blaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 31

blaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 31
Gunnar Ó. Kvaran gefur út Sælureit Út er komin geislaplatan Sælu- reitur með Gunnari Ó. Kvaran. Gunnar, sem er 61 árs, semur flest lögin, syngur þau og spilar og gefur plötuna sjálfur út. Gunnar er mik- ill harmóníkuunnandi og segir nikkuna vera i blússandi sókn. „Hún átti ekki upp á pallborðið fyrir svona 10-15 árum, en hefur verið í stöðugri sókn undanfarin ár. Hátt í 300 börn og unglingar eru að læra á þetta skemmtilega hljóðfæri í dag og þá er ótalið allt fullorðna fólkið sem einnig spilar,“ segir Gunnar sem sjálfur kennir ung- mennum á harmóníku. Gunnar spilar þó einnig á fleiri hjóðfæri. „Ég byrjaði fyrir alvöru í tónlist um 1964. Fyrst kviknaði áhuginn á nikkunni, þá lærði ég einnig á saxófón, píanó og hljómborð. Ég spilaði með hljómsveitinni Ernir og var einnig um tíma með eigin hljómsveit í gamla Sigtúni við Austurvöll, ásamt því að spila með ýmsum öðrum í gegnum tíðina.“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt „Sá sem semur flesta texta á plöt- unni er Bjarni Jónsson vinur minn, en vænst þykir mér þó um textann sem hún Unnur Líf, barnabarnið mitt, samdi en hún er aðeins 11 ára gömul. Hún tók þátt í keppni í skól- anum og hlaut viðurkenningu fyrir ljóðið, sem fjallar um ástina. Og ég var þá ekki lengi að semja lag við textann. Þetta eru samtals 13 lög og þar af eru þrjú lög án söngs. Ann- ars er þetta svipaður stíll út í gegn þar sem harmóníkan leikur stórt hlutverk, þó þetta sé ekki týpísk harmóníkutónlist. Hún hljómar víða í undirleiknum og leikur aðalhlutverkið í þeim lögum sem ekki er sungið í. Þetta er svona dálítið latínóleg músík og hugljúfar melódíur. Svo koma nokkur sam- balög í fjörugari kantinum," sagði Gunnar að lokum. Diskurinn fæst í 12 tónum, Máli og Menningu, Eymundsson, og Skífunni. BLOGGARINN Vændislögin í hnotskurn ,Þá erþað á hreinu að vændi er löglegt hérá landi svo fremi að 3ji aðili hagnist ekki á því. Ja, hérna, hvar hef ég eiginlega verið? Þá geta menn farið á stúfana og haft uppi á henni Ornellu, rússnesku gleði- konunni. Skyldi hún taka greiðstukort? Loks er um það langþráð sátt, ■lögin þetta telja; ég má kaupa' afkonu drátt, kjósi hún að selja.“ Pétur Stefánsson blogg.visir.is Fenderstrengir Fáanlegir • Svartir •Viðarlitaðir • Sólbrúnir Fender gítarneglur Furðufréttir ,Sföð tvö flytur frétt afþví að álftaparið sem haldið hefur til ilóninu fyrir 0 fan Ár- bæjarstíflu hafi ekki séstísumar. Enginn veit hvers vegna. Þegarlíðurá fréttina er látið að þvíliggja að þetta hljóti að tengjast pólskum eða litháiskum far- andverkamönnum ... vegna þess að tja, Pólverjar éti svani? Þessi frétt er á pari við furðufréttina sem birtist fyrir nokkrum misserum þess efnis að mávur hefði étið laxahjón og Orkuveitan hafi ekki gert neitt ímálinu. Megi Pólverjamir nota Mogga- bloggið i svanagúllasið. “ Fendergítaról Stefán Pálsson kaninka.net/stefan Fender gítarstillir ,1 dag sá ég tvo presta. Annar var á loftkældum jeppa með skyggðum rúð- um, snyrtilega klæddur, vel rakaður og klipptur. Á launum hjá ríkinu; opinber starfsmaður þjóðkirkjunnar. Hinn varíkufli, berfættur i sandölum, úfinn og með sítt skegg. Fótgangandi, fátækur og glaður i bragði. Katólskur munkur. Mér finnst bara annar vera ekta. “ Nú er aftur opið á laugardögum frá klukkan 12:00 -15:00. Gítarkennsla á DVD frá Fender fylgir einnig! |Btaðið/Guðmundiii Rúnar m,iii#”!.... ,!ÍllÍÍ!M!KI!|!|!,!l!,!l * Allur pakkinn! blaðió FOSTUDAGUR 13. JULI 2007 Björgvin Valur sludrid.blog-city.com Hljóðfærahúsið Laugavegil76 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 525 5060

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.