blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLI 2007 blaöiö LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@bladid.net Á Filippseyjum, svo dæmi sé tekið, kostar símtal til fs- lands 163 krónur á mínútu ef síminn er tengdur neti fyrirtækisins Digital, 375 krónur ef síminn er tengdur Smart og 470 krónur ef síminn er stilltur á kerfi Globe. Burt plastpoka Frá og með þessari viku er ekki • hægt að fá plastpoka undir vörur sem keyptar eru í 15 verslunum Ikea í Bretlandi. Ef viðskipta- vinir vilja nota plastpoka verða þeir að koma með þá sjálfir, en að öðrum kosti geta þeir keypt margnota poka í versluninni á 30 eða 15 pens eftir stærð. Um er að ræða kostnaðarverð á pok- - unum, sem teknir eru í notkun af umhverfisástæðum. Á síðasta ári ákváðu stjórnarmenn Ikea í Bretlandi að byrja að rukka fyrir plastpokana og dró þá verulega úr plastpokanotkun í verslun- unum, eða úr 32 milljónum poka á ári niður í 1,6 milljónir poka á ári og nú er, eins og fyrr segir, ekki lengur hægt að fá plastpokana. 5103737 blaöiö SMAAUGLYSINGAR Farsímanotkun erlendis Hægt aö halda kostnaöi í hófi Á ferðalögum erlendis eru neytendur oft ráðvilltir um hversu mikið GSM-notkun kostar þá, hvaða áskriftarleiðir eru hagstæðastar og hvað ber að forðast. Hægt er að stilla símreikningunum í hóf ef fyrirhyggja er sýnd og fólk hefur kynnt sér kostnaðinn fyrirfram. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Mikilvægt er að aftengja talhólfið, enda virkar það þannig að þegar ekki er svarað í símann áframsendir hann símtalið sjálfkrafa aftur til íslands í talhólfsnúmerið og kostnaðurinn fellur á þann sem hringt er i. Þannig getur ferðalangur lent í því að hringt sé í hann en hann nái ekki að svara, simtalið flyst í talhólfið og hann þarf að borga bæði fyrir að móttaka símtalið erlendis og fyrir að hringja í talhólfið heim til Islands. Annað sem vert er að hafa í huga er að ferðalangur erlendis borgar ávallt fyrir að móttaka símtöl, en kostnaðurinn við það er minni en kostnaðurinn við að hringja sjálfur til íslands. Flóknara mál Þegar kemur að því að finna ódýrustu GSM-þjónustuna erlendis vandast hins vegar málið. „Viðskiptavinir með áskriftarleiðirnar Betri leið eða Hópáskrift borga sama mínútugjald í 20 löndum í Evrópu og á íslandi, en borga auk þess 137 króna startgjald í hverjusímtaliaukþesssemþeirborga 39 krónur á mínútu fyrir móttekin símtöl,“ segir Linda Björk Waage, upplýsingafulltrúi Símans. „Annars skiptum við löndum heims upp í fimm verðsvæði og viðskiptavinir þurfa bara að vita á hvaða verðsvæði þeir eru staddir til að vita hvað þeir eru að borga fyrir símtöl, óháð því hvaða neti þeir tengjast hverju sinni.“ Vodafonebýður tvær mismunandi þjónustuleiðir sem ætlað er að lækka símreikninga erlendis, en þær eru Vodafone World og Vodafone Passport. Passport virkar á svipaðan hátt og áðurnefnd þjónusta Símans í 18 Evrópulöndum, en í Vodafone World er löndum skipt í fimm verðsvæði og þótt mínútugjaldið sé hærra í þessari leið er ekkert upphafsgjald á móti. „En áður en farið er út þarf að skoða hvaða símfyrirtæki eru hluti af þessu og tengjast síðan handvirkt inn á kerfi þess hverju sinni, því að síminn getur tengst öðr kerfi sem við erum með samning við,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, en bætir því við að það að velja símafyrirtæki erlendis sé einföld aðgerð. Mismunandi reikisamningar Hjá viðskiptavinum Vodafone með venjulega áskrift skiptir máli að vita við hvaða fyrirtæki erlendis eru hagstæðustu samningarnir og tengjast því, enda getur munurinn verið mikill. Á Filippseyjum kostar til að mynda símtal til íslands 163 krónur á mínútu ef síminn er tengdur neti fyrirtækisins Digital, en 375 krónur á mínútu ef síminn er tengdur Smart og 470 krónur ef síminn er stilltur á kerfi Globe. Þar í landi er hægt að nota Vodafone World-þjónustuna og skiptir þá engu hvaða neti síminn tengist hverju sinni, en þó er ódýrara að vera með venjulega áskriftarleið en að stilla símann handvirkt inn á kerfi Digital, nema þegar símtal er móttekið, þá er það dýrara. Það er því ljóst að áður en haldið er utan er nauðsynlegt að kynna sér alla reikisamninga. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net FJölskylduhátíð á Blönduósi um helgína Útiskemmtun á laugardaginn þar sem fram koma Björgvin Franz Gíslason, Skoppa og Skrítla, Hara og Jógvan Hansen Söngkeppni barna og unglinga, markaðstjald, leiktæki og hestar fyrir krakkana Tónleikar með Eyfa og Jóni Ólafs fimmtudagskvöld og kvöldskemmtun með Erni Árnasyni og Óskari Péturssyni föstudagskvöld Kvöldvaka og dansleikur með í svörtum fötum í íþróttahúsinu laugardagskvöld Að auki verður fjöldi tónleika og listsýninga, knattspyrnuleikur gullaldarliðs Hvatar'87 gegn Hvöt'07, torfærukeppni og margtmargtfleira Skýrari sólarvörn Evrópusambandið samþykkti síð- asta haust ný lög um merkingar á sólarvörnum, en samkvæmt þeim er meðal annars bannað að merkja umbúðirnar með misvísandi full- yrðingum á borð við „sunblocker" og „total protection“. Þess í stað ber að merkja slíkar umbúðir frekar með lýsingum á borð við „lítil“, „miðlungs“, „mikil“ eða „mjög mikil" vörn. Lögin eru komin til fram- kvæmda og sjást slíkar merkingar á ingarherferð í gangi í álfunni um um 20 prósentum af sólarvörnum í varnir gegn sólinni og leiðbeiningar álfunni nú í sumar. Að auki er kynn- um hvernig forðast má húðbruna. Bílarnir þyngjast Bílaiðnaðurinn á við þyngdar- vandamál að stríða ef marka má úttekt sem gerð var í Viðskiptahá- skólanum í Cardiff-borg í Wales fyrir skömmu. Þetta er áhyggjuefni, enda losa þungir bílar meira af gróð- urhúsalofttegundum en léttari bílar. Bílar hafa að jafnaði þyngst um 1,5 prósent á ári undanfarin 10 ár, þrátt fyrir að þeir séu nú yfirleitt gerðir úr eðlisléttara stáli en áður. Helsta skýringin sem framleiðendur sjálfir gefa er sú að hertari öryggisreglur þýða að nú séu bílar búnir þungum öryggisbúnaði. Að sögn prófessors Garel Rhys, sér- fræðingsins sem stýrði úttektinni, er það þó einungis hluti af skýring- unni, enda séu framleiðendur einnig að bæta við alls kyns aukabúnaði til þæginda, sem þyngja bilana ekki síður en öryggisbúnaðurinn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.