blaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007
blaóió
FÉOGFRAMI
vidskipti@bladid.net
Yfirtökur og sameiningar fyrirtækja voru miklar á heimsvísu sem
gerði það að verkum að tekjur vegna verðbréfaviðskipta jukust um
45%. Það eitt og sér varð til þess að fyrirtækin Morgan Stanley, Merril
Lynch og Goldman Sachs komust í fyrsta skipti á lista Fortune.
Magnús kaupir Toyota í Danmörku
M. Kristinsson Danmark, fyrirtæki í eigu Magnúsar Kristinssonar,
eiganda Toyota á fslandi, hefur fest kaup á Krogsgaard-Jensen, stærsta
söluaðila Toyota í Danmörku. Magnús og Kresten Krogsgaard-Jensen
undirrituðu samninga þessa efnis í gær.
Krogsgaard-Jensen seldi um átta prósent af nýskráðum Toyota-bílum
í Danmörku á síðasta ári. Magnús segir meginhugmyndina með útrás
Toyota felast í því að gera það í Danmörku sem hafi gengið vel á íslandi,
en nánast fjórði hver bíll á íslandi er Toyota.
Krogsgaard-Jensen er fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti fimm útsölu-
stöðum og þjónustustöðvum á Kaupmannahafnarsvæðinu. M. Krist-
insson eignast áttatíu prósenta hlut í danska fyrirtækinu og fylgja
sýningarsalir, verkstæði og lagerar með í kaupunum. Kaupverðið er
trúnaðarmál. aí
Afkomuviðvörun
frá Motorola
Fjarskiptafyrirtækið Motorola
hefur gefið út afkomuviðvörun
þar sem fram kemur að farsíma-
deild félagsins muni ekki skila
hagnaði fyrr en í fyrsta lagi árið
2008. Telja fjármálaskýrendur
að ekki sé ósennilegt að forstjóri
Motorola, Ed Zander, verði látinn
taka pokann sinn.
í fyrradag greindi Motorola frá
því að afkoma á öðrum ársfjórð-
ungi verði verri en væntingar
voru um. Skýrist það einkum
af minni sölu á símum sem og
lélegri afkomu farsímaeiningar
Motorola í Asíu og Evrópu.
Motorola er annar stærsti síma-
framleiðandi heims. mbi.is
Sala eykst
hjá lceland
Sala bresku matvörukeðjunnar
Iceland jókst um 5,7 prósent milli
ára samkvæmt nýju uppgjöri
félagsins. Á fréttavef Scotsman
segir að salan hafi náð andvirði
190 milljarða króna. Baugur
keypti matvælafyrirtækið árið
2005.
Gamalgróin fyrirtæki
enn efst á Fortune 500
M Olíurisar græða mest ■ íslensk fyrirtæki himin og haf í burtu
■ Viðskiptabankar í sókn samkvæmt lista tímaritsins Fortune
Tímaritið Fortune hefur
birt lista yfir 500 stærstu
fyrirtæki heimsins. Olíu-
risar verma 6 af 10 efstu
sætunum en önnur þrjú
félög á topp 10 framleiða
vörur sem ganga fyrir
olíu. Fyrirtækin sem raða
sér ofarlega á listann eru
flest gamalgróin með
langa sögu. Enn sem fyrr
kemst ekkert íslenskt fyr-
irtæki inn á listann.
Eftir Björgu Magnúsdóttur
bjorg@bladid.net
Á toppi Fortune 500-listans er
ekki breyting frá því í fyrra en þar
trónar bandaríska risakeðjan Wal
Mart með ríflega 21 þúsund millj-
arða í tekjur. Olíuveldið Exxon Mo-
bil sem er í 2. sæti listans græddi þó
mest, nærri því 2.400 milljarða. Yf-
irtökur og sameiningar fyrirtækja
voru miklar á heimsvísu'sem gerði
það að verkum að tekjur vegna verð-
bréfaviðskipta jukust um 45%. Það
eitt og sér varð til þess að fyrirtækin
Morgan Stanley, Merril Lynch og
Goldman Sachs komust í fyrsta
skipti á lista Fortune.
Viðskiptabankar á heimsvísu
voru með vindinn í bakið en vöxtur
geirans var talsverður, sérstaklega
í Evrópu. Italskir, spænskir, þýskir,
franskir og svissneskir bankar voru
nefndir sérstaklega, en ekkert bar á
þeim íslensku.
Aðspurð segir Katrín Friðriks-
dóttir, forstöðumaður greiningar-
deildar Landsbankans, ekki und-
arlegt að íslensk fyrirtæki komist
ekki inn á listann. „Hérlendis eru
ekki nægilega stór fyrirtæki, en
svo fer listinn að sjálfsögðu eftir
því í hverju stærð fyrirtækjanna
er mæld.“ Katrín nefnir að Kaup-
þing hafi nýlega komist í 142. sæti
á lista yfir stærstu banka í heimi
samkvæmt The Banker og aðrir ís-
lenskir bankar séu í sókn á alþjóða-
FORTUNE-LISTINN
► Tímaritið Forbes hefur birt
iista yfir 500 stærstu fyrir-
tækin í 13 ár
► Bandarísk fyrirtæki eru í
162 sætumlistans
► Frá Kína komust 4 ný fyrir-
tæki inn á listann, fleiri en
frá öðrum löndum
Einkaneysla eykst
Smásöluvísitala Rannsóknaseturs verslunarinnar bendir til þess að
einkaneysla sé að aukast, þrátt fyrir yfirvofandi samdrátt í efnahagslíf-
inu. Velta í dagvöruverslun jókst um 10,9 prósent í júní miðað við sama
mánuð í fyrra. Á sama tímabili hefur verðlag á dagvöru lækkað um 2
prósent, þannig að hærra verðlag útskýrir ekki þessa aukningu.
Mestu munar um aukna sölu á áfengi sem jókst um 13 prósent milli ára.
Hluti skýringarinnar er fólginn í því að í ár voru fimm laugardagar í
júní, en þeir voru fjórir í fyrra.
Bent er á að aukin smásöluverslun komi heim og saman við aukna
kreditkortaveltu landsmanna. Kreditkortavelta fyrstu fimm mánuði
ársins var 17,8 prósentum meiri en á sama tímabili í fyrra, á meðan
debetkortavelta dróst saman um 3,5 prósent.
I TÍU STÆRSTU FYRIRTÆKI HEIMS !
1. Wal-Mart Stores Tekjur í milljörðum 21.208,8 Gróði í milljörðum 681,55
2. Exxon Mobil 20.974,14 2.385,8
3. Royal Dutch Shell 19.258,24 1.536,7
4. BP 16.568,69 1.328,8
5. General Motors 12.523,88 -119,47
6. Toyota Motor 12.366,68 848,97
7. Chevron 12.114,25 1.035,14
8. DaimlerChrysler 11.487,56 244,55
9. ConocoPhillips 10.416,04 939,22
10. Total 10.168,74 891,79
Tölur eru reiknaöar frá bandarískum dollara á reiknivél www.kbbanki.is
vettvangi. „Þó er himinn og haf á
milli fyrirtækis númer 500 á list-
anum og stærsta banka landsins."
Ford Motors, sem hefur verið í
áskrift að topp 10 listanum frá upp-
hafi, komst ekki inn á hann að þessu
sinni og var það fyrirtæki sem þola
þurfti mesta tapið. Stærsta fyrirtæki
Asíu, Toyota, hækkaði um tvö sæti
frá því í fyrra og gróðinn jókst um
16%. Meðal þeirra sem hrundu út af
listanum frá í fyrra voru fyrirtækið
Kodak, japönsk verslunarkeðja og
venesúelskt olíubákn.
Tilvalid í ferfólagið
Án viíb*tts sykors!
Án vidbaptts síjlts!
Kjíjrngód n*ring í þaegilegum umbúíum bAmamatur is
MARKAÐURINN í GÆR
Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á Íslandí, 12. júlí 2007
Viðskipti í krónum Heildar-
ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viðskipti T ilboð i lok dags:
Félög í úrvalsvísitölu verö breyting viðsk.verðs viðskipta dagsins Kaup Sala
▲ Actavis Group hf. 87,00 1,16% 12.7.2007 4 461.683 86,90 88,60
▲ Atorka Group hf. 9,00 0,56% 12.7.2007 5 4.175.780 8,92 8,93
♦ Bakkavör Group hf. 70,80 0,00% 12.7.2007 23 86.337.919 70,60 71,00
▲ Exista hf. 39,50 0,77% 12.7.2007 48 126.247.432 39,35 39,50
▲ FL Group hf. 29,80 0,85% 12.7.2007 31 267.940.004 29,60 29,80
▲ Glitnir banki hf. 29,40 1,03% 12.7.2007 103 4.697.080.166 29,40 29,45
▼ Hf. Eimskipafélag íslands 39,30 ■0,13% 12.7.2007 8 4.499.575 39,30 39,60
T lcelandair Group hf. 30,90 ■0,16% 12.7.2007 9 21.726.649 30,85 31,00
▲ Kaupþing banki hf. 1236,00 0,24% 12.7.2007 92 1.364.186.121 1233,00 1236,00
▲ Landsbanki íslands hf. 39,80 0,25% 12.7.2007 49 1.028.011.519 39,70 39,80
♦ Mosaic Fashions hf. 17,00 000% 12.7.2007 2 1.030.000 17,00 17,20
T Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 22,75 -0,22% 12.7.2007 114 1.650.854.360 22,75 22,80
▲ Teymi hf. 5,59 1,08% 12.7.2007 11 294.693.064 5,54 5,61
T össur hf. 107,00 ■0,47% 12.7.2007 9 6.831.193 106,50 107,00
Önnur bréf á Aöaliista
♦ 365 hf. 3,40 0,00% 12.7.2007 3 1.331.549 3,38 3,42
♦ Alfesca hf. 5,85 0,00% 11.7.2007 - - 5,81 5,88
♦ Atlantic Petroleum P/F 1075,00 0,00% 12.7.2007 13 4.349.511 1070,00 1075,00
T Eik Banki 729,00 -0,82% 12.7.2007 16 7126922,785 729,00 735,00
♦ Flaga Group hf. 1,87 0,00% 11.7.2007 - - 1,86 1,88
T Foroya Bank 235,00 ■2,08% 12.7.2007 25 23.250.416 235,00 238,00
♦ lcelandic Group hf. 6,35 0,00% 10.7.2007 - - 6,35 6,44
▲ Marel hf. 93,20 0,22% 12.7.2007 13 39.509.893 93,00 93,20
♦ Nýherji hf. 19,80 0,00% 11.7.2007 - 23,00
♦ Tryggingamiöstööin hf. 39,25 0,00% 12.7.2007 4 4.177.574 39,25 39,60
♦ Vinnslustöðin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007
First North á íslandi
▲ Century Aluminium Co. 3940,00 9,78% 12.7.2007 91 1.141.929.100 3940,00 3944,00
♦ HBGrandi hf. 12,00 0,00% 2.7.2007 - ■■■■ 12,00
4- Hampiöjan hf. 6,90 0,00% 20.6.2007 - - 6,90
• Mest viðskipti í Kauphöll OMX
voru með bréf Glitnis, fyrir 4,7 millj-
arða króna. Næstmest viðskipti
voru með bréf Straums-Burðaráss,
fyrir tæpa 1,7 milljarða.
• Mesta hækkunin var á bréfum
Century Aluminum, 9,78%. Bréf
Actavis hækkuðu um 1,16% og
bréf Teymis um 1,08%.
• Mesta lækkunin í gær var á
bréfum Össurar, eða 0,47%. Bréf
Straums-Burðaráss lækkuðu um
0,22%.
• Úrvalsvísitalan hækkaði um
0,43% og stóð í 8.758 stigum í lok
dags.
• Islenska krónan styrktist um
0,38 prósent í gær.
• Samnorræna OMX40-vísitalan
hækkaði um 1,69% f gær, þýska
DAX-vísitalan um 2,0% og breska
FTSE-vísitalan um 1,2%.