Bændablaðið - 25.01.2005, Qupperneq 9
Þriðjudagur 25. janúar 2005 9
Aloe Vera – gefandi jógúrt
Nú á dögum erum við almennt meðvituð um heilsusamlegt líferni
og þær náttúruafurðir sem löngum hafa verið nýttar til heilsu-
eflingar. Dæmi um þetta er Aloe Vera plantan, eyðimerkurliljan,
sem inniheldur yfir 100 virk efni sem geta verið mikilvæg fyrir
heilsu og útlit. Njótið endurnærandi ferskleika MS Aloe Vera
jógúrtar og jógúrtdrykkjar sem veita vellíðan og stuðla að innra
jafnvægi.
www.ms.is/aloevera
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
S
ÍA
–
9
0
5
0
0
0
2
G R A N AT E P L I O G A P P E L S Í N A
Fegurðin kemur innan frá
Dótturfélag SS
sameinast
Reykjagarði
Sláturfélag Suðurlands svf.
hefur sameinað dótturfélag
sitt SS Eignir ehf. Reykja-
garði hf. sem m.a. rekur
kjúklingasláturhús og kjö-
tvinnslu á Hellu.
Samhliða sameiningunni
er hlutafé Reykjagarðs aukið
og er að því loknu 195,7 millj-
ónir króna. Eftir aukningu
hlutafjár á Sláturfélagið 51%
hlutafjár í Reykjagarði.
Lokaátak í vatnsveitumálum
kúa- og ferðaþjónustubænda
Um síðustu áramót rann út frest-
ur mjólkur- og ferðaþjónustu-
bænda til að skila inn umsókn
um starfsleyfi fyrir vatnsveitur
sínar. Segja má að hér sé um að
ræða hluta lokaátaks vegna
gæðamála vatnsveitna matvæla-
framleiðanda og þeirra sem selja
mat. Árið 2001 var sett reglugerð
um að þessir aðilar verði að
sækja um starfsleyfi fyrir vatn-
sveitur sínar. Heilbrigðisfulltrú-
ar á hverjum stað framkvæma
úttekt á vatnsbólunum áður en
starfsleyfi er veitt og heilbrigðis-
nefndir viðkomandi sveitarfé-
laga veita síðan þeim vatnsveit-
um, sem standast kröfur, starfs-
leyfi í samræmi við neysluvatns-
reglugerð og lög um matvæli.
Birgir Þórðarson hjá Heilbrigð-
iseftirliti Suðurlands sagði að all-
nokkuð væri um það að bændur
væru með sínar eigin vatnsveitur
og að ástand þeirra flestra væri nú
orðið nokkuð gott og því lítið sem
gera þurfi til að fá starfsleyfi fyrir
þær. Víða eru komnar vatnsveitur
fyrir heilu hreppana og þær væru í
góðu standi. Mikill áhugi er fyrir
því að koma slíkum veitum á sem
víðast því þær eru öruggari en
heimaveiturnar.
Það er Sigrún Guðmundsdóttir,
heilbrigðisfulltrúi og mjólkurfræð-
ingur, sem hefur umsjón með
þessu verkefni Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands.