blaðið - 11.07.2007, Blaðsíða 2
2
FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2007
blaóið
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra lét vinna fyrir sig skýrslu um leiðir til að lækka lyfjaverð
Tillögur um markviss skref að lægra lyfjaverði
I nóvember á síðasta ári kom út
skýrslan Hugmyndir og tillögur til
lækkunar á lyfjakostnaði sem unnin
var af sjálfstæðum aðila, Þorvaldi
Inga Jónssyni, að frumkvæði Sivjar
Friðleifsdóttur, þáverandi heilbrigð-
isráðherra. { skýrslunni eru settar
fram hugmyndir að breytingum
sem gætu bætt lyfjanotkun og
lækkað lyfjaverð en í henni kemur
fram að. Islendingar greiddu 40%
meira fyrir lyf árið 2005 en Danir og
Norðmenn þegar miðað er við meðal-
lyfjakostnað landsmanna. Það er trú
höfundar skýrslunnar að hægt sé að
minnka þennan mismun þannig að
hann verði ekki meira en 10-15 pró-
sent árið 2010.
1
Breyta þarf lyfjalöggjöfinni
þanníg að afslættir lækki bæði
lyfjakostnað sjúklings og hins
opinbera. Því verði aðeins
leyfðir afslættir vegna lyfja sem
verið er að selja hverju sinni. Þá
er lagt til að greiðsluþátttakan
miðist við lyfjaverð eftir að
búið er að taka tillit til afslátta
I apótekinu. Afslættir þurfa að
vera sýnilegri sjúklingunum og
gagnsæir.
Stjórnvöld þurfa að sjá til þess
að reglulega verði gerðar verð-
kannanir í apótekum og þær
kynntar almenningi á svipaðan
hátt og verðkannanir Alþýðu-
sambands íslands. Mánaðarlega
ætti að gefa út fréttabréf um
lyfjamál. Þar yrði meðal annars
birtur listi yfir þau 20 til 30 lyf
sem ódýrust eru í þeim lyfja-
flokkum sem kostnaðarsamastir
eru.
2
3
Koma þarf á virkri samkeppni
um verð f lyfjaverðskrá. Læknar
verða því almennt að ávísa fyrst
á ódýr reynd lyf. Bæta þarf upp-
lýsingakerfi lækna þannig að á
fljótlegan hátt sé hægt að kalla
fram góðar upplýsingar um lyfin,
ábendingu um hagstæðasta
verðið og greiðsluþátttökuna. Þá
þarf álagning í smásöiu að mið-
ast frekar við hærra fast gjald en
að prósentuálagning lækki.
Auka þarf samstarf sjúkrahúsa,
heilbrigðisstofnana og hjúkr-
unarheimila um lyfjainnkaup,
meðal annars með útboðum.
Tryggja þarf að langveikir
hafi gott aðgengi að ódýrum,
reyndum lyfjum. Þá þarf að efla
og endurmeta hlutverk stofn-
ana sem koma að stjórnsýslu
og eftirliti með lyfjum auk þess
að leita leiða til að einfalda um-
sóknir um markaðsleyfi fyrir lyf.
4
Læknirinn
hættur störfum
Þorsteinn Njálsson læknir
sagði fyrir alllöngu upp
stöðu sinni á Kárahnjúkum.
Samningur Þorsteins rennur
út um mánaðamót. „Hann
var með tímabundinn samn-
ing. Við hefðum framlengt
samninginn við hann hefði
hann viljað,“ segir Einar Rafn
Haraldsson, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðisstofnunar
Austurlands. Þorsteinn
deildi í vor við Impregilo og
Landsvirkjun vegna talna um
manna sem urðu fyrir eitrun í
aðrennslisgöngum. ibs
18 mánaða fangelsi
Dæmdur fyrir
kynferðisbrot
Karlmaður var í gær dæmdur
f átján mánaða fangelsi og til
að greiða um 800 þúsund kr. í
skaðabætur fyrir að hafa haft
samræði við konu sem ekki gat
spornað við vegna ölvunar og
svefndrunga. Idómnum segir að
konan hafi vaknað á stofudýnu í
ókunnu húsi við að hinn dæmdi
haf i haft samræði við hana og
annar maður hafi staðið við hlið
hans og fróað sér. aí
Þagði í 40 ár
■ Nafngreinir gerendur á netinu ■ Notaður til að sýna barsmíðar
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
„Sannleikurinn er sár en hann
verður að koma fram,“ segir Vfg-
lundur Þór Víglundsson en hann
var vistaður í Breiðavík árin 1966
til 1968. Hann, ásamt fleirum sem
hafa dvalið á upptökuheimilum,
skrifar á heimasíðu Breiðavíkursam-
takanna um reynslu sína af heimil-
unum. Ákvörðun var tekin um að
nafngreina alla gerendur þar og tak-
ast á við afleiðingarnar ef einhverjir
verða ósáttir við það.
„Það er auðvitað sárt fyrir afkom-
endur gerendanna að lesa slæmar
lýsingar um skyldmenni sín en þetta
er líka sárt fyrir okkur og okkar af-
komendur.“ Margir sem dvöldu á
upptökuheimilum hafa gefið sig
fram eftir opnun síðunnar í fyrra-
dag og viljað ganga í samtökin.
Víglundur var sjö ára þegar hann
var fyrst sendur í vistun vegna
erfiðra heimilisaðstæðna. Hann
segir enga óreglu hafa verið á heim-
ili sínu heldur hafi móðir hans orðið
þunglynd eftir skilnað. „Hún kynnt-
ist svo öðrum manni og hef ég á til-
finningunni að ég hafi verið fyrir.“
Þegar Víglundur var ellefu ára var
hann sendur til Breiðavíkur. „Ég
hafði náttúrlega ekki hugmynd um
hvað beið mín. Þetta var alveg allt í
lagi fyrst en svo kynntist ég mann-
vonsku af verstu gerð.“
Allan tímann í Breiðavík mátti
Vf glundur sæta miklum barsmíðum.
„Mín dvöl var algjör martröð. Þegar
ég hitti strákana aftur sem voru
með mér í Breiðavík þá voru þeir
hissa á að ég skyldi hafa lifað þetta
af og væri enn á lífi. Ég hlýt bara að
hafa verið svona sterkur.“
Þegar lfða tók að lokum dvalar
Víglundar var hann orðinn elstur
þar. Segir hann forstöðumanninn
þá hafa notað sig til þess að sýna
hinum strákunum hvað væri gert
til þess að ala fólk upp. „Hann barði
mig ekki f einrúmi heldur alltaf
fyrir framan alla. Stundum varð ég
svo bólginn að andlitið á mér var
allt afskræmt“.
Fékk viðurnefnið Villi tígull
Ein sterkasta minning Víglundar
er þegar hann gerði tilraun til að
strjúka. Var hann þá settur í glugga-
laust herbergi þar sem var kolniða-
myrkur, heitt og algjör þögn. „For-
VÍGLUNDUR
► Var vistaður á upptökuheim-
ilum með hléum frá 7 til 14
ára aldurs.
► Dvaldi á Breiðavík, Fitjum,
Keldum, Reykjahlíð og Sil-
ungapolli.
stöðumaðurinn gekk svo illa frá
mér eftir strokutilraunina að meira
að segja konan hans kom og reyndi
að stoppa hann. Hún skipti sér vana-
lega ekki afbarsmíðunum." I marga
mánuði eftir þetta var hann með
tígullaga far eftir steininn í hring
forstöðumannsins á gagnauganu og
fékk þá viðurnefnið Villi tígull.
Verðbreytingar í verslunarkeðjum
desember 2006 til maí 2007
Ótækt fyrir
neytendur
Vérslanir lækkuðu
verðið ekki nóg
„Hagstofa íslands mat það þannig
að lækkun á annars vegar virðis-
aukaskatti matvæla og hins vegar
vörugjöldum hefði átt að leiða til
lækkunar meðalmatarkörfu heimil-
isins um 8,8%,“ segir Ólafur Darri
Andrason, hagfræðingur ASÍ.
ASÍ birtir nú verðlækkanir í fimm
verslanakeðjum frá desember 2006
til maí 2007 sem voru á milli 1,6%
og 6,4%. Lækkunin var frá 4,2 til
6,7% í lágvöruverðsverslununum.
Algerlega óásættanlegt
„Niðurstöðurnar eru algerlega óá-
sættanlégar fyrir neytendur," segir
Ólafur Dárri þar sem engin verslana-
keðjanná lækkar vöruverð í takt við
útreikninga Hagstofunnar.
Samkvæmt mælingum ASÍ hafa
verslanakeðjurnar fimm hækkað
vöruverð sitt enn frekar, eða um
o,i%-o,8% frá mars til maí 2007.
„Það kemur mér verulega á óvart
að verslanir hafi hækkað verð frá
mars til maí en við áttum von á því
að sjá verðlækkanir, meðal annars
vegna þess að krónan hefur styrkst,"
segir Ólafur Darri og bætir við að
langsamlega öflugasta aðhald við
verslanir séu meðvitaðir neytendur.
bjorg@bladid.net
VEÐRIÐ í DAG
Hlýjast vestantil
Fremur hæg austlæg átt og þykknar nokkuö
upp suðvestanlands síðdegis. Hiti 6 til 20
stig, svalast á annesjum norðan- og austan-
lands, en hlýjast vestantil.
ÁMORGUN
Víða bjart
Hæg austlæg átt og víða bjart veður, en
sums staðar pokubakkar með norður- og
austurströndinni. Síðdegisskúrir sunnan-
lands. Yfirleitt hlýtt, einkum inn til landsins.
STUTT
• Gæsluvarðhald Hæstiréttur
hefur staðfest gæsluvarðhaldsúr-
skurð yfir síbrotamanni sem er
grunaður um að hafa brotist inn
í bíla og íbúð í Reykjavík í upp-
hafi júlímánaðar. Maðurinn skal
samkvæmt úrskurðinum sæta
gæsluvarðhaldi til 16. júlí. aí
• Sundabraut Skipulags-
stofnun hefur borist tillaga
Vegagerðar og Reykjavíkur-
borgar að matsáætlun vegna
mats á umhverfisáhrifum 2.
áfanga Sundabrautar. Að-
gerðirnar snerta marga og
getur almenningur lagt fram
skriflegar athugasemdir við til
löguna eða óskað eftir eintaki
hennar hjá Skipulagsstofnun
til 10. ágúst næstkomandi.
Leiðrétt
cs. Rit6tjóm Blaðsins vill léiðrétta hvaðejna,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
VIÐA UM HEIM
Algarve 27 Halifax 21 New York 29
Amsterdam 20 Hamborg 14 Nuuk 12
Ankara 36 Helsinkl 18 Orlando 27
Barcelona 25 kaupmannahöfn 18 Osló 18
Berlín 14 London 18 Palma 24
Chlcago 24 Madrid 29 París 13
lfl|ublin t m L r, M'ianö íí V 27 .. . Prag w. 1
Frankfurt 16 Montreal 20 Stokkhólmur 19
Glasgow 14 Miinchen 17 Þórshöfn 13