökutilboð sitt í Alcan til 10. ágúst. Miklar vangaveltur í kringum fyrirtækin tvö að undanförnu hafa valdið mikilli hækkun á gengi þeirra. Mjög mikilvægt er fyrir Alcoa að yf- irtakan á Alcan takist. Alcoa var í ársbyrjun stærsti álframleiðandi í heimi, en nái þeir ekki yfirtökunni er hætt við því að félagið færist enn neðar í röð álrisanna og verði sjálft yfirtekið. Afkoma Alcoa á öðrum fjórðungi ársins var kynnt í fyrradag. Hagn- aður fyrirtækisins dróst saman um tæp 4 prósent á tímabilinu þrátt fyrir hækkun álverðs. Samdráttur- inn er rakinn til framleiðslutaps í tveimur verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum. ejg Kauphöll fslands First North er hliðarmarkaður við OMX Nordic Exchange, en Kauphöll Islands er hluti af OMX. —'—1— i 1 t Vinsæll markað- ur fyrir lítil félög ■ Mikill áhugi er á First North meðal sænskra félaga ■ Islensk félög hafa enn ekki sýnt markaðnum mikinn áhuga Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net First North-markaður OMX-kaup- hallarinnar er ekki nema um ársgam- all, en þegar eru skráð félög komin yfir 100. Aðeins eru þó þrjú íslensk félög skáð í First North Iceland, ís- lenska hluta markaðarins. First North er hliðarmarkaður við OMX Nordic Exchange-markaðinn og er ætlaður fyrir smá félög í vexti sem hyggja síðar á skráningu á OMX. Áhuginn kemur í bylgjum Mikill áhugi er í Skandinavíu á First North, og hafa 33 sænsk félög bæst við markaðinn það sem af er þessu ári. „Áhuginn frá íslenskum félögum hefur komið í bylgjum. Enn eru aðeins Hampiðjan, Grandi og Norðurál skráð á First North Iceland. I fleiri félögum er þó verið að hug- leiða skráningu, enda fór Kauphöllin nýlega í sérstaka herferð til að kynna First North fyrir smærri félögum,“ segir Brynjar Ólafsson hjá Kauphöll íslands, en kauphöllin er íslenski hlutinn af OMX Nordic Exchange. MARKAÐURINN í GÆR Ekki jafnströng skilyrði Brynjar segir First North-markað- inn henta mjög vel litlum og vaxandi fyrirtækjum. „Markaðurinn hentar mjög vel fyrirtækjum sem uppfylla ekki enn þær kröfur sem þarf að uppfylla áður en hægt er að skrá þau á OMX Nordic Exchange.“ OMX Nordic Exchange er skipulagður verðbréfamarkaður sem lýtur ESB- löggjöfinni og þurfa skráð félög því að uppfylla ströng skilyrði um gagn- sæi og ávöxtun. „Mun minni kröfur eru gerðar til fyrirtækja á First North, til dæmis hvað upplýsingagjöf og uppgjör varðar. Sem dæmi þurfa fyrirtæki á First North ekki að tilkynna þegar miklar breytingar verða á eignarhaldi eða atkvæðisrétti í félög- unum, eins og þarf á OMX Nordic Exchange-markaðnum." Sömu möguleikar, meiri áhætta Á heimasíðu First North kemur fram að félög sem skráð eru á markaðinn fá aðgang að stærstu uppsprettu fjármagns í Norður- Evrópu og auk þess eykur skrán- FIRST NORTH ► First North er ætlaður fyrir lítil félög sem hafa hug á skráningu á OMX Nordic Exchange síðar meir. ► Ekki þarf að uppfylla jafn ströng skilyrði fyrir skrán- ingu á First North og á OMX. W. First North er því áhættu- r meiri fyrir fjárfesta en OMX og nýtur ekki sömu laga- legu stöðu. ing á First North sýnileika félaga. Félögum á First North bjóðast því sömu möguleikar og stærri félögum sem skráð eru á OMX Nordic Exchange, en regluverkið er umfangsminna. Færri skil- yrði og umfangsminna regluverk veldur þó því að áhættan af fjár- festingum á First North er töluvert meiri en á OMX Nordic Exchange, enda nýtur markaðurinn ekki sömu lagalegu ' stöðu og skipu- lagður verðbréfamarkaður sem lýtur ESB-löggjöfinni. • Mest viðskipti í Kauphöll OMX voru með bréf Exista, fyrir 2,4 millj- arða króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Kaupþings, fyrir 2,3 milljarða. • Mesta hækkunin var á bréfum Foroya Bank, 1,72%. Bréf Össurar hækkuðu um 0,93% og bréf 365 um 0,89%. • Mesta lækkunin í gær var á bréfum FL Group, eða 1,66%. Bréf Bakkavarar lækkuðu um 1,41%. • Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,17% og stóð í 8.686 stigum. • íslenska krónan veiktist um eitt prósent í gær. • Samnorræna OMX40-vísitaIan lækkaði um 0,68% í gær. Þýska DAX-vísitalan lækkaði um 1,4% og breska EXSEjísitala um i,z%.; Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 10. júlí 2007 Viðskipti í krónum Heildar- ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjðldí viðskipti Tllboð 1 lok dags: Féiög í úrvalsvísitölu verð broyting viösk.verös viðskipta dagsins Kaup Sala ♦ Actavis Group hf. 88,80 0,00% 10.7.2007 2 1.007.880 86,00 88,80 ▼ Atorka Group hf. 8,97 ■0,33% 10.7.2007 6 207.101.375 9,01 9,02 ▼ Bakkavör Group hf. 70,40 ■0,42% 10.7.2007 27 283.018.203 69,80 70,50 ♦ Existahf. 38,35 0,00% 10.7.2007 135 2.769.599.810 38,35 38,é5 ▼ FLGrouphf. 29,70 -1,33% 10.7.2007 23 171.673.978 29,60 29,80 a Gl'itnir banki hf. 29,00 0,17% 10.7.2007 81 1.966.596.681 29,00 29,05 ▼ Hf. Eimskipafélag fslands 39,50 ■0,13% 10.7.2007 7 10.360.179 39,40 39,70 ▼ lcelandair Group hf. 30,80 ■0,96% 10.7.2007 24 187.504.209 30,75 30,90 ▼ Kaupþing banki hf. 1218,00 •0,16% 10.7.2007 141 2.443.623.762 1216,00 1220,00 ♦ Landsbanki íslands hf. 39,70 0,00% 10.7.2007 76 1.529.326.834 39,65 39,70 Mosaic Fashions hf. 17,00 10.7.2007 2 340.000 17,00 17,20 Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 22,75 10.7.2007 147 2.350.177.506 22,75 22,80 ▼ Teymi hf. 5,34 ■0,93% 10.7.2007 16 36.108.512 5,33 5,38 a össurhf. 108,50 1,40% 10.7.2007 13 26.987.759 108,00 110,00 Önnur bréf á Aðallista a 365 hf. 3,40 0,89% 10.7.2007 3 1.515.176 3,37 3,40 ♦ Alfescahf. 5,82 0,00% 10.7.2007 3 1.143.502 5,82 5,88 ▼ Atlantic Petroieum P/F 1075,00 -0,92% 10.7.2007 6 1.572.221 1070,00 1085,00 ▼ Flaga Group hf. 1,89 -0,53% 10.7.2007 1 75.600 1,89 1,91 a Foroya Bank 236,00 2,61% 10.7.2007 32 20.071.585 235,00 236,00 ▼ lcelandic Group hf. 6,35 -0,78% 10.7.2007 2 70.129 6,35 6,44 a Marel hf. 92,40 0,87% 10.7.2007 17 26.240.257 92,20 92,40 ♦ Nýherjihf. 19,20 0,00% 21.6.2007 - - 19,00 19,50 ♦ Tryggingamiðstöðin hf. 39,30 0,00% 20.6.2007 - - 39,25 39,50 ♦ Vinnslustöðin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007 - First North á Islandi ▼ Century Aluminium Co. 3597,00 -1,18% 10.7.2007 8 70.164.298 3586,00 3612,00 ♦ HBGrandihf. 12,00 0,00% 2.7.2007 - - 12,50 ♦ Hampiðjanhf. 7,00 0,00% 20.6.2007 - i.„V 6,90

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.