Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 32
32 Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Eftir um 10 mánaða fram- kvæmdatíma er Vélaver hf. flutt í nýtt 3.500 fermetra hús- næði að Krókhálsi 16 í Reykja- vík. Opnunarhátíðin var haldin sl. laugardag. Sérstök áhersla lögð á snyrtilegt umhverfi Húsið er nú fullfrágengið, en það skiptist í um 1.000 fermetra tæknideild, 1.000 fermetra vara- hlutarými, 1.000 fermetra sýning- arsal og 500 fermetra skrifstofu- aðstöðu. Lóð Vélavers er nær fullfrá- gengin en hún er um tveir hektar- ar að stærð. Við hönnun og frá- gang lóðarinnar hefur verið tekið tillit til nálægðar við golfvöllinn í Grafarholti og útivistarsvæði Reykvíkinga en lóðin liggur að því svæði. Sérstök áhersla er lögð á snyrtilegt umhverfi en um 3.000 fermetrar eru þaktir gróðri. Einn- ig hefur verið komið fyrir fallegri grjóthleðslu og upplýstri tjörn. Mjög góð aðkoma er að fyrir- tækinu fyrir allar gerðir ökutækja og hátt í tvö hundruð malbikuð bílastæði. Stærsti sýningarsalur landsins fyrir atvinnutæki Eins og áður sagði er sýningarsal- ur Vélavers yfir 1.000 fermetrar og mun hann þar með vera stærsti sýningarsalur landsins fyrir at- vinnutæki. Salurinn er mjög glæsilegur og lofthæð mikil, þannig að í honum rúmast allar gerðir vinnuvéla, vörubíla, landbúnaðarvéla, lyftara og önnur atvinnutæki sem fyrir- tækið selur. Hin nýja aðstaða ásamt aukinni skrifstofuaðstöðu gerir Vélaveri kleift að auka enn frekar tækja- og vöruval sitt. Í varahlutaverslun fyrirtækis- ins er þjónustuafgreiðsla sérhönn- uð með persónulega þjónustu við viðskiptavininn í huga og góða aðstöðu fyrir afgreiðslumenn, en þeim mun fjölga í varahlutaversl- un við þessa breytingu, jafnframt því sem vöruúrval verður aukið. Tölvubúnaður hefur einnig verið endurnýjaður Nýtt símkerfi hefur verið tekið í notkun og þar er áfram lögð áhersla á persónulega þjónustu, sem mun auðvelda viðskiptavin- um að ná sambandi við starfsfólk fyrirtækisins, hvar sem það er statt. Tæknideild í fremstu röð Tæknideild fyrirtækisins hefur að mestu verið búin nýjum tækjum af fullkomnustu gerð. Í því sam- bandi má nefna nýja 25 tonna skæralyftu fyrir vörubifreiðar, sem er sú eina sinna tegundar hér á landi, auk frístandandi pósta- lyftu fyrir traktorsgröfur, dráttar- vélar og rafmagnslyftara. Auk þess hefur tæknideildin á að skipa mælitæki sem getur m.a. mælt afl dráttarvéla. Sérstök áhersla hefur verið lögð á góða starfsmannaaðstöðu tæknideildar og hún byggð sam- kvæmt ströngustu kröfum um umhverfis- og hollustuhætti á vinnustöðum. Tæknideild Vélavers hefur á að skipa einni bestu og fullkomn- ustu aðstöðu sem völ er á til að þjónusta viðskiptavini fyrirtækis- ins. Stefnt er að því að auka enn frekar menntunar- og þekkingar- stig starfsmanna tæknideildar þannig að hún verði í fremstu röð hér á landi. Framkvæmdin á áætlun Þrátt fyrir mikla þenslu á vinnu- markaði á yfirstandandi ári, bend- ir flest til þess að kostnaðaráætlun varðandi framkvæmdina hafi í meginatriðum staðist og fermetra- verð í húsinu sé hagstætt miðað við verðlag á atvinnuhúsnæði. Það sem af er árinu hefur verið annasamt hjá Vélaveri í viðskipt- um en rekstrartekjur félagsins hafa aukist um liðlega 50% á fyrstu 10 mánuðum ársins, sam- anborið við sama tíma í fyrra, að sögn Magnúsar Ingþórssonar, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Vélaver flytur í stórglæsilegt húsnæði Helstu framkvæmdaaðilar við bygginguna voru fyrirtækin Borg- arvirki og JMP-vélar, sem sáu um jarðvinnu, Alefli hf. sem tók að sér sökkla, plötu og innanhússfrágang. Fyrirtækið Grand-Lagnir sá um pípulagnir og Rafþjónustan sá um raflagnir. Húsið er keypt af fyrirtækinu Límtré-Vírneti og sá það um að reisa húsið og klæða það með yleingingum. Hönnuðir hússins er Teiknistofan upp á lofti, aðalarkitekt Mar- teinn Huntingdon en innanhússarkitekt Hans Unnþór Ólason. Verkfræði- og eftirlitsþjónusta var í höndum fyrirtækins Ferils. Greining hey- sýna hjá LBHÍ -Athugasemdir vegna greinar í Bændablaðinu 8. nóvember sl. Í tilefni af frétt Bændablaðsins frá 8. nóvember um að bændur hafi sent heysýni til Noregs vegna seinagangs í afgreiðslu heyefna- greininga hjá Landbúnaðarhá- skóla Íslands (LBHÍ) viljum við koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum: 1. Landbúnaðarháskóli Íslands býð- ur upp á heyefnagreiningar og fylgir þar fyrirkomulagi sem var rækilega kynnt í Bændablaðinu og einstökum búnaðarsambönd- um. Þar kemur fram bæði verð og afgreiðslufrestur. Miðað er við að afgreiðslufrestur niðurstaðna frá móttöku sýnis sé um 30 dagar fyrir hefðbundna greiningu með steinefnum. Í ár var reiknað með að fyrsta útsending niðurstaðna gæti orðið um miðjan ágúst og að 10 október yrði síðasti móttöku- dagur á haustönninni. 2. Sá háttur hefur verið hafður á að búnaðarsambönd safna saman sýnum hvert hjá sér og senda síð- an að Hvanneyri. Á sama hátt eru niðurstöður sendar til flestra bún- aðarsambanda að þeirra ósk og þau koma þeim síðan áfram til bænda með leiðbeiningum. 3. Okkur sýnist að LBHÍ hafi staðið við þann mánaðarafgreiðslufrest, sem gefinn var á þessari vertíð. Við höfum hins vegar hvorki upp- lýsingar um hversu lengi sýni bíða hjá búnaðarsamböndum eftir að þau fara frá okkur né hvenær þau koma niðurstöðum okkar áfram til bænda. 4. Gerð var tilraun til þess fyrir nokkrum árum að bjóða upp á 10 daga afgreiðslufrest gegn auka- gjaldi. Enginn sýndi því áhuga. 5. Þeir bændur, sem sendu sýni sín til Noregs nú, þurftu að greiða fyrir það umtalsvert hærra gjald en þeim stóð til boða með því að skipta við LBHÍ. Reikna má með að niðurstöður sem þaðan koma séu tæplega eins áreiðanlegar þar sem stuðst er við aðferðir sem ekki byggjast á niðurstöðum mælinga á íslenskum heysýnum. Umhugað að bæta þjónustuna Landbúnaðarháskóla Íslands er um- hugað að bæta þjónustu sína við ís- lenska bændur. Til þess að hraða þjónustunni gætu bændur sent sýni sín beint til okkar og við kæmum niðurstöðum síðan rakleiðis til þeirra. Hins vegar er okkur til efs að unnt sé að hraða greiningum um- talsvert á háannatíma umfram það sem nú er, við óbreytt fyrirkomulag. Tryggvi Eiríksson, Landbúnaðarháskóla Íslands Jólablað Bændablaðsins kemur út þriðjudaginn 13. desember Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudaginn 7. desember. Smáauglýsingum þarf að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 8. desember. Viðskiptavinir og lesendur eru beðnir að athuga að þrjár vikur líða á milli þessara blaða en að öðru jöfnu kemur blaðið út með tveggja vikna millibili. Þeir voru að vonum ánægðir á opnunarhátíðinni sem var haldin sl. laugardag. F.v. Pétur Guðmundarson stjórnarformaður og Magnús Ingþórsson framkvæmdastjóri. Á opnunarhátíðinni lögðu margir leið sína á verkstæðið til að skoða nýju 25 tonna skæralyftuna, sem er sú eina sinna tegundar hér á landi. Efri mynd: Margir bændur komu til að fagna með Vélaversmönnum. Á neðri mynd má sjá nokkra af gestum fyrirtækisins sl. laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.