Bændablaðið - 07.06.2005, Síða 3
Þriðjudagur 7. júní 2005 3
Fyrirhugað er að taka um
1000 ferkílómetra undir undir
Hekluskóga en þetta er um
1% af öllu Íslandi og jafn-
framt lang stærsta samfellda
svæði sem hefur verið tekið til
skógræktar á landinu. Það af-
markast af Þjórsárdal í vestri,
Hrauneyjafossi í norðri og
Gunnarsholti í suðri. Hekla
sjálf sleppur að mestu enda ná
skógarmörk á svæðinu aðeins
í 4-500 metra hæð.
„Megin tilgangurinn er að
endurheimta birkiskóg og víði-
kjarr á svæðinu sem geti varið
land gegn áföllum af völdum
ösku úr Heklu. Trjágróður hefur
möguleika á að lifa af gjóskufall
sem kæfir lágvaxnari gróður.
Skógur myndar skjól og dregur
þannig úr hættu á foki gosefna,“
sagði Ása L. Aradóttir,
sviðsstjóri hjá Landgræðslunni
þegar hún var spurð um hug-
myndafræðina að baki Heklu-
skógum. Og Hreinn Óskarsson,
skógarvörður á Suðurlandi bætir
við: „Margir möguleikar skapast
á landnýtingu með skóginum
eins og útivist og frístunda-
byggð. Dýralíf og gróður verður
fjölbreyttara, beitarþolið vex,
kolefnisbinding eykst, og lækir
myndast.“
„Úlfur Óskarsson kom fyrst
fram með þessa hugmynd fyrir
um fimm árum,“ segir Ása.
„Landgræðslan hefur grætt upp
mikið land á svæðinu og Skóg-
ræktin, Landsvirkjun og skóg-
ræktarfélög plantað miklum
skógi m.a. í Þjórsárdal. Það er
því fengin mikil reynsla af upp-
græðslu þessa svæðis sem mun
nýtast okkur vel.“Hreinn tekur
undir með Ásu og segir þetta
stórt verkefni, en nú hefur verið
ákveðið að mynda samráðshóp
til að vinna að því. „Nú hefur
verið stigið það skref að mynda
samráðshóp til að vinna að
framgangi verkefnisins. Að
honum koma auk Landgræðsl-
unnar og Skógræktarinnar;
Landgræðslusjóður, Skógrækt-
arfélög Árnesinga og Rangæ-
inga, Suðurlandsskógar og land-
eigendur á svæðinu.“ segir
Hreinn.
„Það er ekki ætlunin að taka
hvern fermetra af þessi svæði
undir skóg,“ bætir Hreinn við,
„því þarna eru bújarðir þar sem
fólk mun áfram stunda sinn bú-
skap og þarna eru líka hraun
sem ekki er ástæða til að hrófla
við. Þetta kemur allt betur í ljós
þegar gerð verður heildar áætl-
un um þetta átak og svæðið“.
„Við erum ekki komin það
langt að við getum sagt hver
kostnaðurinn verður við Heklu-
skóga. Svæðið er stórt og þetta
er dýrt verkefni sem margir
þurfa að koma að. Vinna þarf að
uppgræðslu á hluta svæðisins til
að stöðva jarðvegsrof og hraða
gróðurframvindu. Ætlunin er að
láta náttúruna hjálpa okkur sem
mest, meðal annars með því að
gróðursetja birki, gulvíði, loð-
víði og fleiri tegundir í lundi
þaðan sem þær geta dreifst.
Þessar tegundir byrja að fram-
leiða fræ tiltölulega snemma á
æviferlinu og eru duglegar að sá
sér út þar sem skilyrði eru hag-
stæð,“ segir Ása. „Við höfum
niðurstöður tilrauna og áralanga
reynslu til að byggja á sem
munu nýtast vel í þessu verk-
efni“ sagði Hreinn að lokum.
Hekluskógar
Vilja endurheimta birkiskóg og
víðikjarr sem geti varið land gegn
áföllum af völdum ösku úr Heklu
Lítil birkiplanta í nágrenni drottn-
ingar íslenskra fjalla.
Nýr samningur um
starfsskilyrði
mjólkurframleiðslu tekur
gildi í haust
Frá og með 1. september nk.
tekur nýr samingur um starfs-
skilyrði mjólkurframleiðslu
gildi. Þá verður sú breyting að
beingreiðsla miðast ekki lengur
við að vera 47,1% af lágmarks-
verði mjólkur til framleiðenda
heldur föst
heildarfjárhæð
sem deilist niður
á heildar-
greiðslumark
framleiðenda.
Beingreiðsla á
lítra tekur síðan
mánaðarlegum
breytingum til
hækkunar (eða
lækkunar) í
samræmi við
vísitölu neyslu-
verðs. Til 31. ágúst verður bein-
greiðsla á lítra 39,32 kr., sem er
47,1% af núgildandi lágmarks-
verði. Þann 1. september tekur
síðan nýja fyrirkomulagið gildi.
Þá verður þeirri fjárhæð sem er
til ráðstöfunar í beingreiðslur,
jafnað á heildargreiðslumark
verðlagsársins og þannig fengin
beingreiðsla á lítra. Samkvæmt
samningu um starfsskilyrði
mjólkurframleiðslunnar frá maí
í fyrra verða beingreiðslur 3.900
millj. kr að viðbættri verðtrygg-
ingu. Sem dæmi má setja upp
að miðað við verðlag 1. júní
2005 (vísitala 240,7 stig) og
heildargreiðslumark upp á 112
millj. ltr. á komandi verðlagsári
verður beingreiðsla 36,44 kr/ltr.
Þannig þýðir hækkun heildar-
greiðslumarks, lækkun bein-
greiðslna á lítra og öfugt.