Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 33
33Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Þeir Kjartan Þorkelsson, sýslu- maður á Hvolsvelli, og Eymund- ur Gunnarsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi, kynntu nýlega fyrir sveitarstjórn Rangársþings eystra hugmyndir um að koma upp safni almannavarna. Eymundur sagði í samtali við Bændablaðið að fyrir tilstuðlan sýslumannsins í Rangárvallasýslu hefði verið gert gríðarmikið hættu- mat vegna Kötlu og Mýrdalsjök- uls. Í þetta var eytt miklu fé og að verkefninu kom hópur sérfræðinga og vísindamanna sem fjölluðu um málið frá öllum hliðum. ,,Við sýslumaður vorum að ræða þetta eitt kvöldið og fannst það skelfileg tilhugsun ef öll sú vinna og fé sem lögð var í þetta hættumat yrði ekki nýtt eitthvað meira. Þá fæddist hugmyndin um að búa til hamfarasafn. Við rædd- um þetta oft og lengi og ýmsar hugmyndir fæddust og loks var hugmyndin mótuð og kynnt,“ sagði Eymundur. Það þarf að hýsa safnið og það er nauðsynlegt að hafa aðkomu sveitarfélagsins Rangárþings eystra að þessu og þess vegna var farið á fund með sveitarstjórninni og hugmyndin kynnt þar. Eymund- ur sagði að sveitarstjórn hefði tek- ið mjög jákvætt undir að áfram yrði haldið við að þróa hugmynd- ina og sú vinna er nú hafin. Hér yrði ekki um safnmuni að ræða heldur það efni sem fyrir liggur í rituðu máli. En Eymundur segir að menn séu sammála um að enginn maður myndi nenna að ganga um og lesa bara af einhverj- um spjöldum. ,,Í apríl næsta vor verður haldin allsherjar almannavarnaæfing hjá lögreglu, björgunarsveitum og al- mannavörnum í Rangárvallasýsl- unum og Mýrdal. Við höfum hugsað okkur að taka æfinguna upp á myndband. Þá gætu gestir hamfarasafnsins skoðað mynd- bandið og hlustað á talað mál með því og lesið texta sem verður á spjöldum í safninu. Þar með gæti fólk séð hvað getur gerst,“ segir Eymundur. Hann segir þá hafa skoðað húsakosti sem kæmu til greina undir safnið og nefndu fyrst Goða- land í Fljótshlíð. Á fundinum með sveitarstjórninni kom fram að til er ónotað húsnæði í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Með því yrðu slegnar tvær flugur í einu höggi því nú þegar er starfsmaður í Sögusetrinu og því yrði þetta ekki dýrt fyrir sveitarfélagið. ,,En við viljum ekki hætta þarna, þar sem saman kominn verður mikill fróðleikur um jarð- fræði, náttúrusögu og fleira. Við sjáum að þetta geta orðið fræðaset- ur fyrir nema frá erlendum háskól- um, Háskólunum á Íslandi, Land- búnaðarháskóla Íslands og vís- indamönnum. Þar með væri þetta orðið bæði safn og fræðasetur,“ sagði Eymundur Gunnarsson. Rangárþing eystra Hugmynd um að koma upp safni almannavarna eMax minnkar að- stöðumun dreifbýlis Í Bændablaðinu 11. tbl. 11. árg. 7. júní sl. er á blaðsíðu 25 viðtal við Jón Baldur Lorange, forstöðu- mann tölvudeildar Bændasamtaka Íslands. Þar segir hann um samn- inga sveitarfélaga við eMax: „Forystumenn þeirra sveitarfé- laga, sem gengið hafa frá samn- ingum við eMax um þráðlausa há- hraðatengingu, sýna með þessu djörfung og fyrirhyggju. Þetta mun bæta samkeppnisaðstöðu sveitarfélaganna og halda fólki í byggðarlaginu og draga að nýja íbúa.“ Jón Baldur fagnar einnig því að eMax sjái sér fært að bjóða upp á þráðlaust netsamband í dreifbýli á viðráðanlegu verði. Það var okkur hjá eMax mikið gleðiefni að sjá þessa grein í Bændablaðinu þar sem metnaður okkar hefur staðið til að bjóða íbúum í dreifbýli og sumarbú- staðaeigendum upp á gott netsam- band þar sem þeir eru staddir. Þetta er metnaðarfullt starf og að mörgu þarf að hyggja og því er ánægjulegt þegar fagmaður á sviði tölvumála bænda tekur svo sterkt til orða sem Jón Baldur ger- ir í Bændablaðinu. Við erum þakklát fyrir þessi viðbrögð sem verða okkur hvatning í enn öfl- ugra starfi við að tengja þráðlaust netsamband í dreifbýli. (Af heimasíðu eMax)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.