Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 46
46 Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Hér verður farið yfir helstu þætti sem nú liggja fyrir varð- andi framkvæmd einstaklings- merkinganna. Tilgangurinn er að upplýsa sauðfjárbændur eins og kostur er um merkingarnar og ennfremur að leiðrétta marg- víslegan misskilning og rang- færslur sem virðist vera viðhald- ið um ýmis atriði er lúta að framkvæmd þessa verkefnis. Breytingar á reglugerð nr. 289/2005 um merkinga búfjár: Landbúnaðarráðherra hefur þann 15. nóvember 2005 gefið út ,,Reglugerð um breytingu á reglu- gerð um merkingar búfjár nr. 289/2005“. Veigamestu breyting- arnar varða eftirtalin atriði: a) Áletrun á merkin verður breytt þannig að bæjarnúmer og fjög- urra stafa gripanúmer verður nú á báðum hlutum merkisins (Sjá myndir). Einstaklingsnúmerið verður - ,,fjögurra stafa gripa- númer, þar sem fyrsti stafur númersins er síðasti tölustafur fæðingarárs, en síðari þrír tölustafir eru númer grips inn- an hjarðar“. b) Ekki er lengur gerð krafa um merki í bæði eyru, þannig að ,,ásetningslömb/-kið skal merkja með plötumerki í a.m.k. annað eyrað“. Bændum er eftir sem áður frjálst að merkja ásetningslömb í bæði eyru kjósi þeir svo, en þá verða þeir sjálfir að kaupa aukamerk- ið. c) Yfirdýralæknir getur nú heim- ilað endurnýtingu lamba- og kiðamerkja. d) Lömb og kið, ásett haustið 2005, skal einstaklingsmerkja fyrir 15. mars 2006. e) Sauðfé og geitfé, sem fætt er fyrir 1. janúar 2005 og merkt í samræmi við skýrsluhald Bændasamtakanna, þarf ekki að merkja en fullorðið fé, sem ekki er þannig merkt, verður að merkja samkvæmt reglu- gerðinni fyrir 15. mars 2006. Greiðsla fyrir merkin: Framkvæmdanefnd um bú- vörusamninga, sem er opinber nefnd, samstarfsnefnd stjórnvalda og Bændasamtakanna, hefur ákveðið að nota fjármuni af þró- unarfé sauðfjársamnings til þess að greiða fyrir eitt merki í hverja ásetta kind haustið 2005 hvort sem fjáreigandi býr á lögbýli eða ekki. Niðurstaða lokaðs útboðs á merkjum: Eins og þegar hefur verið tilkynnt var niðurstaða lokaðs útboðs á eyrnamerkum í sauðfé, sem land- búnaðaráðuneytið fól Bændasam- tökum Íslands að annast, að sam- ið var við Plastiðjuna Bjarg - Iðjulund/Os Husdyrmerkefabrikk a/s um framleiðslu og dreifingu á ,,Combi 2000“ eyrnamerkjum. Sú niðurstaða er í fullu samræmi við útboðslýsingu eftir að Emb- ætti yfirdýralæknis afturkallaði viðurkenningu á merkjum sem ekki stóðust átaksprófun sam- kvæmt reglum embættisins um eiginleika merkjanna. Verðið sem greitt er fyrir hvert merki er kr. 22.44 (miðað við sölugengi á Nkr, 15.11.2005). Ísetningarbún- að og póstdreifingarkostanað verða umráðamenn sjálfir að greiða. Hvaða merkjategundir eru viðurkenndar ? Embætti yfirdýralæknis hefur úr- skurðað hvaða merki eru viður- kennd í ásetningsfé haustið 2005, sbr. eftirfarandi sem birtist í orð- sendingu á heimasíðu Bændasam- taka Íslands 28. október: „Embætti yfirdýralæknis hefur skoðað og metið þau merki er emb- ættinu bárust í tengslum við „Lokað útboð (verðkönnun) á einstaklings- merkjum í ásetningslömb, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 289/2005“. Eftirfarandi merki eru þau einu sem Embætti yfirdýralæknis viðurkennir til nota í ásetningslömb haustið 2005: 1. Combi 2000 og CombiE raf- rænt merki frá Os Husdyr- merkefabrik a/s, N-2550 Os i Österdalen, umboðsaðili Plast- iðjan Bjarg - Iðjulundur, Dal- braut 1, 600 Akureyri. 2. LeefTag (New Leef) frá Haupner, umboðsaðili Axi ehf., pósthólf 10129, 110 Reykjavík. 3. Zee Tag midi tag frá Cox, um- boðsaðili Vélaborg, Krókhálsi 5F, 110 Reykjavík. Önnur merki er embættinu bár- ust standast ekki þær kröfur er sett- ar voru fram í tengslum við ofan- greint útboð“. Pantanir á merkjum: Allar merkjapantanir eiga að fara gegnum tölvukerfið MARK og eru bændur hvattir til að ganga frá pönt- unum hið fyrsta. Samkvæmt samn- ingi BÍ við Plastiðjuna Bjarg/Os Husdyrmerkefabrik a/s er gert ráð fyrir að afhendingarfrestur merkja verði að hámarki 4 vikur. Vakin er aftur athygli á að ásetningsfé 2005 skal merkt fyrir 15. mars 2006. Hægt er að panta öll viðurkennd merki í tölvukerfinu MARK. Merkjapantanir í eldri gripi: Þeir bændur, sem eru ekki með eldra fé sitt merkt samkvæmt of- angreindum ákvæðum reglugerð- arinnar, geta einnig pantað þau gegnum tölukerfið MARK. Þá verða þeir að gefa upp fæðingar- ár gripsins (sennilegasta fæðing- arár, sé það ekki vitað) og gripa- númer. Áletrun á merkin: Eftir víðtækt samráð við hags- munaaðila hafa Bændasamtökin og yfirdýralæknir sameiginlega ákveðið hvernig áletrunin á merkin verður. Rökin fyrir ákvörðuninni eru að með þessu lagi skiptir ekki máli hvort horft er framan eða aftan á kindina til að lesa bæjar- eða gripanúmer. Merkin þurfa að snúa rétt í eyr- anu. Sé mismunandi áletrun á pinnahluta (karlhluta) og gathluta (konuhluta) er meiri hætta á að merkinu sé snúið öfugt í eyra kindarinnar við ísetningu og að merkin tapist. Gripanúmerið hefur verið ein- faldað, sem gefur möguleika á að hafa stafina stærri og auðlæsi- legri. Hvað gera þeir bændur sem þegar hafa pantað merki ? Bændur, sem þegar hafa gengið frá pöntun merkja í tölvukerfinu MARK, þurfa ekki að gera það aftur. Það eina sem breytist er að áletrun á merkin verður ekki sú sem þeir kunna að hafa valið. Stefnt er að því að senda þessum bændum bréf til að tilkynna þeim um breytinguna og gefa þeim þannig kost á að endurskoða pöntuð númer, telji þeir þörf á því. Hvað ef ekki er merkt eða merkt með óviðurkenndum merkjum? Samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr 175/2003 um gæðastýrða sauðfjár- framleiðslu er: ,,framleiðanda skylt að einstaklingsmerkja allan fjárstofn sinn samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur . . . . .“. Það er skylda okkar að vekja at- hygli á þessu og þar með að vara menn við að ófullnægjandi merk- ing, þ.m.t. ef notuð eru merki sem ekki eru viðurkennd, getur varðað rétt bænda til álagsgreiðslna sem tengjast gæðastýringu. Aðstoð við merkjapantanir Starfsmenn tölvudeildar BÍ (S: 563 0300) og búnaðarsambandanna veita upplýsingar og aðstoð við merkjapantanir. Verðlaunaknapar ársins, f.v.: Jóhann Skúlason, Sigurbjörn Bárðarson, Árni Björn Pálsson, Sigurður Straum- fjörð Pálsson, Þórður Þorgeirsson, Sigurður Sigurðarson og Styrmir Árnason. Ljósm.: Eiðfaxi/Una. Sigurður í Þjóðólfshaga knapi ársins Hestamenn héldu sína árlegu uppskeruhátíð í Broadway á Hótel Íslandi fyrir skemmstu. Að venju voru þar verðlaunaðir þeir knapar sem skarað hafa fram úr á árinu, auk ræktunarbús árs- ins. Að þessu sinni var það Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga sem var valinn knapi ársins en segja má að hann hafi aldeilis blómstrað í ár. Hann náði frábærum árangri á öllum sviðum, sýndi miklar fram- farir í reiðmennsku og náði sigrum jafnt í gæðinga-, íþrótta- og skeið- keppnum, auk þess að sýna góð kynbótahross. Hann er góð fyrirmynd og hefur sýnt prúðmennsku og ástundun svo eftir er tekið. Enginn sem á horfði mun heldur gleyma sýningu hans á gæðingnum Silfur- toppi frá Lækjarmóti á HM þar sem hann var stærsta leynivopn Ís- lands og hampaði heimsmeistaratitli í fjórgangi. Þeir sem hlutu verðlaun á hátíðinni voru eftirtaldir: Efnilegasti knapi ársins - Sigurður Straumfjörð Pálsson. Kynbótaknapi ársins - Þórður Þorgeirsson. Gæðingaknapi ársins - Árni Björn Pálsson. Skeiðknapi ársins - Sigurbjörn Bárðarson. Íþróttaknapar ársins - Jóhann Skúlason og Styrmir Árnason. Knapi ársins - Sigurður Sigurðarson. Ræktunarbú ársins - Blesastaðir 1a Einnig voru Jóhanni Þorsteinssyni, sem lengst af bjó í Miðsitju í Skagafirði, veitt sérstök heiðursverðlaun á hátíðinni fyrir áralangt framlag sitt til greinarinnar. Jóhann hefur átt við veikindi að stríða og gat því ekki komið á hátíðina, en eiginkona hans, Sólveig Stefánsdótt- ir, tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd við mikið lófatak hátíð- argesta. /HGG Einstaklingsmerkingar sauðfjár Pinnahluti, aftan í eyra Gathluti, inni í eyra Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri á ráðunautasviði BÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.