Bændablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 7. júní 2005
Oft hefur fólk heyrt talað um
mikilvægi þess að gæði loðdýra-
fóðurs séu mikil og að það sé
forsenda þess að ná megi góðum
afurðum. Þetta er líka hárrétt
en breytir ekki þeirri staðreynd
að í fóðurgerðina er hægt að
nota mest allan afskurð frá slát-
urhúsum, kjöt- og fiskvinnslu.
Þessu til viðbótar hefur færst
verulega í vöxt að nýta lífrænan
eldhúsúrgang í loðdýrafóður.
Af Norðurlöndunum er senni-
lega mest nýtt af úrgangi frá eld-
húsum í Noregi og þá aðallega frá
stórum mötuneytum. Enn sem
komið er hefur þetta ekki verið
gert hér á landi. Í raun má segja að
allan lífrænan úrgang frá matvæla-
iðnaðinum megi nýta til fóður-
gerðar sé hann ekki á nokkurn hátt
farinn að skemmast og gæði hans
slík við gætum með góðri sam-
visku lagt okkur hann sjálf til
munns, værum við ekki svona
vandlát eins og raun ber vitni. Á
Íslandi falla til árlega vegna slátr-
unar og vinnslu á sauðfé, nautgrip-
um, svínum og kjúklingum um 20
þúsund tonn á ári af hliðarafurðum
sem við mennirnir viljum ekki
nýta. Stærstan hluta af þessum úr-
gangi væri hægt að nýta til skinna-
framleiðslu en nú er einungis verið
að nýta um 1.500 tonn. Til viðbót-
ar er síðan verulegt magn af úr-
gangi frá fiskvinnslu og fiskeldinu.
Ekki eru til nákvæmar tölur um
heildarmagn sem fellur til frá fisk-
vinnslunni en reikna má með að
það séu margir tugir þúsunda
tonna á ári plús auk þess sem fer í
hafið. Frá fiskeldinu falla til 1-2
þúsund tonn en stór hluti þess er
nú nýttur til fóðurgerðar fyrir loð-
dýr. Framleiðsla á loðdýrafóðri á
Íslandi árið 2004 var tæp 8.000
tonn og þar af voru milli 6-7 þús-
und tonn hreinar hliðarafurðir frá
sláturhúsum, fiskvinnslu og lax-
eldi. Þær afurðir sem framleiddar
voru úr þessum hliðarafurðum
gera um 350 milljónir í útflutn-
ingstekjur fyrir þjóðina. Hvernig
væri því að hugsa málið upp á nýtt
og gera fóðurstöðvar loðdýrafóð-
urs að eyðingarstöðvum fyrir líf-
rænan úrgang og breyta honum
þannig í aukin verðmæti og skapa
um leið aukna atvinnu. /EE
Rætt við ríkið um
land undir íbúða-
byggð á Laugarvatni
Árið 1996 var gerður land-
skiptasamningur milli gamla
Laugarvatnshrepps og ríkisins
þar sem sveitarfélagið fékk
byggingarland norður og austur
af þéttbýlinu á Laugarvatni. Að
sögn Sveins A. Sælands, oddvita
Bláskógabyggðar, reyndist þetta
land mjög illa sem bygginga-
land vegna þess hve djúpt er
niður á fast og svæðið er líka
mjög blautt. Sveinn segir að
mikil ásókn sé í lóðir undir hús-
næði á Laugarvatni og sveitar-
stjórnin hefur ekki getað orðið
við óskum fólks um lóðir.
Því var óskað eftir viðræðum
við ríkið um að fá landið sunnan
og vestan við Menntaskólann á
Laugarvatni undir íbúðabyggð.
Stjórnendur menntaskólans eru
þessu hlynntir vegna þess að þeir
vilja að skólinn verði meiri hluti af
byggðinni en ekki í útjaðrinum
eins og nú er. Sveinn segir að við-
ræðurnar við menntamálaráðuneyt-
ið séu á mjög jákvæðum nótum.
Heimavinnsla
og sala afurða
Eins og áður hefur verið skýrt
frá hér í Bændablaðinu er tekin
til starfa verkefnisstjórn sem hef-
ur að markmiði að stuðla að
brautargengi heimavinnslu og
milliliðalausri sölu til neytenda.
„Verkefnið hefur farið vel af stað
en unnið hefur verið að því að
tryggja fjármögnun auk þess sem
unnið hefur verið við þróun
vörumerkis og hugmyndafræði í
tengslum við verkefnið. Næstu
skref eru fyrirhuguð með þeim
hætti að tak-mörkuðum fjölda
áhugasamra bænda verði boðin
þátttaka í handverkssýningunni á
Hrafnagili í samvinnu við verk-
efnisstjórnina og að þar verði
verkefnið kynnt enn frekar“,
sagði Árni Jósteinsson,
verkefnisstjóri hjá
Bændasamtökunum.
Á komandi hausti er síðan stefnt
að því að vinna leiðbeiningarefni
og reglur og er stefnt að því að
því verki ljúki fyrir áramót. Það
má því búast við að málefni
heimavinnslu og sölu afurða
verði komin á fulla ferð upp úr
næstu áramótum með fræðlu og
námskeiðahaldi auk vöruþróun-
ar og tilraunaverkefna. Áherslan
verður fyrst um sinn lögð á fram-
leiðslu mjólkurafurða, kjöt, fisk
og brauðmeti. Verkefnisstjórnin
horfir töluvert til Noregs við mót-
un verklagsreglna og fræðslu
enda hafa frændur okkar Norð-
menn langa hefð fyrir fram-
leiðslu og sölu afurða af þessu
tagi. Áhugsamir eru hvattir til
að hafa samband við Árna í síma
563-0300.
Jón Bjarnason alþingismaður
lagði fram þingsályktunartillögu
skömmu fyrir frestun þingfunda
í vor um stofnun háskólaseturs á
Akranesi. Hann segist muni
mæla fyrir tillögunni í haust. Í
tillögunni segir að Alþingi álykti
að fela menntamálaráðherra að
hefja undirbúning að stofnun
háskólaseturs á Akranesi með
áherslu á iðn- og tæknigreinar
auk almennra grunngreina há-
skólanáms. Ráðherra geri Al-
þingi grein fyrir undirbúnings-
starfinu og tillögum sínum um
uppbyggingu háskólanáms á
Akranesi fyrir 1. nóvember.
,,Einhverjir segja að stutt sé á
milli Akraness og Reykjavíkur og
því sé óþarfi að byggja þar há-
skóla. Styttra er á milli Háskóla Ís-
lands og Háskóla Reykjavíkur.
Samt þykir mönnum sjálfsagt að
byggja nýtt skólahús fyrir HR,“
sagði Jón Bjarnason í samtali við
Bændablaðið.
Hann segir að Akranes og
byggðir Borgarfjarðar séu vaxandi
samfélag. Það er orðinn hluti af
lífskjörum fólks að eiga aðgang að
fjölbreyttu námi. Samkvæmt
bráðabirgðaniðurstöðum könnun-
ar sem Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi létu gera á viðhorfum
fólks til búsetuskilyrða á Vestur-
landi er ljóst að menntamálin eru
mörgum þar ofarlega í huga. Á
svæðinu sunnan Skarðsheiðar
lentu möguleikar á að afla sér há-
skólamenntunar í 2. sæti yfir þá
þætti sem íbúarnir töldu helst
ábótavant hjá sér. Sama könnun
leiddi í ljós brýna þörf fyrir iðnað-
armenn með framhaldsmenntun
og ákveðnar vísbendingar um að
skortur á iðn- og tæknimenntuðu
fólki hamlaði vexti almenns iðn-
aðar á Akranesi.
Ný lög um
gæðamat á
æðardúni
Ný lög um gæðamat á æðardúni
voru samþykkt á Alþingi á dög-
unum (www.althingi.is þing-
skjal 1422; mál nr. 670). Aðalat-
riði laganna er að allur æðar-
dúnn, hvort sem er til dreifingar
á innanlandsmarkaði eða til út-
flutnings, skal metinn og veginn
af lögskipuðum dúnmatsmönn-
um eftir fullhreinsun. Áður en
að dreifingu á innanlandsmark-
aði eða til útflutnings kemur
skal liggja fyrir að æðardúnn
standist gæðamat dúnmats-
manna með vottorði þeirra þar
að lútandi.
Frá því árið 1970 hafa verið í
gildi lög um gæðamat á æðardúni.
Í þeim lögum var bannað að flytja
úr landi æðardún nema að hann
væri metinn sem 1. flokks æðar-
dúnn af löggiltum dúnmatsmanni.
Hins vegar var ekki skylt að láta
gæðameta æðardún sem seldur var
á innanlandsmarkaði. Þetta var
kært til eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) vegna meintrar mismunun-
ar á körfum til gæða æðardúns
annars vegar til sölu innanlands og
hins vegar til útflutnings. Í nýju
lögunum er tekinn af allur vafi um
að það sama gildir um dreifingu
æðardúns innanlands og erlendis.
Árni Snæbjörnsson, hlunn-
inda- og æðarræktarráðunautur,
segir að mikill meirihluti æðar-
bænda sé samþykkur þessari
breytingu á lögunum. Hann segir
að kostnaður vegna þessa sé ekki
mikill fyrir æðarbændur eða svip-
aður og verið hefur enda er æðar-
dúnninn fluttur út að langmestu
leyti.
Af þessu tilefni verður haldið
námskeið fyrir dúnmatsmenn.
Áætlað er að námskeiðið geti orð-
ið fimmtudaginn 30. júní hjá
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri. Þetta námskeið verð-
ur nauðsynlegur undirbúningur
allra sem ætla að sinna þessu
starfi, hvort sem þeir hafa verið
matsmenn áður eða hafa áhuga á
að gerast slíkir. Námskeiðið
verður auglýst nánar en þeir sem
vilja frekari upplýsingar geta leit-
að til Árna í s. 5630300 eða net-
fangið as@bondi.isSköpum verðmæti úr því
sem annars væri hent!
Háskólasetur á Akranesi?
Nú er sá árstími er stóðhestar landsins taka til við að sinna skyldum
sínum á ræktunarsviðinu. Hans-Christian Löwe, tamningamaður á Feti
við Rauðalæk, notaði tækifærið í blíðunni á dögunum og tók léttan sprett
á stóðhestinum Lúðvík frá Feti rétt áður en folinn sá hverfur til annarra
starfa. Bændablaðsmynd: Hulda G. Geirsdóttir
Mjólkurkvótinn
sígur í verði
„Ýmsar vísbendingar segja að
verð á mjólkurkvóta fari nú
lækkandi,“ segir Þórólfur
Sveinsson, formaður Lands-
sambands kúabænda. Eftir
jafna stígandi var verð á fram-
leiðslurétti hvers mjólkurlítra
er komið upp í 410 kr. en virðist
ætla að stöðvast þar og ganga til
baka í framhaldinu. Í október
var lítraverðið í kringum 280
kr. þannig að hækkunin hefur
verið gríðarmikil á ekki ýkja
löngum tíma.
Þórólfur segir verðlækkunina
meðal annars helgast af því að
mikil eftirspurn sé eftir mjólk um
þessar mundir og afurðastöðvarn-
ar greiði fyrir alla umframmjólk
sem þeim berist. Samanlagður
framleiðsluréttur þessa verðlag-
sárs sé um 106 milljónir lítra, en
innvegin mjólk verði hins vegar
verulega mikið meiri.
Gera megi ráð fyrir að greitt
verði fyrir prótín úr hálfri sjö-
undu milljón lítra til viðbótar - og
að óbreyttu verði kvóti næsta
framleiðsluárs aukinn til sam-
ræmis við þetta eða í 112 til 113
milljónir lítra. Í ár er kvótinn 106
milljónir lítra þannig að aukning-
in gæti orðið 5,7 til 6,6% milli ára
og hefur aldrei verið svo mikil frá
einu verðlagsári til annars. Þetta
segja heimildarmenn blaðsins að
minnki þrýsting á markaðnum og
lækki kvótaverð.