blaðið - 17.08.2007, Qupperneq 4

blaðið - 17.08.2007, Qupperneq 4
FRETTIR FOSTUDAGUR 17. AGUST 2007 blaðiö ís úr vél betri en í fyrra Niðurstöður úr rannsókn á örveru- fræðilegum gæðum íss úr vél í Reykjavík koma mun betur út þetta sumarið en í fyrra. Lokað var tíma- bundið fyrir íssölu hjá ellefu fyrir- tækjum árið 2006 en í ár tveimur. Of mikill fjöldi kólígerla, eða saurg- erla, er algengasta ástæðan fyrir því að sýni standast ekki kröfur um örverufræðileg gæði. Örverufræðileg gæði íss úr vél voru fullnægjandi hjá 44 prósentum fyrirtækja í fyrstu sýnatöku í sumar. f 33 prósentum tilvika voru niðurstöður ófullnægjandi og fengu 23 pró- sent fyrirtækja senda athugasemd. hbv Kaupum meira Ferðamenn af mjólkurvörum veltu en sluppu Sala á mjólkurvörum síðustu 12 mánuði hefur aukist um 9,5 pró- sent samkvæmt yfirliti yfir fram- leiðslu og sölu á mjólkurvörum innan Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Sala á mjólk, rjóma, viðbiti og ostum jókst en samdráttur var í sölu jógúrts og skyrflokka. bm Ekki urðu alvarleg slys á fólki er bíll valt á Fjarðarheiði í gær. Tvennt var í bílnum, erlendir ferðamenn nýkomnir úr ferjunni Norrænu, og var annað flutt á sjúkrahús en reyndist ekki hafa hlotið mikil meiðsl, samkvæmt lögreglunni á Egilsstöðum. mbl.is iak-Einkaþjálfari Framúrskarandi nám með vinnu Sæktu um fyrir 20. ágúst meira nám meiri metnaður www.akademian.is v >■ -f A *r íþrótta akademían ÚTSALA VALHÚSCÖGN OpiB: Virkadaga 10-18 Laugardaga 11-16 Sunnudaga 13-16 vmww.valhusgogn.is Rðttu um vmtunina oUar I róteghertum i netmu með nýþ 360* sýnngarterfinu okkji Þetta verður þú að prófa! Oh usgoqn Ármúla 8 - 108 Reykjavfk Sfmi 581-2275 ■ 568-5375 Héraðsdómur Reykjavíkur í dómsorði segir að árás Stefáns á leigubílstjórann hafi verið stórhættuleg og hefði hæglega getað leitt til dauða hans. w.nx xmKtfKMK < 15árapilturí 50 mánaða fangelsi ■ Fékk langan dóm fyrir að slá leigubílstjóra í höfuðið með hamri ■ Árásin hefði hæglega getið leitt til dauða leigubílstjórans Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Fimmtán ára síbrotapiltur, Stefán Blackburn, var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að slá leigubílstjóra tvívegis með klauf- hamri í höfuðið og reyna í kjölfarið að ræna hann. Auk þess var hann dæmdur fyrir ýmis smærri afbrot, meðal annars fyrir að stela tólf kílóum af konfekti úr matvöruverslun, nytjastuldi, aðra þjófnaði og innbrotstilraun. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað þann 27. apríl síðastliðinn. „Þegiðu og komdu með peningana" Síbrotapilturinn hafði i félagi við annan pilt tekið sér far með leigubílnum í Hafnarfirði og látið aka með sig inn í Reykjavík. Þegar þangað var komið sló ógæfupiltur- inn, sem sat í aftursæti bifreiðar- innar, leigubílstjórann tvívegis með hamrinum með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á hnakka og höf- uðkúpubrot. Leigubílstjórinn komst út úr bílnum en sagði fyrir dómi að pilturinn hefði þá gert sig líklegan til að fara á eftir honum. Þegar hann spurði unga manninn hvað hann væri að gera svaraði hann: „Þegiðu og komdu með peningana, helvítis fíflið þitt.“ Vitni báru fyrir dómi að ÓGÆFUPILTURINN w Hefur setið í gæsluvarð- haldi frá 27. apríl. Hann er, þrátt fyrir ungan aldur, vistaður í fangeisi og er því yngsti fangi landsins. ► Hlaut 20 mánaða óskil- orðsbundinn dóm 12. júli síðastliðinn fyrir sinn þátt í ótrúlegri afbrotahrinu Árnes- gengisins. W Var í gær dæmdur í tveggja ^ og hálfs árs fangelsi fyrir stórhættulega árás á leigu- bílstjóra. pilturinn hefði rætt það nokkrum dögum fyrir árásina að hann hygð- ist ræna leigubílstjóra og því þótti sannað, þrátt fyrir neitun hans, að pilturinn hefði ráðist á leigubílstjór- ann í því skyni að ræna hann. Yngsturfanga I dómnum segir að árásin á leigu- bílstjórann hafi verið stórhættuleg og hefði hæglega getað leitt til dauða hans. Skömmu eftir að hann kom á sjúkrahús fékk hann alvarlegan krampa og var þegar sendur í aðgerð. Fyrir dómi sagðist leigubílstjórinn hafa orðið fyrir minnisskerðingu af þessum áverka og þá fái hann höfuð- verk og svima annað veifið. Af þeim sökum treystir hann sér ekki lengur til að aka með farþega. Ógæfupilturinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að atburður- inn átti sér stað. Hann er vistaður í fangelsi þrátt fyrir ungan aldur, en þó ekki á Litla-Hrauni. Stefán er því yngsti fangi landsins um þessar mundir. Langur afbrotaferill Þetta er ekki í fyrsta sinn sem pilt- urinn hlýtur langan fangelsisdóm því hann var dæmdur í tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi um miðjan síðasta mánuð fyrir sinn þátt í ótrúlegri afbrotahrinu hóps ungra síbrotamanna sem kallaður hefur verið Árnesgengið. Hann hefur áfrýjað þeim dómi til Hæstaréttar en refsingin sem hann hlaut í gær mun bætast við þá refs- ingu verði hún staðfest. Hann hefur því verið dæmdur í alls 50 mán- aða fangelsi á tveimur mánuðum. Meðal þeirra brota sem hann var þá dæmdur fyrir var tilraun til að stela hraðbanka í heilu lagi, rán í verslun 10-11 í Hafnarfirði þar sem hann réðst inn við annan mann með hulið andlit og vopnaður dúka- hníf og fyrir að ræna tvo blaðbera í félagi við nokkra aðra. Ungi maður- inn hótaði öðrum þeirra lífláti og sparkaði í bak hins. Fjármálaráðherra segir heimild fyrir fjármögnun Grímseyjarferjunnar Segir Ríkisendurskoðun hafa rangt fyrir sér „Ég held að þetta sé rangt hjá þeim,“ segir Árni Mathie- sen fjármálaráðherra þegar aðfinnslur Ríkisendurskoð- unar vegna Grímseyjarferju eru bornar undir hann. í greinargerð Ríkisendurskoðunar eru gerðar alvar- legar athugasemdir við ákvarðanir og aðferðir sem not- aðar voru við fjármögnun á kaupum og endurbótum á ferjunni og talið að þær standist á engan hátt ákvæði fjárreiðulaga. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því varð- andi þær framkvæmdir sem ekki tekst að nýta fjármuni í að það sé hægt að nota þá til að flýta öðrum fram- kvæmdum sem heimildir eru fyrir. Það er heimild fyrir þessari ferju í sjöttu grein fjárlaga og hún er ekki veiga- minni en fyrir öðrum samgönguframkvæmdum.“ Hann vill ekki draga neinn sérstakan til ábyrgðar. „Mér sýnist á þessari skýrslu að svo margt hafi farið úr- skeiðis í þessu að það er erfitt að fella einhvern dóm um það að ábyrgðin liggi á einhverjum einum stað. En við þurfum auðvitað að nota þetta mál til að læra af því.“ Ámi Mathiesen Fjármálaráöherra segir þær athugasemdir sem Ríkisendurskoöun gerir við aðkomu hans ráðuneytis vera rangar. Sturla Böðvarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær og segir að hann hafi aldrei gefið fyrirmæli sem leiddu til kostnaðarins sem nú sé ljós. thordur@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.