Bændablaðið - 25.01.2005, Qupperneq 11
Þriðjudagur 25. janúar 2005 11
Hátt kjarnfóðurverð bitnar
einna harðast á svínaræktend-
um. Rúmlega 40% af tekjum
svínabúanna fara í að kaupa
kjarnfóður. Þarna er því um að
ræða gríðarlega mikið hags-
munamál fyrir svínaræktendur
að sögn Ingva Stefánssonar, for-
manns Svínaræktarfélags Ís-
lands.
Hann segist hafa fengið þær
skýringar á háu kjarnfóðurverði
að flutningskostnaður hafi aukist.
Það sé vegna þess að ekki er hægt
að nýta skipin til baka með flutn-
ingi á fiskimjöli eins og gert var.
Sömuleiðis hafi eftirlitskostnaður
aukist, það er að segja sýnataka úr
fóðri til þess að ganga úr skugga
um að ekki sé salmonellu eða aðra
sjúkdóma að finna í fóðrinu.
,,Ég vil hins vegar taka það
skýrt fram að við teljum okkur
engan veginn hafa fengið fullnægj-
andi skýringar á fóðurverðinu,"
sagði Ingvi Stefánsson. Hann seg-
ist vita til þess að einhverjir svína-
bændur hafi aflað sér tilboða í að
kaupa heila skipsfarma erlendis frá
til þess að ná niður fóðurkostnaði.
Matthías H. Guðmundsson,
formaður Félags kjúklingabænda,
segir kjarnfóður vega mjög þungt í
rekstrarkostnaði kjúklingabúa.
Sem hlutfall af heildar rekstrar-
kostnaði er kjarnfóðurkostnaður
um það bil 50%. Hann segir þetta
vera langstærsta kostnaðarliðinn
hjá búunum.
,,Ég hef leitað eftir skýringum
hjá fóðurinnflytjendum á þessu
háa verði og fengið þau svör að
flutningskostnaður hafi aukist
mjög mikið því erfitt sé að fá
lausafarms flutningaskip. Uppi-
staðan í kjúklingafóðri er maís
eða korn sem að mestu leyti er
keypt frá Bandaríkjunum og þar
lækkaði verð á maís í haust auk
þess sem dollarinn hefur lækkað
niður í sögulegt lágmark. Síðan í
desember 2003 hefur verð á
kjarnfóðri hækkað um 23% en
gekk nýlega til baka um 3%. Eftir
stendur því 20% hækkun sem var
gerð 2003 meðal annars vegna
hás gengis dollarans og hversu
hátt verð er á fóðrinu. Nú hefur
verðið ytra lækkað niður í það
sem eðlilegt er. Gengið hefur
lækkað og þess vegna þykir okkur
undarlegt að fóðrið skuli ekki
lækka hér á landi og ekki síst
vegna þess að flutningskostnaður
á fóðri, sem kostar u.þ.b. 38 krón-
ur kílóið, er um 5 krónur á kíló-
ið," sagði Matthías.
Hann segir að í undirbúningi
sé fundur hjá forystumönnum
þeirra búgreina sem nota mest af
kjarnfóðri. Menn geti ekki sætt
sig við þær skýringar sem gefnar
eru á hinu háa verði.
Landssamband kúabænda hef-
ur gert úttekt á kjarnfóður-
verði hér á landi og erlendis.
Fram kemur m.a. í gögnum LK
að verðmunur hér og á hinum
Norðurlöndunum er gríðarlega
mikill og er kjarnfóður til að
mynda meira en helmingi ódýr-
ara í Danmörku en á Íslandi.
Verðþróun hérlendis hefur ver-
ið töluvert önnur en í ná-
grannalöndunum.
Umræða um hátt kjarnfóður-
verð hér á landi hefur verið hávær
meðal bænda undanfarið. Sem
dæmi má nefna að kjarnfóður fyr-
ir mjólkurkýr kostar að jafnaði
meira en 30 krónur kílóið. Kjarn-
fóðurkostnaður vigtar um það bil
10% í rekstri kúabúa. Á vef LK
segir að finna verði leiðir til að
lækka kjarnfóðurkostnaðinn
vegna þess hve þungt kjarnfóður
vegur í rekstri kúabúa.
Kjarnfóður um 50% af rekstrar-
kostnaði svína- og kjúklingabúa
Eyjólfur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Fóðurblöndunn-
ar, segir ástæðuna fyrir því að
verð á kjarnfóðri hér á landi er
allt að helmingi hærra en í Dan-
mörku vera flutningskostnaðinn
og dýrara hráefni sem liggur í
óskum bænda um að notað sé
fiskimjöl í fóðrið til að bæta
gæðin á fóðrinu. Bændum stend-
ur til boða sambærilegt ódýrt
fóður eins og selt er í Danmörku
en þeir nota það einungis til eldis
hér á landi. Flutningskostnaður-
inn hefur hækkað mikið á síð-
ustu misserum og Íslendingar
þurfa að flytja mest af sínum
hráefnum til fóðurframleiðslu
frá Bandaríkjunum og Evrópu
en Danir rækta megnið af sínum
hráefnum.
Þá segir hann að samkvæmt
reglum Evrópusambandsins megi
skip sem flytja fóður innan sam-
bandsins ekki flytja fiskimjöl héð-
an. Það verði að líða 6 mánuðir frá
því skip sem flutt hefur fiskimjöl
má flytja fóður. Þetta geri það að
verkum að skipin fari hugsanlega
tóm héðan sem geri flutninginn
mun dýrari en ella. Í júlí í fyrra var
sett á öryggisgjald vegna hafnar-
verndar skipa í Reykjavíkurhöfn
sem er vel á annað hundrað þús-
und krónur fyrir skip. Þá hefur
aukist kostnaður vegna reglugerða
sem koma frá Evrópusambandinu
og vegna eftirlits.
Í lok árs 2003 varð mikil verð-
hækkun erlendis á hráefnum eða
um 40 - 50% en þar á undan var
verð í lágmarki. Verðið á kjarn-
fóðri hér á landi hækkaði um 23%
en hefur síðan lækkað um 6% aftur
og mun halda áfram að lækka í
takt við lækkun á kostnaði við hrá-
efni. Eyjólfur segir að þessi verð-
hækkun erlendis hafi gengið til
baka að hluta og gengi erlendra
gjaldmiðla lækkað en flutnings-
gjöldin aftur á móti hækkað.
Flutningsgjöld frá Bandaríkjunum
hafi þrefaldast og flutningsgjöld
frá Evrópu séu enn að hækka. Þá
hafa flutningsgjöld frá kornfram-
leiðendum í Bandaríkjunum til
hafnar líka hækkað mikið. Eyjólf-
ur segir að hækkun flutningsgjalda
hafi étið upp hluta af lækkun doll-
arans og þá lækkun sem varð á
maís í Bandaríkjunum síðastliðið
haust vegna uppskerubata.
Flutningskostnaður á kjarn-
fóðri hefur hækkað mikið
-segir Eyjólfur Sigurðsson
framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar
Kjarnfóður mun dýrara en í Danmörku