blaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007
blaðið
Vamarúði og krem gegn mýflugum
Hættulegri en bitið
Margar tegundir úða og annars
varnings við mýflugnabiti inni-
halda ertandi efni sem húðin tekur
upp. Þess vegna er mikilvægt að
fara eftir leiðbeiningum um notkun
þeirra. Efnin geta í sumum tilfellum
verið hættulegri en mýflugnabitið
sjálft, að því er segir í frétt norska
blaðsins Aftenposten. í fréttinni er
sérstaklega varað við því að bera
þessi efni á börn. Hjá Lyfju feng-
ust þær upplýsingar að viðvörunar-
textar væru á umbúðum um notkun
þeirra efna sem þar eru til sölu.
Hér á landi er ekki leyfð sala á
olíum og úðum og öðrum slíkum
efnum gegn mýflugnabiti sé magn
efnisins DEET yfir 30 prósent í
vörunni. DEET veldur ofnæmi og
má ekki koma nálægt augum, slím-
himnum eða sári. ibs
veidikortid.is
VBÐIKOm
*>Q
ÆZJvatnasvæöi
fyrir aðeins 5000 krónur!
Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir!
Fæst á N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
w
Hplheilsa
Bk P ÍkJSÍ hatöu þéO gott
C-IOOO
Extra sterkt,
náttúrulegt C-vltamln
meö rósaberjum, rútlni
og blóflavónlöum
60 töflur
.
Sólargeislinn í skammdeginu
heilsa
-haföu þaö gott
LÍFRÆNIR SAFAR
Fæst í heilsubúðum og helstu
matvörumörkuðum landsins
Dreifing: Yggdrasill, S 544 4270, Suðurhrauni 12b,Garöabæ
ilmÍFums
Við stækkum og
prentum myndir
á striga fyrir þig
Kynntu þér strigaprentun
í næstu verslun okkar
Bankastræti Fjöröur Kringlan Laugavegur 178 Smárallnd
Kolbrún Jónatansdóttir Framkvæmdastjóri
Bílastæðasjóðs, segir annan raunveruleika
vera í miðborginni en í úthverfunum þar sem
bílastæði þar séu oft hluti af einkalóð.
„Ekki í stríði
við íbúana"
■ Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs segir þá sem starfa í miðborg-
inni hirða stæði íbúa ■ Vandinn meiri þar sem ekki er gjaldskylda
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@bladid.net
STÖÐUBROTSGJÖLD
„Við viljum auðvitað vera í góðum
tengslum við borgarana og reynum
það eins og við getum. En okkar
fólk getur ekki gert greinarmun á
því hvaða bíll tilheyrir hverjum,“
segir Kolbrún Jónatansdóttir, fram-
kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, um
aðfinnslur íbúa í miðborginni vegna
stöðubrotsálagninga á bifreiðar
þeirra sem fjallað var um í Blaðinu í
gær. Sú úttekthefurvakiðmikilvið-
brögð og Kolbrún segist skilja vand-
ræði íbúanna. „Þetta er mikill vandi
og það er ekki akkur okkar að vera
í stríði við íbúana. Við viljum ekki
vera í stríði við neinn. En fólk sækir
mikið í miðbæinn á kvöldin til að
fara á kaffihús, í bíó eða annað slíkt.
Flest bílastæðahús okkar eru ekki
opin á kvöldin vegna þess að þau
voru ekkert nýtt. Gestir miðborgar-
innar virðist frekar vilja leggja úti á
túni en að fara inn í þau.“
► Alls voru rúmlega 25.000
stöðubrotsgjöld lögð á frá
júní 2006 til loka maí 2007
W 83% gjaldanna eru lögð á
bifreiðar í miðborginni
►
Flestar sektir eru skrifaðar
í bifreiðar sem lagt er
ólöglega við Reykjaveg eða
2.415
Kolbrún segir að þeir sem starfa
í miðborginni leiti mikið í frí stæði
þar og það bitni fyrst og fremst á íbú-
unum. „I hvert skipti sem við færum
gjaldskylduna lengra færa þessar að-
ilar sig lengra líka. Þá er auðvitað
eðlilegt að spyrja af hverju það fólk
kemur ekki til vinnu með öðrum
hætti þegar það er farið að ganga
hálfan miðbæinn til vinnu. Ég held
að vandinn sé meiri þar sem ekki
er gjaldskylda. Ibúar á Öldugötu og
Ránargötu óskuðu til dæmis eftir
því með undirskriftalistum að fá
gjaldskyld stæði í göturnar vegna
þess að þeir komust ekki heim til
sín í hádeginu eða heim með veik
börn þar sem fólk sem vinnur í mið-
bænum hafði lagt þar. Þeir segja að
ástandið hafi lagast mikið.“
Hún segir að það hafi verið reynt
að koma til móts við íbúa á svæðinu
með ýmsum hætti. „íbúakortin
þóttu til dæmis vera góð hugmynd.
Það hafa verið gefin út 2.200 slík
kort. Við þurfum bara að setjast yfir
þetta mál með framkvæmdaráði og
skoða hvað er hægt að gera. En á
meðan þetta er bundið í lögum þá
er erfitt að leyfa sumum að brjóta af
sér en öðrum ekki. Það þarf að leysa
þetta á annan hátt. Það er einfald-
lega annar raunveruleiki í miðborg-
inni en til dæmis í Grafarvogi. fbúar
þar geta lagt uppi á gangstéttum
vegna þess að bílastæði þeirra geta
verið hluti af einkalóð og þá megum
við ekki snerta bílana."
Minnihluti sveitarstjómar Ölfuss gagnrýnir vatnssamning við IWH
Á móti einkaréttarákvæði
Samningur á milli sveitarfélags-
ins Ölfuss og Icelandic Water Hold-
ing vegna átöppunarverksmiðju
að Hlíðarenda var samþykktur
á fundi sveitarstjórnar Ölfuss á
miðvikudag.
í samningi sem Ólafur Áki Ragn-
arsson bæjarstjóri skrifaði undir
þann 15. júní síðastliðinn var ákvæði
þess efnis að IWH hefði töluvert um
það að segja hvernig uppbyggingu
í nágrenni verksmiðjunnar yrði
háttað. Þegar samningurinn var
samþykktur af bæjarstjórn hafði
þessu ákvæði verið breytt þannig að
dregið var úr þessum rétti IWH.
Minnihlutinn í sveitarstjórninni
greiddi atkvæði gegn samningnum
þar sem þau telja ákvæði í samn-
ingnum sem tryggir IWH einkarétt
á öllu vatni úr landi sem væri á for-
ræði sveitarfélagsins án endurgjalds
um ókomna tíð vera vafasamt. Þá
lýstu þau einnig áhyggjum sínum af
því að ákvæði sem heimilar frestun
á fasteignasköttum í fjögur ár verð-
tryggt en vaxtalaust hefði fordæmis-
gildi gagnvart öðrum fyrirtækjum.
Ólafur Áki segir samninginn
góðan fyrir sveitarfélagið og að hann
tryggi 35 til 40 störf. „Þeir hafa bara
verið á móti þessari uppbyggingu frá
upphafi,“ sagði Ólafur Áki um and-
stöðu minnihlutans sem hann taldi
rakalausa. elias@bladid.net