blaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 blaðiö Reyndu að stela tjaldi Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði óprúttna aðila við akstur í Vogahverfi aðfaranótt miðvikudags. Höfðu þeir áður reynt að stela tjaldi af lóð fyrir- tækis í borginni en lögreglan segir að þeir hafi hvorki verið í standi til að fara í útilegu né til að aka bíl. Með 4 milljarða í vasanum Von er á um 40.000 erlendum ferðamönnum næstu tvær vikur. Talið er að gestirnir skili um fjórum milljörðum króna til þjóð- arbúsins, segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri Ferðamennirnir koma aðallega frá Bandaríkj- unum, Bretlandi, Mið-Evrópu og Norðurlöndum. mbi.is 1631 varán vinnu í júní Skráð atvinnuleysi var 1 prósent í júní og var að jafnaði 1.631 á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. At- vinnulausum hefur fækkað um 128 frá í maí og minnkaði atvinnuleysi því um 7% milli mánaða. Atvinnu- leysi er um 20 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,3 prósent. mbl.is 25/30cl, PET 50stk (25ík) 20cl rauðvín 10stk (25ík) 17cl á fæti 10stk (45ík) Pappadiskar 23cm, Plasthnífar 10Ostk (1 Olk) 50stk (20ík) Plastgaff lar 10Ostk (10ík) Rekstrarvörur 30/3 5cl, PET 50stk (25fk) 25; Ftekstrarvörur 'ára 1982-2007 - vinna með þér Réttarhálsi 2*110 Reykjavík Tilboðið gildir út júlí 2007 sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 eða meðan birgðir endast. sala@rv.is • www.rv.is Hentugt við grillið einnota borðbúnaður á tilboðsverði n,^7sZriskar Snæbjörn Árnason sölumaður hjá RV 'LV7ta. /2.MV.T. \51 Vv. *¥' Auglýsingasíminn er 510 3744 Ámi i Sigfússon Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir það mikil- vægan öryggisventil fyrir sveitar- Im félagið að það eigi áfram ráðandi tt hlut í Hitaveitu Suðurnesja. „Þetta er okkar kvóti" ■ Sátt hefur náðst um eignarhald í HS ■ Reykjanesbær mun eiga ráðandi hlut Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net „Með þessu samkomulagi erum við að tryggja að það er Reykjanes- bær sem fer áfram með ráðandi hlut í Hitaveitu Suðurnesja," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, um þá sátt sem var tilkynnt í gær um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja (HS). Mikil óvissa hefur ríkt um fram- tiðareignarhald á fyrirtækinu allt frá því að ríkið ákvað að selja rúmlega fimmtán prósenta hlut sinn í því til Geysis Green Energy. Samkvæmt kaupsamningnum sem gerður hefur verið verður eign- arhlutur Reykjanesbæjar 34,75 pró- sent, Geysir Green Energy mun eiga 32 prósent, Hafnarfjörður 15,42 pró- sent og Orkuveita Reykjavíkur (OR) 16,58 prósent. Auk þess munu fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum; Grinda- vík, Sandgerði, Garður og Vogar áfram eiga 1,25 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Þá hefur Hafnarfjarðabær gert sam- komulag við OR um sölurétt á öllum hlut sínum í fyrirtækinu til OR á um átta milljarða króna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur þó ekki tekið af- stöðu til þess hvort af sölunni verður. Árni segir aðila málsins hafa átt góða fundi undanfarna daga sem hafi skapað gagnkvæmt traust. Ekki standi þó til að selja meira af hlut Reykjanesbæjar í HS. „Ég segi stundum að þetta sé okkar kvóti því kvótinn er farinn héðan fyrir talsverðu síðan. í okkar stefnu segir að við ætlum að eiga ráðandi hlut í Hitaveitunni. Um leið og okkur HITAVEITA SUÐURNESJA ► Við sölu ríkisins á 15% hlut í Hitaveitu Suðurnesja var tekíð fram að opinber orku- fyrirtæki mættu ekki kaupa. ► Geysir Green Energy og Orkuveita Reykjavíkur hafa tekist á um áhrif \ HS tókst að gera samkomulag um að gera hinum kleift að eignast meira fengum við tvo og hálfan milljarð úr þeim viðskiptum sem við getum nýtt til að greiða niður skuldir bæjar- sjóðs þannig að við stöndum betur að vígi. Til að hægt verði að breyta samþykktum þarf 2/3 eignarhluta og því ekki hægt að gera það án okkar atbeina. Það er mjög mikilvægur ör- yggisventill fyrir Suðurnesin." Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, var einnig sáttur við málalok. „Við teljum að þetta samstarf sé feiknalega góður grunnur undir íslenska orkuútrás því fyrirtæki eins og Hitaveitan og OR eru lykilaðilar í íslenskum jarð- hitaiðnaði, og reyndar í jarðhitaiðn- aði á alþjóðavísu." Ásgeir vildi ekki segja til um hvort þessi sátt þýddi að Geysir hefði leyst ágreining sinn gagnvart Grindavík- urbæ, en bærinn hafði samþykkt að selja hlut sinn í HS bæði til Geysis og Orkuveitunnar. „Grindavík stóð ekki við þann samning sem formaður bæj- arráðs skrifaði undir við okkur og það mál stendur bara þannig. Menn eru að leysa þetta mál í heild sinni og vinna úr öllum þáttum þess." Nýr skrifstofustjóri borgarstjóra Magnús Þór Gylfason hefur verið veru Kristínar A. Árnadóttur sem ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra utanríkisráðuneytið hefur ráðið til og starfandi borgarritari til eins árs. að annast framboð Islands til örygg- Magnús mun sinna starfinu í fjar- isráðs Sameinuðu þjóðanna. ejg

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.