Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Miklar umræður urðu á fundi fulltrúaráðs MS föstudaginn 4. nóvember sl. á Radisson SAS Hótel Sögu um fjárfestingarstefnu og framtíðarmál mjólkuriðnaðarins. Á fundin- um var hið nýja merki sameinaðs félags samþykkt og var augljóst að það féll fundar- mönnum almennt vel í geð, enda þótt ýmsir gerðu athugasemdir við framvindu nafna- málsins. Samhæfing gengur vel Á fundinum gerði Magnús H. Sigurðsson, formaður stjórnar MS, grein fyrir samhæf- ingu starfseminnar í MBF og MS og þróun í framleiðslumálum, en talsvert hefur vantað upp á að náðst hafi að framleiða í takt við mikinn söluárangur síðustu misseri. Hann flutti einnig tillögu að breytingum á sam- þykktum sem bornar voru upp og samþykkt- ar. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri gaf yfir- lit um starfsemi og rekstur MS og greindi ít- arlega frá þeim fjárfestingum sem félags- stjórnin hefur ráðist í á síðustu mánuðum. Einnig lagði hann áherslu á að í kjölfar þess að vel hafi verið unnið að samhæfingu innan MS þurfi nú að taka fyrir samræmingu í framleiðslumálum til þess að auka framlegð úr rekstrinum. Guðlaugur Björgvinsson sagði frá þróun fjármála og reksturs og kom m.a. fram í máli hans að hluti af starfsemi skrifstofu og fimm stöðugildi hefðu verið flutt á Selfoss. Í erindi Birgis Guðmundssonar framkvæmdastjóra um aðföng, framleiðslu og flutning var m.a. fjallað um það stóra og ábatasama verkefni að koma öllum afurðaflutningum í eitt flutn- ingskerfi á starfssvæði MS. Pálmi Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri SAM, fór á fundinum yfir uppgjör vegna verðlagsársins 2004 /2005 og Auðunn Hermannsson gæða- stjóri fjallaði um viðhorf í gæðamálum. Umræða um fjárfestingar Á fulltrúaráðsfundinum var það áberandi í máli félagsmanna að 16% hlutur KS í Norðurmjólk þótti of dýru verði keyptur. Forstjóri MS og stjórnarmenn lögðu hins vegar áherslu á að fjárfesting MS í Norður- mjólk væri lykilþáttur í frekari samhæf- ingu mjólkuriðnaðarins sem brýn nauðsyn væri á til þess að geta mætt aukinni sam- keppni þegar að henni drægi vegna breyt- inga á reglum um alþjóðaviðskipti. Hlutur MS í Norðurmjólk er nú 48%. Það var hins vegar ekki annað að heyra en að félags- menn væru sáttir við aukinn hlut MS í AGRICE, sem vinnur að því að selja sér- leyfi til framleiðslu á skyri erlendis og tryggja einkarétt á vörumerkjunum skyr og skyr.is á heimsmarkaði. MS á nú 66% hlut í fyrirtækinu. Mestar umræður urðu um kaup MS á 15% hlut í Fóðurblöndunni hf. Eins og einn fundarmanna komst að orði orkar það tvímælis að afurðasala bænda fjárfesti „aft- ur fyrir þá“. Eðlilegra væri að takmarka umsvif MS við ferilinn frá bónda til mark- aðar. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri sagðist líta á fjárfestinguna í Fóðurblöndunni sem áhugaverða fjárfestingu í umbreytingar- verkefni sem gæti komið kúabændum til góða og skilað arði til MS. Ekki væri endi- lega stefnt að varanlegu eignarhaldi í Fóð- urblöndunni og sjónarmið framleiðenda á fundinum yrðu til umfjöllunar í stjórn MS. Framtíðarmál á döfinni Á fundinum bentu stjórnarmenn á að þær fjárfestingar, sem til umræðu voru, væru að- eins hluti af þeim fjármunum sem félagið hefði til ávöxtunar. Það væri eitt af mikil- vægustu verkefnum stjórnenda MS að ávaxta þessa fjármuni og þar hefði vel til tekist. Hins vegar gæti verið þörf á því að fjallað yrði almennt um fjárfestingarstefnu MS á vettvangi fulltrúaráðsins. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri spurði í lok fundar hvort framtíð væri í útflutningi mjólkurafurða. Þar kvað við bjartsýnistón og ljóst var að ýmsir möguleikar verða til skoð- unar á næstunni. Guðbrandur sagði að fjórar leiðir kæmu einkum til greina: Í fyrsta lagi beinn útflutningur mjólkurafurða, t.d. til Færeyja eða á fjarlægari markaði; í öðru lagi sala á sérleyfum eins og unnið er að á vegum AGRICE; í þriðja lagi fjárfesting í mjólkur- iðnaði á erlendum vettvangi og í fjórða lagi ráðgjöf og verkefnisstjórnun, sem mikil spurn er eftir í ýmsum þróunarlöndum. Fundur fulltrúaráðs MS Fjárfestingar og útflutningur í brennidepli Borgarland kaupir á Hvanneyri „Við teljum þetta mjög gott tækifæri til þess að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á Hvanneyri, rétt eins og víðar hér í Borgarfirði,“ segir Guðsteinn Einarsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Borgfirð- inga. Félagið og Sparisjóður Mýra- sýslu eru tveir stærstu eigendur Borgarlands ehf. sem á fasteignir í Borgarnesi. Þar má nefna verslun- armiðstöðina Hyrnutorg, auk lóða í Borgarnesi sem félagið hyggur á uppbygginu á. Félagið er m.a. með í undirbúningi byggingu á glæsilegri íbúðablokk í miðbæ Borgarness. Nú eru frágengnir samningar milli Borgarfjarðarsveitar og Borgarlands um kaup á öllu hluta- fé í Hvönnum ehf. sem á húseign- ina Hvanneyrarbraut 3 á Hvann- eyri þar sem m.a. eru til húsa ýms- ar stofnanir og fyrirtæki sem tengjast landbúnaðinum. Kaup- verð er ekki gefið upp en Guð- steinn segir þó menn ganga sátta frá viðskiptunum. „Um þessar munir erum við með ýmis fleiri mál í skoðun og raunar erum við tilbúnir að skoða öll þau verkefni sem snúast um að byggja, eiga og leigja húsnæði á félags- og viðskiptasvæði okkar,“ segir Guðsteinn Einarsson. ISDNplús áskrift kost- ar 3.900 krónur á mánuði Eins og kom fram í síðasta tbl. Bændablaðsins, hóf Síminn að bjóða ISDNplús áskrift þann 1. nóvember sl. Verð áskriftarinn- ar er 3.900 kr. á mánuði og er þá innifalið 3.600 mínútna (60 klst.) notkun og fastagjaldið af ISDNplús, sem er 590 kr. Síminn býður jafnframt upp á þá þjón- ustu að láta notendur vita um notkunina í mánuðinum til að tryggja að ekki verði farið yfir þessa inniföldu notkun. Ef Netið er notað meira í mánuðinum þarf að greiða venjulegt gjald fyrir það en upphringigjald er fellt niður. Jón Baldur Lorange, forstöðu- maður tölvudeildar Bændasamtak- anna, hvetur bændur til að nýta sér þennan kost enda hafa Bændasam- tökin barist lengi fyrir því að Sím- inn bjóði bændum þessa áskriftar- leið, sem er áfangi á langri leið við að auka jöfnuð milli íbúa í þéttbýli og dreifbýli. Lengra hefði ekki verið komist að þessu sinni. Bændur njóti góðs af aukinni samkeppni Jón Baldur bindur vonir við að bændur muni njóta aukinnar sam- keppni og tækninýjunga á fjar- skiptamarkaðnum á næstu árum. Þar eigi eMAX fyrirtækið hrós skilið fyrir að koma upp háhraða- tengingum með örbylgju á lands- byggðinni við erfiðar aðstæður. Það sé engu að síður ljóst að stjórnvöld verði að koma að upp- byggingu á fjarskiptaþjónustu í dreifbýlinu í framtíðinni til að styðja við bakið á framsæknum fyrirtækjum. Það hafi stjórnvöld raunar þegar ákveðið að gera með því að leggja 2,5 milljarða króna í þessa uppbyggingu á næstu árum. Aðalfundur Eigenda- og rækt- endafélags land- námshænsna (ERL) hald- inn 5. nóv- ember 2005 hefur áhyggj- ur af gömlu erfðaefni landnáms- hænunnar sem gæti farið for- görðum ef H5N1-smit (fugla- flensa) berst til landsins. Aðalfundur ERL skorar á land- búnaðarráðuneytið og embætti yfir- dýralæknis að ganga strax til sam- starfs við stjórn félagsins til varnar stofninum. Hafa áhyggjur af landnámshænunni Kemur næst út 13. desember. Auglýsendur eru hvattir til að panta pláss í jólablaðinu með góðum fyrirvara. Í Húnaþingi vestra starfar kór eldiborgara. Nýlega hóf kórinn vetrarstarfið og auglýsti um leið eftir fleiri söngvurum. Fjóla Eggertsdóttir, einn af talsmönn- um kórsins, sagði í samtali við Bændablaðið að allir sem gaman hafa af söng séu velkomnir í kór- inn. Ekki sé skilyrði fyrir þátt- töku að vera í félagi eldri borg- ara. Fjóla sagði að kórstarfið hafi byrjað fyrir þremur árum með því að fólk fór að syngja saman þegar það hittist. Hún segir að þau geri lítið af því að syngja raddað því það vanti tilfinnanlega milliraddir. Þau hafi góðan tenór, sópran og bassa en milliraddirnar vanti. Helgi Ólafsson er stjórnandi kórs- ins en hann hefur verið kirkjuorg- anisti í nær 40 ár. ,,Við höfum fyrst og fremst sungið innan félags eldri borgara en síðastliðin 3 ár höfum við sung- ið við messu á uppstigningardag í kirkjunni á Hvammstanga. En kór- starfið er fyrst og fremst okkur sjálfum til ánægjuauka því kórinn er glaður hópur fólks sem nýtur þess að syngja saman,“ sagði Fjóla Eggertsdóttir. Glaður hópur sem nýtur þess að syngja saman Kórfélagar talið frá vinstri. Dóra Eðvaldsdóttir, Elísabet Eggertsdóttir, Theodór Pálsson, Fjóla Eggertsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Garðar Hannesson, Þorbjörg Konráðsdóttir, Baldur Skarphéðinsson, Þóra Eggertsdóttir, Lilja Lárusdóttir,Helgi S Ólafsson. Á myndina vantar. Gissur Sigurðsson, Guðrúnu Árnadóttir og Ölmu Levý Ágústdóttir. Þetta er 5. starfsár kórsins. Bændur og aðrir áhugasamir um kúabúskap: Fimmtudaginn 24. nóvember nk. kl. 21:00 verða haldnar kappræður um innflutning á erfðaefni í kýr. Atburður þessi verður haldinn á Hvanneyri, nánar tiltekið í matsal heimavistar Land- búnaðarháskóla Íslands (LBHÍ). Allir sem láta sig þetta málefni einhverju varða eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum að framsögu lokinni. Frummælendur verða valinkunnir menn úr landbúnaðargeiranum og stjórnandi verður Gísli Einarsson fréttamaður. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir almenning en ókeypis fyrir meðlimi skólafélags LBHÍ. Kappræður þessar eru haldnar til styrktar búfjár- ræktarklúbbi LBHÍ sem stendur á hverjum vetri fyrir fyrirlestrum og fræðsluferðum tengdum landbúnaði. Kappræður um innflutning á erfðaefni í kýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.