Bændablaðið - 25.01.2005, Síða 2
Aukin sala á dilkakjöti gæti orð-
ið til þess að útflutningsprósent-
an lækki, en að sjálfsögðu er það
háð því hvernig salan gengur á
nýbyrjuðu ári. Ef salan verður
sambærileg því sem hún var á
árinu 2004 má ætla að útflutn-
ingsskyldan í haust verði um
25% en hún var 36% á liðnu ári.
Lægri útflutningsskylda gæti
orðið til þess að bændur fái
hærra meðalverð fyrir útflutt
kjöt. Ástæðan er að sjálfsögðu sú
að þeir markaðir sem minnst
gefa yrðu fyrst skornir frá.
Sauðfjárbændur gætu þannig
beint kröftum sínum í auknum
mæli að innanlandsmarkaði sem
gefur hærra verð. "Við erum
farnir að spyrna frá botninum,"
sagði Jóhannes Sigfússon, for-
maður Landssamtaka sauðfjár-
bænda.
Formaður LS sagði þróunina
gleðilega fyrir sína menn. "Ástæða
aukinnar sölu er meðal annars
breytt auglýsingastefna en síðast
en ekki síst hafa framleiðslufyrir-
tæki tekið sér tak. Veðurfar undan-
farin ár hefur líka verði hagstætt
og mikið selst af grillkjöti. Sala á
þorramat hefur líka aukist. Hefð
fyrir neyslu kindakjöts er svo
sannarlega enn til staðar á Íslandi."
Jóhannes sagði að óneitanlega
skyggði afar lágt gæruverð á aukna
sölu í dilkakjöti. Segja mætti að
lágt gæruverð hafi étið að miklu
leyti upp ávinninginn og vandinn
væri sá að ekkert benti til þess að
gærumarkaðurinn væri að brag-
gast.
Aðspurður um sölu dilkakjöts
á erlendum mörkuðum - í ljósi
gengisþróunar undanfarna mánuði
- sagði Jóhannes að verð til bænda
árið 2004 væri hærra en árið 2003.
Ástæðan væri sú að afurðasölufyr-
irtæki væru að flytja meira magn
út til þeirra landa sem best borga,
en auk þess væri varan meira unn-
in. "Sala á lambakjöti virðist hafa
heppnast ágætlega í Danmörku.
Varðandi Ameríkumarkaðinn þá
hefur óhagstæð þróun dollars haft
sín áhrif. Þó hefur tekist að halda
verði sem nemur lækkun dollar-
ans," sagði Jóhannes og að það
væri nokkuð gott.
2 Þriðjudagur 25. janúar 2005
16 þúsund
spurðu í
Varmahlíð
Rösklega sextán þúsund manns
komu í upplýsingamiðstöðina í
Varmahlíð á liðnu sumri og
leituðu þar upplýsinga. Þetta
er mesti fjöldi sem þangað
hefur komið á einu ári en 2003
komu þangað 14.600 manns.
Eins og undanfarin ár voru er-
lendir ferðamenn í miklum
meirihluta þeirra sem leituðu
sér upplýsinga hjá starfsfólki
stöðvarinnar í sumar.
Í Húnavatnssýslum voru
starfræktar tvær upplýsingamið-
stöðvar sl. sumar. Í Staðarskála
var opið í einn og hálfan mánuð
. Þangað komu 5.450 manns.
Í upplýsingamiðstöðina á
Blönduósi leituðu rúmlega þrjú
þúsund manns sem var fækkun
frá árinu á undan. Í Austur-Húna-
vatnssýslu var hins vegar þokka-
leg aðsókn í gistingu frá miðjum
júlí fram í miðjan september.
Þar var um útlendinga að ræða í
90% tilvika.
Á málþingi ferðaþjónustunn-
ar á Norðurlandi vestra fyrir
skömmu komu m.a. fram at-
hyglisverðar tölulegar staðreynd-
ir. Þannig var hlutdeild Norð-
vesturkjördæmis í seldum gisti-
nóttum í landinu árið 2003
10,4%. Það skiptist þannig að
Vesturland var með 5,7% hlut-
deild, Vestfirðir 2,3% og Skaga-
fjarðar- og Húnavatnssýslur með
2,4%.
Það er ljóst að ferðaþjónustu-
aðilar á þessu svæði hljóta að
leggja áherslu á að auka hlutdeild
sína á þessu sviði sem öðrum á
næstu árum.
/ÖÞ
Jón Bjarnason er fyrsti flutn-
ingsmaður þingsályktunartil-
lögu um að standflutningar
verði teknir upp aftur. Í tillög-
unni er gert ráð fyrir að sam-
gönguráðherra verði falið að
hefja uppbyggingu strandsigl-
inga sem nauðsynlegs hluta af
vöruflutninga- og samgöngu-
kerfi landsins. Ráðherra undir-
búi með gerð áætlana og fram-
lagningu frumvarpa að ríkið
geti í framtíðinni tryggt reglu-
legar strandsiglingar til allra
landshluta með því að bjóða út
siglingaleiðir.
Í greinargerð með tillögunni
segir m.a. að á síðustu árum hafi
strandsiglingar verið að leggjast
af hér við land. Flutningsmenn
telja að ekki verði við það unað
enda má fullyrða að sjóflutningar
meðfram strandlengjunni séu
verulega vannýttur samgöngu-
kostur. Því leggja þeir til að sam-
gönguráðherra verði falið að und-
irbúa að strandsiglingar verði
hafnar á vegum ríkisins á grund-
velli útboða.
Einnig er tekið fram að fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalag-
anna hafi fallist á aðstoðarkerfi
sem Bretar hafa komið á til að
færa flutninga af vegum og yfir í
siglingar og að hóflegur styrkur
ríkis til slíkra aðgerða brjóti ekki
gegn samkeppnisreglum banda-
lagsins.
Flutningsmenn telja mikilvægt
að útboð á siglingaleiðum geti
hafist eigi síðar en haustið 2005.
Því er lagt til að ráðherra skili til-
lögum sínum sem allra fyrst og
eigi síðar en 1. febrúar 2005.
Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
Sauðfjárbændur
spyrna frá botninum
Strandflutningar verði
teknir upp aftur
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Samtaka afurðastöðva í mjólk-
uriðnaði nam innvigtun mjólk-
ur í desember 9,248 milljónum
lítra en var 9,086 milljónir lítra
í desember 2003. Nemur aukn-
ingin 1,8% á milli ára en ef litið
er til fjölda framleiðsludaga þá
var aukningin um 5% milli ára.
Á árinu 2004 skiluðu kúa-
bændur landsins um 112 milljón
lítrum mjólkur til afurðastöðv-
anna, ekki hefur verið framleitt
eins mikið magn mjólkur hér-
lendis síðan árið 1985 en þá nam
innvigtun í afurðastöðvar lands-
ins um 116 milljónum lítra.
Innvigtun mjólkur á síðasta
ári var um 3,6 milljónum lítrum
meiri en á árinu 2003 sem er
aukning um 3,4% milli ára. Það
sem af er verðlagsárinu hefur
innvigtunin verið 34,8 milljónir
lítra sem er um 2,3 milljónum
lítrum meira en á verðlagsárinu á
undan sem er aukning um 7%.
Þórólfur Sveinsson, formaður
Landssambands kúabænda, sagði
að ekki mætti gleyma því að á
sama tíma árið 2003 dró nokkuð
úr framleiðslu mjólkur en að það
hafi nú alveg gengið til baka. Þá
benti hann á að markaðurinn
þurfi 109 til 110 milljónir lítra á
ári, það sé það magn sem verið
er að selja prótínið úr.
,,Sumarið í fyrra var víðast
hvar indælt og þess vegna er til
mikið af góðu fóðri hjá bændum
og kýrnar mjólka því vel," sagði
Þórólfur.
Hann segir að sú mikla fjöl-
breytni sem átt hefur sér stað í
framleiðslu á mjólkurafurðum
eigi sinn þátt í aukinni mjólkur-
neyslu landans. Sömuleiðis hafi
sá samdráttur sem verið hefur í
fitusölunni í það minnsta stöðv-
ast. Hann segir að mjólkurfram-
leiðendur hafi tapað á kennara-
verkfallinu og slíkt hafi gerst áð-
ur í kennaraverkfalli. Börnin
drekka mikið af mjólk í skólun-
um, það dettur niður í verkfalli
og þá komi líka mikið los á allt
sem heitir næring. Þetta segir
Þórólfur Sveinsson að reynslan
sýni.
Uppgjör á sauð-
fjárskýrslum frá
haustinu 2004
Eins og áður þá byrjuðu skýrslur
úr sauðfjárræktinni frá haustinu
að berast til uppgjörs hjá BÍ
snemma í nóvember. Vinnan
gekk greiðlega og náðist að ljúka
uppgjöri á öllum skýrslum, sem
bárust fyrir 22. desember, fyrir
jól. Þá var búið að gera upp
skýrslur fyrir fleiri ær en nokkru
sinni áður á sama tíma. Uppgjör
var þá búið fyrir rúmlega 123
þúsund ær frá hasutinu 2004.
Hér verður ekki gerð grein fyrir
niðurstöðum. Eins og ýmsir þekkja
er hægt að finna niðurstöður úr
margvíslegu uppgjöri á vef Bænda-
samtakanna (bondi.is). Uppgjörið,
sem lokið er, er eins og ætíð á þess-
um tíma ákaflega misskipt eftir
landsvæðum, hlutfallslega lang-
mest af því er af Vestfjörðum og
Norðurlandi.
Þrátt fyrir að náðst hafi að ljúka
þetta miklu uppgjöri á þessum tíma
er ástæða til að vekja athygli á því
að vegna gæðastýringar þá er fá-
dæma mikil aukning í skýrsluhald-
inu, þannig að hlutfallslega er ekki
meiru lokið nú en áður.
Þess vegna er ástæða til að
minna alla þá mörgu skýrsluhald-
ara á, sem enn eiga eftir að skila
skýrsluhaldinu frá haustinu 2004,
að skilafrestur til þess að standast
ákvæði reglugerðar um gæðastýr-
ingu er til 1. mars 2005. Sá stóri
hópur sem enn á eftir að skila
skýrslunum er því hvattur til að
huga að þeim málum sem allra
fyrst. /JVJ/
Vilja endurbætur á
nautauppeldisstöð
BÍ í Þorleifskoti
"Félagsráð Félags kúabænda á
Suðurlandi telur brýnt að nú
þegar verði ráðist í endurbætur
á nautauppeldisstöð BÍ í Þorleif-
skoti, þannig að hún standist
kröfur reglugerðar nr. 438/2002
um aðbúnað nautgripa." Þannig
hljóðar ályktun sem samþykkt
var á á fundi félagsráðs Félags
kúabænda á Suðurlandi þann 4.
janúar síðastliðinn:
Í greinargerð segir: "Núver-
andi aðstaða í Þorleifskoti er orðin
mjög gömul og byggð á tímum
þegar allt aðrar aðstæður og kröfur
ríktu. Innréttingar eru orðnar úrelt-
ar og standast engan veginn
ákvæði reglugerðar um aðbúnað
nautgripa. Umönnun gripanna
þarna hefur hins vegar ætíð verið
til fyrirmyndar og umsjónarmönn-
um til stakrar prýði. Eins er húsa-
kostur stövarinnar ágætur og vel
við haldið. Því ætti ekki að vera
kostnaðarsamt að gera þær úrbæt-
ur sem þarf. Þeir kálfar sem aldir
eru upp í Þorleifskoti bera með sér
framtíðar erfðaefni íslenskrar
nautgriparæktar og því ætti það að
vera metnaður okkar að búa þeim
sem bestar aðstæður."
Mesta innvigtun
mjólkur frá 1985
Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda í apríl
Stjórn Landssamtaka sauðfjár-
bænda hefur ákveðið að halda að-
alfund samtakanna árið 2005 á
Hótel Sögu í Reykjavík, dagana 7.
og 8. apríl nk. Ástæða fyrir því að
fundartíma hefur verið flýtt frá
fyrra ári er ósk aðildarfélaga LS
og fulltrúa þeirra, þar sem fundar-
tími í júní eða ágúst þykir óhent-
ugur. Einnig er í sumum tilfellum
hagstæðari kjör á aðstöðu fyrir svo
stóran fund að vetri til en á
sumrin.
Það er allmikið vetrarríki í Skagafirði nú í byrjun árs og bregður mönnum við eftir snjólausa vetur að undanförnu. Víða hefur safnast mikill snjór að
byggingum, en þessi mynd náðist áður en þeir Kimbastaðabændur fóru að moka frá fannbörðum útihúsunum. Bændablaðsmynd/Gunnar