Bændablaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 25. janúar 2005 F r a m l e i ð s l a o g s a l a b ú v a r a í d e s e m b e r 2 0 0 4 Meðalmjólkurinnlegg á hvert kúabú 109.208 131.182 121.371 119.226 78.732 82.413 89.212 95.540 100.120 60.000 70.000 80.000 90.000 100.000 110.000 120.000 130.000 140.000 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Ár Lí tr ar Meðalinnlegg á hvert sauðfjárbú 4.6824.584 4.396 3.225 3.286 3.451 3.695 4.184 4.207 2.500 3.000 3.500 4.000 4.500 5.000 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Ár kg k jö ts Fjöldi kúabúa 1.237 854893 929 972 1.039 1.1221.185 1.291 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Ár Fj öl di k úa bú a Fjöldi sauðfjárbúa 1.918 1.846 1.973 2.059 2.3142.3392.369 2.405 2.521 1.500 1.700 1.900 2.100 2.300 2.500 2.700 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Ár Fj öl di s au ðf já rb úa Þróun síðustu átta ára Kúabúum fækkaði um 34% en sauðfjárbúum um 27% Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir desember 2004 des.04 okt.04 jan.04 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2004 des.04 des.04 desember '03 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 416.196 1.371.135 5.384.501 -2,4 -1,4 -5,6 22,3% Hrossakjöt 102.372 346.465 883.109 49,5 35,1 -2,5 3,7% Kindakjöt* 135.943 4.693.401 8.644.029 -56,5 -11,4 -1,7 35,8% Nautgripakjöt 289.025 929.175 3.606.998 14,4 3,5 -0,5 15,0% Svínakjöt 423.891 1.420.430 5.597.498 -9,6 -8,7 -9,8 23,2% Samtals kjöt 1.367.427 8.760.606 24.116.135 -10,6 -6,8 -4,4 Mjólk 9.258.022 26.313.567 112.029.504 1,9 7,3 3,4 Sala innanlands Alifuglakjöt 410.854 1.307.005 5.236.278 11,3 -0,4 -3,6 23,6% Hrossakjöt 50.340 191.363 579.456 27,7 40,3 19,3 2,6% Kindakjöt 533.211 1.967.637 7.228.865 15,0 16,5 13,5 32,7% Nautgripakjöt 292.199 935.677 3.611.968 17,0 5,8 -0,1 16,3% Svínakjöt 425.048 1.415.297 5.475.074 -10,0 -5,6 -8,4 24,7% Samtals kjöt 1.711.652 5.816.979 22.131.641 7,4 5,3 1,2 Mjólk: Sala á próteingrunni: 8.839.274 27.177.284 109.538.183 0,7 2,5 2,9 Sala á fitugrunni: 9.767.335 26.200.729 98.649.788 0,0 1,2 1,8 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Kúabúum hefur fækkað hratt síðustu ár. Í lok ársins 1996 voru þau 1.291 talsins en í árslok 2004 alls 854. Þetta er fækkun upp á 34%. Heildarframleiðsla mjólkur hefur verið nokkuð jöfn á tímabilinu sem þýðir að búin sem eftir standa hafa aukið framleiðslu sína verulega. Meðalinnvigtun mjólkur frá framleiðanda hefur aukist jafnt og þétt um leið og framleiðendum hefur fækkað og nyt kúnna hefur aukist. Meðalinnvigtun hvers framleiðanda hefur aukist um 67% síðustu átta ár. Sauðfjárbúum með virkt greiðslumark hefur fækkað um 27% á síðustu átta árum, úr 2.521 niður í 1.846. Mesta fækkunin varð árið 2001 en þá fækkaði lögbýlum með virkt greiðslumark í sauðfé um 255. Í sumum tilvikum eru fleiri en einn innleggjandi skráðir á sama býli. Fjöldi innleggjenda er því nokkru meiri en fjöldi lögbýla með greiðslumark. Rösklega 300 lögbýli til viðbótar framleiða kindakjöt án þess að eiga greiðslumark, en það eru í flestum tilvikum lítil bú. Frá þessum býlum koma um 300 tonn af kjöti og um 30 tonn að auki frá framleiðendum utan lögbýla. Sauðfjárbú hafa stækkað á síðustu árum og afurðir eftir hvert og eitt aukist jafnt og þétt. Á átta ára tímabili hefur meðalinnleggið aukist um 45%. Innlagt kindakjöt í heildina hefur verið á bilinu 7.900 til 9.700 tonn á tímabilinu. Mest var framleitt árið 2000 eða 9.700 tonn. Fósturvísa- talning í sauðfé Síðastliðið ár nýttu þó nokkuð margir sauðfjárbændur sér þá þjónustu að láta telja fóstur í ám og gemlingum. Fósturtaln- ingu er best að framkvæma 45-90 dögum eftir fang. Þrif og flutningur á búnaði er framkvæmdur eftir reglum yfirdýralæknis. Þeir aðilar sem bjóða upp á fósturvísatalningu eru: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Ljótarstöðum, Skaftártungu, gsm. 866-0790, s. 487-1362. Elínu Heiðu Valsdóttur, Úthlíð, Skaftártungu, gsm. 699-5127, s. 487-1363. elinheida@visir.is Gunnar Björnsson, Sandfelli, Öxarfjarðarhreppi, hs. 465-2229, gsm. 822-6108 Anna Englund, Sandfelli, Öxarfjarðarhreppi, hs. 465-2229, gsm. 822-6106, netfang http://www4.mmed- ia.is/hunaver/fangskodun.htm Guðbrandur Þorkelsson, Skörðum, 371 Búðardal. S: 434-1302, gsm: 848-0206. Refa- og minkaveiðar Ríkinu ber sam- kvæmt lögum að greiða helming veiðilauna Árið 2003 ákvað ríkið að lækka þá upphæð sem það greiddi á móti sveitarfélögunum í veiði- laun fyrir ref og mink. Sveitar- félögin mátu það svo að ríkið greiddi ekki nema um 30% af veiðilaununum eftir lækkunina. Samkvæmt lögum ber því hins vegar að greiða 50% en lögun- um var ekki breytt þótt ákveðið væri að lækka upphæðina. Umhverfisstofnun sendi út bréf, dagsett 8. desember sl., um endurgreiðslur vegna refa- og minkaveiði. Hreppsnefnd Borgar- fjarðarsveitar lýsti fyrir skömmu megnustu óánægju með afgreiðslu stofnunarinnar á málinu. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar, sagði ríkið skýla sér á bak við fjárlögin og segi að á þeim sé ekki meiri fjár- veiting en þessi 30% sem nú eru greidd. Fyrir bragðið lendir það sem upp á vantar af kostnaði á sveitarfélögunum. Sveinbjörn seg- ir að Umhverfisstofnun hafi sett sér verðskrá veiðilauna. Hún sé svo lág að það fáist enginn maður til þess að veiða á þeim kjörum. ,,Okkar kostnaður af veiðun- um liggur á milli 1,5 til 2 milljónir króna á ári. Af því endurgreiðir ríkið um 400 þúsund krónur. Og þegar sveitarfélögin eru búin að greiða vsk. af allri upphæðinni er lítið eftir af því sem kemur frá rík- inu. Vegna alls þessa lýstum við yfir megnustu óánægju með mál- ið," sagði Sveinbjörn. Hann segir að Samband ís- lenskra sveitarfélaga geri allt sem það geti til þess að fá meira fé til að greiða í veiðilaun en það hafi ekki borið neinn árangur til þessa. www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.