blaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007
25
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@bladid.net
Menn verða móralistar
um leið og þeir verða
óhamingjusamir.
Marcel Proust
í
málverki
r
i
Tómas R. Einarsson „Þessi bok rekur lesandann
á vit verka Leonardos da Vinci, hann fer að velta
því fyrir sér hvernig málarinn hafi hugsað og hann
kynnist þeim táknum sem menn notuðu fyrrurn."
Spennusaga um Leonardo da Vind
Merking
Sumartónleik-
ar við Mývatn
Sumartónleikar verða í Reykja-
hlíðarkirkju, laugardaginn 14.
júlí kl. 21.00. Þá kernur fram
tríóið Live from New York.
Söngtríóið er skipað söngv-
urum úr kór Metropolitan-
óperunnar í New York, Const-
ance Green sópran, Ellen Lang
messósópran og Irwin Reese
tenór, ásamt píanóleikaranum
Robert Rogers. Þau flytja am-
eríska söngleikja- og óperutón-
list og sönglög ásamt afrísk-am-
erískum þjóðlögum.
Þetta eru fjórðu og síðustu tón-
leikar tríósins hér á landi, en
þau hófu ferðina á Sumartón-
leikum í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar í Reykjavík, fyrir
troðfullu húsi og við feiki-
góðar viðtökur.
Aðgangur er ókeypis.
Sandemo á
fslandi
Tómas R. Einarsson hefur
þýtt spánska metsölubók,
Leyndu kvöldmáltíðina,
þar sem Leonardo da
Vinci er ein aðalpersónan.
Tómas segir að sér hafi
fundist listasögulega
spennandi að þýða
bókina.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@bladid.net
„Þetta er söguleg spennusaga en
það eru ekki í henni þau reyfara-
legu einkenni sem finna má í Da
Vinci lyklinum eftir Dan Brown,“
segir Tómas R. Einarsson tónlist-
armaður sem hefur þýtt spænsku
metsölubókina Leynda kvöldmál-
tíðin eftir Javier Sierra. Sierra er
vel að sér í sögu og hefur skrifað
um áhrif menningar Mið-Austur-
landa á evrópska hugsun á síðari
öldum.
Leynda kvöldmáltíðin og Da
Vinci lykillinn eiga það sameig-
inlegt að í þeim kemur Síðasta
kvöldmáltíðin, hið fræga málverk
Leonardos da Vinci, við sögu. Si-
erra hafði unnið að rannsóknum
á efni bókarinnar í þrjú ár þegar
Da Vinci lykillinn kom út og lauk
ekki við hana fyrr en tveimur
árum síðar.
Á vit Leonardos
Leonardo da Vinci er ein aðalper-
sónan í verkinu en þar er rannsókn-
ardómari gerður út frá Páfagarði
árið 1497 til að kanna hvað sé hæft
í ásökunum um að guðlast og villu-
trú þrífist í Mílanó en þar er mál-
arinn frægi einmitt að ljúka við að
mála Síðustu kvöldmáltíðina.
„Spennan í þessari bók snýst um
merkingu málverksins Síðasta
kvöldmáltíðin, sem er eitt af meist-
araverkum endurreisnarinnar.
Þessi bók rekur lesandann á vit
verka Leonardos da Vinci, hann fer
að velta því fyrir sér hvernig mál-
arinn hafi hugsað og hann kynnist
þeim táknum sem menn notuðu
fyrrum,“ segir Tómas. „Það er
ekki hægt að fullyrða að kenning
Javiers Sierra um merkingu mynd-
arinnar sé sannleikurinn eini en
hún er alls ekki fráleit. Það er ljóst
að Leonardo hugsaði eftir öðrum
brautum en kaþólsku kennivöldin
á þessum tíma. Hann kann að hafa
deilt ákveðnum hugmyndum með
katörum, eins og haldið er fram
í sögunni, og miðað við þá vitn-
eskju sem við höfum um manninn
þá er ekki fráleitt að ætla að svo
hafi verið.“
Dýrar mínútur
Tómas segir að sér hafi fundist
listasögulega spennandi að þýða
bókina. „Það sem gerði þýðing-
arvinnuna svo skemmtilega var
að ég var með listaverkabók með
myndum Leonardos fyrir framan
mig allan tímann og skoðaði
þær vel. Það opnaðist fyrir mér
nýr heimur. Da Vinci var ekki af-
kastamikill málari, með vissu eru
honum eignaðar þrjátíu til fjöru-
tiu myndir og ætli það séu ekki
einar sex sem á einn eða annan
hátt fléttast inn í þá sögu sem sögð
er í bókinni."
Meðan Tómas vann að þýðingu
sinni fór hann til Mílanó til að
skoða Síðustu kvöldmáltíðina.
„Gestum er leyft að horfa á mynd-
ina í fimmtán mínútur, þannig að
hver mínúta var dýr, en engu að
síður hef ég sjaldan eytt peningum
jafn vel,“ segir Tómas. „Þótt ég
hafi verið búinn að horfa á þessa
mynd í fimm mánuði meðan ég
var að þýða bókina þá hefði ég
viljað hafa fimm klukkutíma til
að virða hana fyrir mér í klaustr-
inu, þetta er eitt af stórvirkjum
myndlistarsögunnar.“
MENNINGARMOLINN
Lögreglustjóri
drepur útlaga
Billy var eftirlýstasti maður villta
vestursins en átján ára gamall hafði
hann framið sautján morð. Garrett
lögreglustjóri handsamaði Billy og
lét leiða hann fyrir rétt. Dómarinn
dæmdi Billy til að hengjast og bætti
við: „Þar til þú ert dauður, dauður,
dauður.“ Sagt er að Billy hafi svarað:
„Og þú getur farið til helvítis, helvítis,
helvítis.“ Tveimur vikum fyrir aftök-
una slapp Billy úr haldi eftir að hafa
drepið tvo fangaverði.
Garrett elti slóð Billys í þrjá
mánuði og fékk loks pata af því að
hann væri í felum á búgarði í Nýju-
Mexíkó. Þegar Billy var fjarverandi
faldi Garrett sig í svefnherbergi
hans. Þegar Billy gekk inn skaut
Garrett hann til bana. Billy var tutt-
ugu og eins árs gamall.
J AVIER SIEIIAA
METSÖUiBÓK UU AULA.\ H£1M
Vii»ri
.Uirf^rMÍ*. rfiirmlnaUrji o, «• mlila ntrlra
r* •rnjalcjr •pranWMjea.** QtmrHrrfy
MAÐURINN
►
Tómas R. Einarsson kontra-
bassaleikari er fæddur árið
1953 é Blönduósi.
►
Tómas er afkastamikill laga-
smiður í íslenskri djasstón-
list og hefur leikið víða um
heim.
►
Hann erötull þýðandi og hef-
ur einkum þýtt úr spænsku,
þar á meðal verk eftir Isabel
Allende og Gabriel Garcia
Marquez.
Mánudag-
inn 16. júlí
kl. 16:00
verður
Margit
Sandemo
á fslandi
og áritar
bækur
sínar í Ey-
mundsson
Kringlunni.
Sandemo er eins og kunnugt
er höfundur bókanna um
f sfólkið. Alls eru 47 bækur í
bókaflokknum og þegar mest
var skilaði hún frá sér bók á
sex vikna fresti eða um átta
bókum á ári. Á síðustu árum
hefur Margit látið sér nægja
að skrifa fjórar bækur á ári. Á
ferlinum hefur Margit skrifað
á þriðja hundrað bækur og er
mest seldi rithöfundur Norð-
urlandanna með meira en 37
milljónir seldra bóka og þar af
hefur Sagan um f sfóikið selst í
um 25 milljónum eintaka um
allan heim.
AFMÆLI í DAG
Harrison Ford leikari, 1942
Isaac Babel rithöfundur, 1844
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Sverrir Einarsson
Hcrmann Jónasson
►
Bryndís Valbjaniardóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • TUkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Lfkflutningar