Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Loðskinn sem tískufatnaður Hinir árlegu bændadagar, sem Skagfirðingabúð á Sauðákróki gengst fyrir, voru haldnir fyrir skömmu. Bændadagarnir sem eru tveir samliggjandi dagar fel- ast í því að sauðfjár- og kúa- bændur koma í verslunina og kynna framleiðsluvörur sínar og eru dagarnir haldnir í samvinnu við sláturhúsið og mjólkursam- lagið. Verslunin er með sérstak tilboð á mjólkur- og kjötvörum þessa daga og nemur afsláttur frá hefðbundnu verði á bilinu 25- 35%. Hafa þessir dagar mælst mjög vel fyrir hjá neytendum, sem auk þess að kaupa vöru á sérlega hagstæðu verði, gefst þarna kostur á að hitta bændur og ræða við þá um þær vörur sem eru á boðstólum. Landbúnaðar- ráðherra í heimsókn „Þessir dagar gengu ljómandi vel eins og þeir hafa raunar gengið frá upphafi. Hér var mikill fjöldi fólks báða dagana enda veit heimafólk að það er hægt að gera mjög góð kaup. Við seldum um 10 tonn af mjólkur- og kjötvörum sem var svipað magn og við áttum von á. Það fór t.d. heilt tonn af osti þessa tvo daga og það var algengt að sjá fólk fara út með 10-15 dilkalæri í kerrunni. Svo var mjög ánægjulegt að landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, var hjá okkur fyrri dag- inn og kynnti þá m.a. skagfirska kjötsúpu. Einnig vorum við með matreiðslumeistara á staðnum sem gaf fólki góð ráð varðandi með- höndlun og matreiðslu,“ sagði Árni Kristinsson, verslunarstjóri í Skag- firðingabúð aðspurður um hvernig gengið hefði. Að sögn Árna er markmiðið með þessum dögum að kynna þá úrvalsvöru sem bændur eru að framleiða og reyna jafnframt að örva kynningu og sölu á henni. Einnig að leiða saman neytendur, bændur og starfsmenn afurðastöðv- anna í þeim tilgangi að þeir skiptist á skoðunum. Það eru félög sauð- fjár- og kúabænda í héraðinu sem sjá um að fá fólk úr sínum röðum til að annast kynninguna og eru gjarnan tveir frá hvoru félagi á vaktinni í senn. /ÖÞ Bændadagar haldnir í þriðja skipti F.v. Árni Kristinsson verslunarstjóri, Guðmundur Gíslason sölustjóri hjá KS og Smári Borgarsson formaður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði tóku þátt í bændadögunum. /Bbl. Örn Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, kynnti skagfirska kjöt- súpu. Áður fyrr klæddist fólk pelsfatnaði til að halda á sér hita. Þannig er hann að sjálfsögðu enn notaður, ekki síst í norðlægum löndum, svo sem í Rússlandi, Kanada og á Grænlandi. Í þessum löndum eru pelsar notaðir bæði sem síðar kápur, höfuðföt og fótabúnaður. En vegna þess að skinnin eru bæði falleg og ótrúlega fjölbreytt er æ meira um að þau séu notuð til skrauts. Hattar eru klæddir skinnborðum og jakkar og kjólar eru með kraga og leggingar úr skinni af minkum eða chincilla, það eru saumaðar slár úr refaskinnum og fjölda margt annað. Það er hugmyndaflugið eitt sem setur mörkin. Og hvað sæmir nýfæddum prinsi betur en að vera umvafinn minkaskinni. Sölusamtök danskra loðdýrabænda, Kopenhagen Fur, hafa í tilefni af fæðingu nýja danska prinsins látið hanna og sauma burðarrúm handa honum úr heimsins flottasta efni, minkaskinni. Danmörk er í forystu minkaræktar í heiminum og burðarrúmið er saumað úr dönsku minkaskinni af gerðinni Pearl, (Perla) og gæðaflokknum Kopenhagen Platinum, sem litið er á sem fremst í gæðum. Hér má sjá nokkrar flíkur sem sýndar voru í Kaupmannahöfn fyrr á árinu. - án efa er eitthvað af flíkunum ættað frá Íslandi! Burðarrúm úr heimsins flottasta skinni. Ljósmyndir: Jesper Clausen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.