Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Nú eru í fullum gangi fram- kvæmdir við nýja og öfluga vatnsveitu í Hrunamanna- hreppi. Skrifað hefur verið und- ir verksamning við Gröfutækni en það fyrirtæki mun grafa vatnsleiðsluna úr Fagradal að Flúðum. Einnig hefur verið skrifað undir samning við Einar Harðarson um að sjóða saman lögnina. Ef allt fer að skilum verða verklok ekki síðar en í apríl 2006. Ekki þarf að dæla vatninu þessa leið því það er sjálf- rennandi og á það eftir að spara mikla peninga. Nú eru greiddar um 2.000.0000 króna í dælukostn- að á ári. Hreppsnefnd hefur sam- þykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmd- anna að upphæð 35.000.000 kr. með 4,03% verðtryggðum vöxt- um. Nú er einnig verið að leggja vatn að Unnarholti og þaðan verð- ur lagt vatn að Bjargi og víðar. Mörg fleiri býli hafa sýnt áhuga á að fá vatn frá vatnsveitunni. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar- stjóri í Hrunamannahreppi sagði í samtali við Bændablaðið að í gengum tíðina hefðu íbúar í hreppnum verið í vandræðum með kalt vatn en nóg er af heitu vatni. Gárungar segja að kalda vatnið í Hrunamannahreppi sé verðmætara en það heita. Ísólfur Gylfi segir að á þurrkdögum jaðri við að spara þurfi kalda vatnið á Flúðum og ná- grenni. Uppsprettan í Fagradal gefur 25 sekúndulítra af mjög góðu vatni sem er meira en nóg. Leiða þarf vatnið frá uppsprettunni að Flúðum 12 km leið. Hrunamannahreppur Framkvæmdir við nýja vatnsveitu hafnar Í lok árs 2003 var ákveðið aðendurnýja allt stýrikerfi mjólk-urvinnslu Norðurmjólkur. Staðan var þá sú að tvö eldri stýrikerfi voru bilanagjörn og úrelt og erfitt að fá varahluti. Hér er um að ræða fjárfesting- arkostnað upp á um 160 millj- ónir króna sem deilist á þriggja ára tímabil fyrir utan vinnu- framlag starfsmanna Norður- mjólkur sem er gríðarlegt. Eitt fullkomnasta stýrikerfi í Evrópu Í janúar 2004 var samið við sænska fyrirtækið TETRA PAK um verkið, þ.e. hönnun, forritun og uppsetningu. Nýja kerfið er það fullkomnasta sem völ er á og eitt fullkomnasta stýrikerfið í mjólkurvinnslu í Evrópu. Mjólkur- vinnslunni og þvottakerfum er að öllu leyti stjórnað í tölvu með mús gegnum skjámyndakerfi og hefur stjórn- andinn mjög góða yfirsýn yfir virkni kerfisins. Stýrikerfið nær til allt að 2.000 stýripunkta í vinnslunni, m.a. stýringu ventla, þrýstings, magns, hitastigs, hæðar- gilda, pH-gilda og s n ú n i n g s h r a ð a ásamt stopp- og startmerkjum. Þess má geta að um 800 ventlar eru á mjólkur- lögnunum. Fimm áföngum af sex lokið Strax var ákveðið að skipta uppsetningum í 6 einingar svo að framleiðslan raskaðist sem allra minnst. Nú er búið að skipta út 5 einingum og er sú sjötta og sein- asta áætluð í mars 2006. Upp- setningarnar hafa að jafnaði haf- ist á föstudegi og lokið á sunnu- degi og vinnsla hafist vandræða- laust daginn eftir. Kerfið er einnig byggt upp með rekjanleika þannig að rekja má hvaða mjólk hefur farið í hvaða vöru. Sú viðbót verður tek- in í notkun á árunum 2006-2007. Norðurmjólk fjárfestir í stýri- kerfi fyrir 160 milljónir króna Oddgeir Sigurjónsson, framleiðslustjóri, við tvo tölvukassa sem hýsa stýrikerfið. Allar þessar upplýsingar rúmuðust áður í vélbúnaði sem fyllti heilt herbergi. „Rannsóknir hafa leitt í ljós að hestain- flúensuveiran hefur breyst mjög lítið þó svo hún hafi aðlagast nýjum hýsli,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Und- anfarið hafa borist fréttir frá Bandaríkj- unum um breytingar á þeirri veiru, sem veldur inflúensu meðal hrossa. Sýking þessi heitir A/equine 2 (H3N8) og sýkir einnig hunda. Sýnt hefur verið fram á fernar breytingar í uppröðun amínósýra í mikilvægu yfir- borðspróteini, sem virðist nægja til þess að veiran sýki frumur hunda. Ekki er vitað um orsakir þessa. Veikin er orðin nokkuð út- breidd meðal hunda í Bandaríkjunum og hefur greinst í minnst átta ríkjum. Veikin er skilgreind sem alvarleg öndunarfærasýking hjá hundum, þar sem hætta er á að 5% hunda drepist enda þótt margir þeirri sleppi með tiltölulega mild einkenni. Ekki hefur verið greint frá því að veiran hafi borist aftur úr hundum í hesta, enda hestainflúensa landlæg í Bandaríkjunum og flestir hestar þar bólusettir. En má búast við því, hvað sem bólusetningu líður, að smit berist úr hundum yfir í menn? „Það er talið ólíklegt, því afar sjaldgæft er að veirur flytji sig á milli tegunda með þeim hætti sem nú hefur gerst; það er frá hestum yfir í hunda. Í ljósi nábýlis hunda og manna hefur slíkt þó ekki verið útilokað,“ segir Halldór Runólfsson og bætir við að ef varkárni sé ekki gætt í innflutningi hunda frá Bandaríkjunum geti það valdið hættu fyrir íslensk hross. Veiran er þess eðlis að hún missir smit- hæfni sína fljótt utan hýsilsins, auk þess sem sýkt dýr smita frá sér í tiltölulega stutt- an tíma. Tvöföld sýnataka í sóttkví mun leiða í ljós hvort einhverjir hundar eru sýkt- ir. Fjögurra vikna sóttkví gefur nægt svig- rúm til að ákveða frekari aðgerðir, ef þörf krefur. Tjón hrossaræktarinnar vegna tíma- bundinnar stöðvunar á allri starfsemi og út- flutningi yrði umtalsvert, auk þess sem hætt er við að einhver hross dræpust úr veikinni. Bólusetning gegn hestainflú- ensu er dýr og veitir aðeins takmarkaða vörn, segir á heimasíðu yfirdýralæknis. Hestainnflúensan bandaríska, sem menn eru nú á varðbergi gagnvart, er af allt öðrum meiði en hrossasóttin íslenska vorið 1999, sem víða olli usla. Þar var um að ræða veiru sem ekki hefur verið talin sjúkdómsvaldandi hjá hrossum erlendis en náði engu að síður að valda miklum búsifjum hér á landi vegna þess hve hrossastofninn hér var næmur og þétt- leiki hrossa mikill. „Sú veira lifir lengur í umhverfinu og því var erfitt að hindra út- breiðslu hennar. Hitasóttin var dæmi um hversu mikil áhrif það hefur á umsvif tengd hestum ef nýr smitsjúkdómur berst í hrossa- stofninn og hlýtur í öllu falli að vera víti til varnaðar,“ segir Halldór Runólfsson. -sbs Breytingar á veiru sem veldur inflúensu meðal hrossa Framboð af stein- efna-, snefilefna- og vítamínblöndum Bændasamtök Íslands hafa síðustu daga unnið að því að taka saman í eina töflu þær steinefna-, snefilefna- og vítam- ínblöndur, sem eru á boðstólum á íslenskum markaði og ætlaðar búfé. Í töflunni kemur m.a. fram efnainnihald og verð. Þessi upp- lýsingasöfnun er liður í átakinu „Aukum mjólkurframleiðsluna“ sem BÍ stendur fyrir. Kúabændur eru í auknum mæli farnir að kalla eftir þar til gerðu yfirliti til að auðvelda val- ið og kaupin á viðkomandi bæti- efnum. Illa hefur gengið að nálgast þessar upplýsingar hjá söluaðil- um, en svo virðist sem upplýs- ingarnar liggi ekki fyrir og að þeir þurfi að leggja í nokkra vinnu við að koma þeim á staðl- að form. Ekki er því hægt að birta töfluna í þessu tölublaði eins og til stóð en taflan er kom- in á vef BÍ www.bondi.is og nýjum aðilum bætt við þegar þeir senda upplýsingarnar til Bændasamtakanna. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um lax- og silungs- veiði. Félag eiganda sjávarjarða við austanverðan Eyja- fjörð, Tjörneshreppur og eigendur Kaldaðar- nes í Árborg, hafa gert athugasemdir við frum- varpið og sent þær til endurskoðunarnefndar lax- og silungsveiðilaga. Í fyrrnefndum athuga- semdum er því haldið fram að orðalag í frum- varpinu sé þannig að mjög auðvelt sé fyrir veiðimála- stjóra að banna silungsveiðar í net í sjó. Félag eigenda sjávar- jarða við austanverðan Eyja- fjörð var einmitt stofnað vegna banns sem veiðimálastjóri setti á silungsveiðar í net í sjó vorið 2004. Eftir að málið hafði verið sent til umboðsmanns Alþingis og hann gert umtalsverðar athuga- semdir við veiðibannið var því aflétt. Veiðiréttur er eignarrétt- indi Bændur benda á að veiðiréttur sé eignarrétt- indi sem njóti verndar e i g n a r r é t t a r á k v æ ð i s stjórnarskrár og Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Veiðiréttindin séu friðhelg og eigendur þeirra megi ekki skylda til að láta þau af hendi nema almenningsþörf krefji og komi þá gjald fyrir. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli við Eyjafjörð, á sæti í stjórn félagsins. Hann segir í samtali við Bændablaðið að bændum þyki réttur þeirra til veiða í sjó ekki virtur að fullu í frumvarpinu. Hann segir að í því séu kaflar sem gefi veiðimálastjóra heimild til að loka fyrir netaveiðina í sjó. ,,Við erum mjög ósáttir við það að lögvarinn réttur okkar skuli ekki að fullu virtur. Við bendum til að mynda á það að ráðherrar sögðu að ekki væri hægt að afturkalla tvöföld laun þeirra vegna þess að þetta væru löglega áunnin réttindi og stjórnarskrárvarin. Það er alveg eins með veiðirétt okkar, hann er löglega áunninn og stjórnarskrár- varinn. Sömuleiðis viljum við, ef friða á fiskinn, að hann verði frið- aður jafnt á hrygningarsvæðunum sem utan þeirra. Ef takmarka á veiði á einhvern hátt þá verði það gert á sanngirnisnótum og einum sé ekki bannað til þess eins að rétta öðrum hlunnindin,“ segir Bergvin . Hann segir að bændur geti ekk- ert gert sér til varnar í þessu máli nema gera þessar athugasemdir og biðja alþingismenn að virða rétt þeirra. Nýtt lagafrumvarp um lax- og silungsveiði Bændur óttast að gengið verði á lögvarinn rétt þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.