blaðið - 17.08.2007, Síða 2

blaðið - 17.08.2007, Síða 2
2 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 blaðið Gengið hélt áfram að lækka Gengislækkanimar líklega ekki búnar „Þessar lækkanir á markaðinum sem við höfum séð á síðustu tveimur vikum hafa verið að halda áfram,“ segir Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður greiningar- deildar Glitnis, en gengi íslensku krón- unnar lækkaði umtalsvert í gær. íslenska króna veiktist um þrjú prósent í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,84 prósent á sama tíma. „Það sem gerðist var að lækkan- irnar leiddu yfir til Asíu og mark- aðanna þar. Sú lækkun leiddi síðan hingað. Það lækkuðu eiginlega allir markaðir við opnun í [gærjmorgun. Það fór að snerta við hávaxta- löndum og þá fór þetta að hafa áhrif á fasteignaviðskipti. Þar sem krónan er hávaxtamynt þá varð hún eðlilega fyrir áhrifum af þessu." Ásgeir segir gengislækkanirnar líklega ekki búnar. „Lækkanirnar voru yfir alla línuna í dag. Það er ekki hægt að færa rök fyrir því að markaðurinn hafi verið að refsa ein- hverjum sérstökum fyrirtækjum heldur lækkaði allt.“ þsj STUTT • Verðbólgumarkmið Samtök atvinnulífsins telja nauðsyn- legt að endurskoða verðbólgu- markmið Seðlabanka íslands eins og það var upphaflega sett fram með samkomulagi bankans og ríkisstjórnarinnar 27. mars 2001. hos • Gagnrýni Þingflokkur Frjáls- lynda flokksins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann átelur seinagang ríkisstjórn- arinnar við að móta tillögur um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar þorskveiðiheim- ilda. „Þingflokkurinn hafnar því að eins milljarðs króna framlag til Byggðastofnunar sé liður í mótvægisaðgerðum." hos • Arnkötludalur Reykhóla- hreppur mótmælir vinnu- brögðum Vegagerðarinnar við lagningu Arnkötludalsvegar í Gautsdal. Er krafist skýringa á því hvers vegna vegurinn er færður til um 60 til 70 metra frá veglínunni sem fór í um- hverfismat. Fréttavefurinn bb.is greindi frá. Enn sóðar á ferð um Vatnsendahæð Matarveisla fyrir máva og hunda Enn hendir fólk rusli sínu á Vatns- endahæð, eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd. I síðasta mánuði var sagt frá því í Blaðinu að algengt sé að fólk sem ætlar að henda rusli í starfsstöð Sorpu bs. í Jafnaseli, hendi því á hæðinni fyrir ofan ef stöðin reynist lokuð. „Það er alltaf fullt af rusli á hæð- inni fyrir ofan húsið okkar," sagði Kristjana Jónatansdóttir, íbúi í Jóru- seli í Breiðholti. Hún segist oft sjá fólk sturta úr heilu bílkerrunum á hæðinni á þeim tíma sem Sorpa er lokuð, og Björn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, viðurkennir að um þekkt vandamál sé að ræða. Fullir ruslapokar skildir eftir Það virðast þó fleiri en viðskipta- vinir Sorpu skilja eftir rusl á hæð- inni. Að þessu sinni höfðu þrír fullir ruslapokar með matarúrgangi verið skildir eftir, en slíkum úrgangi tekur Sorpa ekki við. Hundaeigandi sem hafði samband við Blaðið vegna málsins, en vill ekki láta nafns síns getið, segir hund sinn nánast undan- tekningarlaust finna sér góðgæti í ruslapokum þegar hún viðrar hann á Vatnsendahæð. Á hæðinni er stórt mávavarp og sjást mávarnir iðulega róta í rusla- pokum á hæðinni. „Ef menn vilja fækka máv í borgarlandinu væri rétt- ara að skjóta þessa sóða heldur en mávana,“ sagði áðurnefndur hunda- f Öskjuhlíðinni Sjá mátti eigandi við blaðamann Blaðsins. rusl á víðavangi í gær og fóru hlynur@bladid.net mávar og hundar í afganga. s Utlendingar 40 prosent starfsmanna við umönnun ■ Frábær vinnukraftur en menningarlegt vandamál ■ Bíða eftir efndum kosningaloforða um hærri laun umönnunarstétta ■ Segir hlutfall útlendinga ekki mega verða öllu hærra Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Yfir 40 prósent starfsmanna við umönnun á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum eru af erlendum uppruna. Svipaður fjöldi útlendinga starfar við umönnun á hjúkrunar- heimihnu Skjóli. „Öðruvísi verða þessi heimili ekki rekin,“ segir hjúkrunarforstjórinn á Skjóli, Aðalheiður Vilhjálmsdóttir. í.Iún leggur áherslu á að erlendu starfstúlkurnar séu frábær vinnu- kraftur. Hins vegar sé það erfitt gagnvart gamla fólkinu að hafa svo marga útlendinga við störf. „Erlendir starfsmenn halda ekki uppi samræðum við gamla fólkið. Það fær vissa þjónustu en getur ekki spjallað við starfsmennina. Við leggjum upp úr því að starfsmenn spjalli við heimilisfólk á meðan verkin eru unnin. En vandamálið er ekki bara málfarslegt, heldur menningarlegt. Þótt erlendir starfs- menn hafi búið hér lengi eru þeir ekki til í að spjalla um ættfræði og þess háttar sem gamla fólkið hefur áhuga á,“ greinir hún frá. Fagfólk skortir Aðalheiður segir mönnun ganga betur nú en í fyrrahaust. „Ástandið er stöðugra. Við erum með frá- bæran hóp af starfsmönnum en okkur skortir helst fagfólk, eins og hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það er barist um það.“ Aðalheiður segist bfða eftir UMÖNNUNARSTÖRF ► Meðaldagvinnulaun starfs- fólks í umönnunarstörfum hækkuðu í 156 þúsund krónur á mánuði í fyrra, samkvæmt könnun sem Gallup gerði í september síð astliðnum. í mars 2005 voru meðaldagvinnulaunin 126 þúsund krónur á mánuði. ► Samkvæmt könnun Gallups í fyrra segjast 56 prósent starfsfólks við umönnun vera mjög eða frekar ósátt við laun sín. í könuninni 2005 kváðust 74 prósent vera mjög eða frekar ósátt við launin. efndum kosningaloforðanna um hækkun launa umönnunarstétta. „En við erum ekki að passa peninga, heldur fólk og sálir.“ Ingibjörg Bernhöft, hjúkrunar- forstjóri á Droplaugarstöðum, segir mönnun í umönnunarstörf hafa tek- ist í kjölfar t mánaðar íslenskunám- skeiðs á vegum heimilisins, Rauða krossins og Alþjóðahússins fyrir Pól- verja. „Þeir sem hafa lært íslensku í mánuð tala náttúrlega ekki fljúg- andi íslensku en þeir gera miklar kröfur til sín og aðrir íslenskumæl- andi Pólverjar við störf hér eru þeim og okkur til aðstoðar." (slendingum fækki ekki Það er mat Ingibjargar að hlutfall erlendra starfsmanna megi ekki verða öllu hærra en 40 prósent, eins og það er nú. „Auðvitað verðum við að hafa fólk sem talar íslensku. Við getum ekki verið með marga í einu sem eru að ná tökum á málinu.“ Eins og á Skjóli vantar hjúkrunarfræð- inga í störf á Droplaugarstöðum. Á Hrafnistu í Reykjavík vantar 20 stöðugildi i umönnun og 10 á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Á Vífilsstöðum er fullmannað. „Þetta var miklu verra í fyrra. Margt sumarafleysingafólk ætlar að halda áfram nú. ímyndar- herferð okkar í vor, með myndum af starfsfólki og heimilisfólki á auglýsingum, skilaði jafnframt árangri,“ segir Alma Birgisdóttir hjúkrunarforstjóri. Erlendir starfsmenn í umönnun á Hrafnistu eru 8 prósent. Þar er gerð sú krafa að þeir skilji íslensku og geti tjáð sig á íslensku. „Það er kannski þess vegna sem okkur vantar oftar starfsmenn í aðhlynningu en aðrar stofnanir,“ segir Alma. Á Grund eru erlendir starfsmenn í aðhlynningu 20 til 30 prósent. ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net paietL Hjá okkur færðu flott föt fyrir skólann. Opið frá 10- 21 á menningarnótt VEÐRIÐ í DAG Skýjað með köflum Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum eða bjartviðri, en stöku síðdegis- skúrir á Suðurlandi. Hiti 11 til 16 stig sunnan- lands, en mun svalara fyrir norðan. ÁMORGUN Skúrir suðaustanlands Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en smá skúrir suðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig. VIÐA UM HEIM Algarve 25 Amsterdam 17 Ankara 32 Barcelona 27 Berlln 22 Chicago 25 Dublin 15 Frankfurt 23 Glasgow 15 Halifax 22 Hamborg 16 Helsinkl 24 Kaupmannahöfn 20 London 17 Madrid 29 Mílanó 30 Montreal 17 Miinchen 18 New York 26 Nuuk 8 Orlando 25 Osló 21 Palma 26 París 19 Prag 19 Stokkhólmur 20 Þórshöfn 11 Framkvæmdastjóri VSP Farbann framlengt Farbann yfir Viggó Þ. Þóris- syni, framkvæmdastjóra Verð- bréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), hefur verið framlengt um tvo mánuði. Efnahagsbrotadeild ríkis- Iögreglustjóra rannsakar tilhæfulausa 12,6 milljarða króna ábyrgðaryfirlýsingu sem Viggó veitti fyrirtæki í Bandaríkjunum. Málið komst upp um miðjan apríl eftir innanhússrannsókn hjá VSP og var Viggó umsvifalaust sagt upp störfum. mge Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiöréttingar birtast aö jafnaði á síðu 2.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.