Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 53
53Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri UD, lýsti því næst starfi UD sem hófst árið 2002. Hann sagði að staðið hefði verið fyrir nám- skeiðum um tölvur og Internetið fyrir bændur um allt land og hefðu á þriðja þúsund manns sótt þessi námskeið. Námskeiðin eru sam- starfsverkefni UD, Bændasamtak- anna, búnaðarsambanda, leiðbein- ingarstöðva og símenntunarstöðva um allt land. Menn komu með tölvur sínar á námskeiðin sem voru lagfærðar, hreinsaðar af víru- sum og ormum og fólki kennt að nota tölvurnar rétt. Árni sagði að bændur hefðu verið hikandi í fyrstu en síðan hefði orðið á mikil breyting. Kostnaður við UD og nám- skeiðin fyrstu 3 árin nam um 50 milljónum króna. Þar af nam kostnaðurinn árið 2004, þegar flest námskeiðin voru haldin, 18 milljónum króna. Þetta fé kemur frá stofnunum, fyrirtækjum og rík- issjóði. UD mun starfa út árið 2006 en þá lýkur verkefninu. Helstu verkefnin framundan eru námskeið um netforrit Bændasam- takanna og verkefni fyrir ferða- þjónustubændur. Yfir 4.000 km ljósleiðaralögn Ari Jóhannsson, verkefnastjóri hjá Póst- og fjarskiptastofnun, hélt er- indi um alþjónustu og þróun fjar- skiptamarkaðar. Hann sagði að Síminn væri að ljúka við að gera öllum bændum landsins kleift að fá ISDN-nettengingu. Hins vegar væri ADSL-tengingin að koma æ sterkari inn. Af um 100 þúsund heimilum í landinu hefðu 56 þús- und þeirra ADSL-tengingu. Þá sagði Ari að ljósleiðaralagn- ir í landinu væru nú um 4.000 km að lengd en þá lögn vantaði þó sums staðar á Vestfjörðum. Sjá nánar viðtal við Ara annars staðar í blaðinu. Þórarinn Sólmundarson, sér- fræðingur þróunarsviðs þróunar- stofnunar Byggðastofnunar, talaði í erindi sínu m.a. um að forsenda fyrir fjarkennslu í landinu þegar hún hófst árið 1998 hefði verið byggðabrú. Hún lagðist af 2003 og ný tækni tók við. Hann ræddi líka um hið rafræna samfélag og verkefni sem heitir Birra. Með þátttöku í því er vonast til að til verði greiningartæki til að meta stöðu sveitarfélaga á sviði upplýs- ingatækni bæði hvað varðar grunnkerfi fjarskipta og hagnýt- ingu. Menntun og miðlun Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskóla Íslands, hélt er- indi sem hann kallaði Menntun og miðlun. Hann benti á nauðsyn góðra fjarskipta fyrir háskóla sem eru staðsettir úti á landsbyggðinni. Landbúnaðarháskólinn sé til að mynda með sjö starfsstöðvar á landinu, nemendur séu um 300 og að 60% af starfsemi LHÍ sé rann- sóknastarf. Ríkur þáttur í starfi skólans sé fjarnám og forsenda þess sé gott fjarskiptasamband. Sjá viðtal við Ágúst annars staðar í blaðinu. Grétar Þór Eyþórsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Viðskipta- háskólann í Bifröst, hélt erindi sem hann kallaði Einkavæðing, arðsemi og dreifbýli á Íslandi. Síminn - upplýsingatækni í dreifbýli Eva Magnúsdóttir, upplýsingafull- trúi Símans, hélt fróðlegt erindi þar sem hún kynnti starfsemi Sím- ans.Þar greindi hún frá því sem hún kallaði áttavita Símans sem væri gildi, traust, heilindi, lipurð og einfaldleiki. Þessu næst ræddi hún um ADSL-dreifikerfið sem hún sagði að næði til 98% þjóðar- innar, sendarnir um landið í fyrra hefðu verið 40 og langdrægni þeirra væri alltaf að aukast. Hún sagði að ISDN væri há- gæða talsímalausn þar sem tvær símalínur væru lagðar í húsin; önnur fyrir talsíma en hin fyrir tölvur. Innan skamms verður dreifikerfi þess um landið 100%. Hún sagði bændur hafa verið óánægða með gjaldskrána en nú þegar boðið er upp á áskriftarleið fyrir ISDNplús og er áskriftar- gjaldið 3.900 kr. á mánuði og inni- falin væri 60 klukkustunda notk- un. Eva ræddi um samstarf Símans við UD og Bændasamtökin og fundarherferð með bændum sem jók notkun á ISDN. Samstarfið hefði verið farsælt og skipulögð námskeið á vegum UD hefði auk- ið tölvunotkun. Hún bar saman ADSL og ISDN frá tæknilegu sjónarmiði og sagði að ISDN væri alveg jafnt fyrir þéttbýli sem dreifbýli. Síðan ræddi hún um ýmis til- raunaverkefni sem væru í gangi eins og þráðlaus kerfi og nefndi þar sérstaklega WiMAX, sem er þráðlaus fjarskiptatækni á ör- bylgju. Tilraunir með kerfið hafa farið fram hér á landi og lofa góðu en WiMAX er enn ekki komið á markað. Rekstur og samkeppni í dreifbýli Stefán Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri eMAX, ræddi m.a. um rekstur og samkeppni í dreif- býli. Hann sagði fyrirtæki á lands- byggðinni sem aðeins hafa ISDN standa höllum fæti á. Sömuleiðis væri aðstaða til fjarnáms í dreif- býli lakari en í þéttbýli og fólk í dreifbýli hefði mun minni aðgang að afþreyingarefni en aðrir. Ljóst væri að gera yrði betur við lands- byggðina í þessum efnum ef ekki ætti verr að fara. Hann lýsti því næst starfi eMAX í dreifikerfa- málum. Sjá viðtal við Stefán ann- ars staðar í blaðinu. Þór Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Nepal í Borgarnesi, sagði að fyrirtæki sitt byði upp á háhraðatengingar og fólk í dreif- býli vildi hafa þær. Hann sagði há- hraðatengingar tvíeggja vopn fyrir landsbyggðina. Bankar fækki úti- búum sínum eða leggi þau niður vegna þess að þegar allir eru komnir með háhraðatengingar fara bankaviðskipti almennings inn í tölvur. Sömuleiðis mun stór hluti heilsugæslunnar fara í tölvur. Þór sagði að tvímælalaust væri ör- bylgjan framtíðin í þessum málum fyrir dreifbýlið. Netforrit bænda Jón Baldur Lorange, forstöðu- maður tölvudeildar Bændasamtak- anna, rifjaði upp stefnu stjórn- valda varðandi upplýsingasamfé- lagið á liðnum árum þar sem mikil áhersla er lögð á að markvisst sé unnið að því að bæta upplýsinga- tækni í dreifbýli. Þá fór hann yfir hvernig þrýst hefur verið á Sí- mann um lausnir er snúa að Inter- nettengingum hjá bændum. Hann sagði að sú samkeppni sem komið hefði frá eMAX hefði verið til góðs Hann fór yfir stefnu Bænda- samtakanna í tölvumálum og þró- un þeirra mála í síðastliðnum 14 árum. Hann kynnti svo netforrit bænda sem tölvudeild BÍ býður upp á sem eru WorldFengur, MARK, Huppa og Net Fjárvís og gaf hugmynd um hvaða forritin hefðu upp á að bjóða. Árni Gunnarsson þakkaði í lok- in fyrir góða og fróðlega ráð- stefnu. Upplýsingatækni í dreifbýli Fyrir árslok munu allir sveitabæir í landinu hafa aðgang að ISDN-nettengingu Nú býður Síminn viðskiptavinum sínum nýja áskriftarleið – ISDN Plús gegn föstu gjaldi. Mánaðargjaldið er aðeins 3.900 kr. og eru allt að 60 klst. innifaldar á mánuði sé önnur talrásin notuð. Sæktu um ISDN Plús í síma 800 7000 eða í næstu verslun Símans. Kynntu þér málið á siminn.is 800 7000 - siminn.is ISDN Plús Ný áskriftarleið ISDN Plús fast mánaðargjald. Allt að 60 klst. innifaldar 3.900 kr. Sítenging við Internetið gegn föstu gjaldi Upplýsingatækni í dreifbýli (UD) hélt ráðstefnu í Reykholti fimmtu- daginn 10. nóvember sl. um upplýsingatækni í dreifbýli. Fundar- stjóri var Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðhera setti ráðstefn- una. Hann nefndi m.a. að 2,5 milljörðum kr. af söluandvirði Símans verði varið til fjarskiptamála. Hann lofaði starfsemi UD sem hefði þjónað öllum bændum og að nú væri svo komið að innan fárra vikna yrðu allir bændur landsins komnir með ISDN-nettengingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.