blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 22
30 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2007 blaðið FÓLK folk@bladid.net „Það mætti nú koma jr Guðsorðinu inn í versl- unarhallirnar, það er ekki spurning." Er Guðsorð ekki velkomið í húsi verslunar? Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson man vel það sem Jesús sagði um kaupmenn til foma og rak þá síðan öfuga út: „Hús mitt á að vera bænahús en þér hafið gjört það að ræningjabæli.“ Þessu var öfugt farið í gær þegar hópur andstæðinga stóriðju og virkjanaframkvæmda í Saving lceland-samtökunum mótmælti álfyrirtækjum og neyslumenningunni í Kringlunni í gær. Fremstur í flokki fór séra Billy, sem hæst hóf raust sína og var honum ásamt hópnum vísað úr Kringlunni fyrir vikið. HEYRST HEFUR Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og kona hans, frú Dorrit Moussaieff, borðuðu á veitingastaðnum Ítalíu í fyrra- kvöld og virtust njóta matar síns vel. Reyndar má leiða líkur að því að hjónin séu sérstakir að- dáendur ítalskrar matar- gerðar því á af- mæli » Ólafs borðuðu þau á ítalska staðnum La Primavera í Austurstræti... Eins og kunnugt er voru hávær mótmæli í Kringlunni í gær þar sem hópur meðlima i Saving Iceland mótmælti álfyr- 1 irtækjunum og neyslumenn- ingunni. Það verður að teljast örlítið kaldhæðnislegt að notast var við spreybrúsa til að búa til slagorðaborð- ana, en sprey- brúsar eru ekki aðeins úr áli, heldur gera einnig gat á ósonlagið. Einnig voru nokkrir mótmælendanna klæddir ýmsum merkjafatnaði úr búðum Kringlunnar, sem annað hvort gæti talist hluti af gjörningnum, eða, eins og allar líkur eru á, eintómur klaufa- skapur... Fyrir skemmstu greindum við frá því að Björgólfur Thor Björg- ólfsson, ríkasti maður íslands, væri að fjármagna bandaríska stórmynd. Enn er ekki vitað um nafn mynd- arinnar né umfjöllunar- efni hennar, en sam- kvæmt heim- ildum okkar i Hollywood mun blökkuleikkonan Queen Latifah fara með eitt aðalhlutverkið. í framhaldinu var tekið fram, að varla væri um Óskarsverðlauna- stykki að ræða... Blaðið/Frikki Magnús Páll Seglst hafa fallið strax fyrlr bílnum Magnús Páll Gunnarsson tekur þátt í Kópavogsslagnum í kvöld Lofar marki á móti HK Magnús Páll Gunnarsson leikur knattspyrnu með Breiðabliki í Landsbanka- deildinni. Hann hefur skorað fjögur mörk, en aðeins tvö þeirra hafa náðst á filmu. Liðið mætir erkifjendunum í HK í dag í bikarkeppninni og segist Magnús ætla að skora í leiknum. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net „Ég spái því að leikurinn fari 2-0 fyrir Breiðablik og ég ætla mér að skora að minnsta kosti eitt mark. Og til öryggis mun ég senda bróður minn á leikinn með myndbands- tökuvél, því sjónvarpið hefur náð að missa af tveimur mörkum hjá mér,“ segir Magnús, eða Maggi Palli eins og hann er kallaður. Hann segist telja niður mínúturnar fyrir leik- inn, þvílíkur sé spenningurinn. MAÐURINN |§5» Magnús er 27 ára gamall Hann er með BA í markaðs- fræði og mastersgráðu í alþjóðlegum viðskiptum og stjórnun Magnús starfar sem mark- aðs- og sölufulltrúi hjá Hive „Það myndast alltaf svo sérstök stemning á bikarleikjum. Þó svo við höfum unnið þá 3-0 síðast þá hefur það ekkert að segja nú. Svo eru HK-menn þekktir fyrir að standa sig vel í bikarleikjum og því getum við hvergi slakað á. Þá er komin ný og glæsileg stúka á völlinn sem ætti að geta rúmað alla áhorfendur. Sumir Blikar hafa reyndar rekið upp stór augu því sætin eru í rauðum HK-litum, en við leikmennirnir höfum komist að þeirri niðurstöðu að sætin séu í rauninni brún ...“ Magnús Páll byrjaði frekar seint að æfa knattspyrnu. „Ég byrjaði reyndar fyrst þegar ég var bara polli. Síðan tók ég pásu í um þrjú ár til þess að sinna skíðaíþróttinni sem ég var einnig hugfanginn af. Þegar ég var sex- tán ára ákvað ég síðan að byrja aftur í boltanum, sem telst frekar seint miðað við það sem gerist og gengur. Ég átti mér alltaf tvo drauma. Annars vegar að fara til Noregs á skíðastyrk og hins vegar að fara til Bandaríkjanna á háskóla- styrk í knattspyrnu. Ég ákvað að framfylgja fótboltadraumnum og fór til Kansas City, fyrir tilstuðlan vinahjóna foreldra minna, sem reyndust mér frábærlega.“ Magnús varð ástfanginn íBanda- ríkjunum, en ekki af gagnstæða kyninu. „Ég fékk afnot af aukabílnum á heimilinu, sem var þessi forláta rauði Mustang, árgerð 1968. Þegar ég leit hann augum í heimreiðinni var það ást við fyrstu sýn. Ég var úti í fimm ár og hjónin gáfu mér bílinn í útskriftargjöf, sem ég flutti síðan hingað heim. Það er allt upp- runalegt í honum, hver einasta skrúfa. Hann vekur gjarnan mikla eftirtekt, sér í lagi hjá útlendingum. Þeir eiga það til að hætta við mynda- tökur afHallgrímskirkju og smella einni af bílnum. Ég nota hann þó aðeins á sumrin, enda ekki beint heppilegur við íslenskar vetrarað- stæður. Eitt af skilyrðunum fyrir því að taka við honum var að halda honum innan fjölskyldunnar og því verður hann ekki seldur. En mér skilst að þessir hörðustu bíla- áhugamenn myndu punga út 2-3 milljónum fyrir slíkan grip, sem er sennilega minna en bensínkostn- aðurinn á einu ári! Hann drekkur vel og er ekki fyrsti valkostur í langferðir. Annars er vert að minn- ast á að við gáfum hjónunum úti íslenskan hest á móti bílnum og má segja að það hafi verið Mustang fyrir Mustang, eitt hestafl á móti 250.“ Hægt er að sjá hvort Magnús uppfyllir loforð sitt um marka- skorun á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld. Su doku 9 7 4 5 8 1 2 3 4 2 9 1 7 5 2 8 3 8 9 1 6 3 9 7 1 6 5 5 3 6 2 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. eftir Jim Unger IrHomatiooal IncYdtsl. by Unitoti Modia, 2004 Konan enn að læra að syngja? noaeöyJ ipnl nníov3 ai.pold.inniovz

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.