Bændablaðið - 07.06.2005, Síða 10

Bændablaðið - 07.06.2005, Síða 10
10 Þriðjudagur 7. júní 2005 Mjólkin er í sókn. Verðlagsum- hverfi mjólkuriðnaðarins á Íslandi hvetur til nýjunga og vöruþróunar sem skilar sterkri stöðu. Sameinað fyrirtæki fær nýtt nafn á næstu vik- um. Framundan er að takast á við frekari almenna hagræðingu, móta stefnu MS/MBF í útflutningi mjólkurafurða og búa iðnaðinn undir innlenda og erlenda sam- keppni. Þannig horfir Guðbrandur Sig- urðsson á stöðuna og verkefnin þegar hann hefur gegnt starfi for- stjóra í nýsameinuðu félagi MS/MBF í tvær vikur. Raunar starfaði hann sem ráðgjafi stjórna félaganna í aðdraganda samrunans með það fyrir augum að vera ráðinn sem forstjóri. Enda þótt Guðbrand- ur fari fram með hægð þá dylst eng- um að hann vinnur markvisst og hefur mikinn metnað. Sem mat- vælafræðingur með reynslu og sér- hæfingu í stjórnun býr Guðbrandur að þekkingu sem nýtist honum í mjólkuriðnaðinum, en það sem er þó hvað áhugaverðast við ráðningu hans er sú staðreynd að hann hefur stjórnað stórum sjávarútvegsfyrir- tækjum sem eru beintengd við er- lenda markaði. Ef til vill er það tákn um það sem koma skal í mjólkur- iðnaðinum. Ný „stjórnarskrá“ „Ég legg mesta áherslu á það að koma mér vel inn í starfið og glöggva mig á því hvar möguleik- ana er að finna. Breytingaskipulag til tveggja næstu ára hefur hlotið samþykki og ég hef ásamt lykil- stjórnendum búið til okkar skipu- lagshandbók. Við getum kallað það stjórnarskrá MS/MBF og þar er m.a. fjallað um ábyrgðarskiptingu innan fyrirtækisins og samskipti milli manna og rekstrareininga. Við erum svo að dreifa útdrætti úr „stjórnarskránni“ til starfsmanna og funda sérstaklega með þeim. Ég legg talsvert upp úr upplýsinga- miðlun og t.d. er hafin útgáfa Mjólkurpóstsins, vikulegra innan- hússfrétta MS/MBF.“ Skyndibitinn sem heilsuvara Mikil hagræðingakrafa stendur á mjólkuriðnaðinum, bæði með verð- festingu á heðbundnum mjólkur- vörum og þörfum framleiðenda fyr- ir hagstætt verð. „Engar rekstrareiningar innan MS/MBF verða lagðar niður í bili. Hins vegar munum við kortleggja hvernig framleiðsluþættirnir skipt- ast niður á einingar og tryggja að framleitt sé á sem hagkvæmastan hátt m.a. með tilliti til flutninga sem eru stór þáttur í ferlinu. Augljóst- ustu samlegðaráhrifin eru í yfir- stjórninni og hefðbundinni starf- semi. En ef til vill er ekki öllum ljóst að verðlagsumhverfið sem mjólkur- iðnaðurinn býr við er mjög hvetj- andi til nýjunga og vöruþróunar. Verð á hefðbundnum mjólkurvör- um hefur ekki hækkað í þrjú ár og því er lykillinn að því að bæta fram- legð og afkomu ekki síður fólginn í vöruþróun og markaðssókn með nýjungar heldur en í hagræðingu í framleiðslu á verðföstum vörum.“ Neytendur hafa mjög orðið var- ir við stöðugan straum nýjunga úr mjólkuriðnaðum og ekki er annað að sjá en þeir láti sér vel líka. „Já, það hefur orðið aukning í öllum helstu vöruflokkum hjá MS/MBF á árinu Það eru margar nýjungar í fram- leiðslu og meiri neyslubreytingar en oft áður. Nýju vörurnar, eins og til að mynda skyrdrykkirnir, hafa verið að koma mjög sterkar inn í neyslu og það styrkir okkur á markaðnum og í rekstri félagsins. Um leið er mikil samkeppni milli tegunda hjá okkur og tilfærsla í sölu. Nýjar og hentugar umbúðir hafa gert það að verkum að ýmsar mjólkurvörur hafa slegið í gegn sem þægilegur og hollur skyndibiti og heilsuvara. Ný framleiðslutækni á gamalkunn- ar vörur hefur sömuleiðis leitt til þess að þær ganga í endurnýjun líf- daga. Ný áferð, meiri stöðugleiki í gæðum, útlit sem fellur að smekk dagsins og umbúðir sem henta dag- legu lífi, eru allt þættir sem styrkja stöðu mjólkurafurða í markaðnum þar sem þær eru í harðri samkeppni við ýmsa aðra vöru. Ég vil líka nefna að ýmsar vörur frá okkur líka vel sem stuðningur í matargerð og kemur það m.a. fram í söluaukn- ingu á matreiðslurjóma og sýrðum rjóma.“ Þrjár leiðir í útflutningi Með nýjum mjólkursamningi og breytingu á búvörulögum hefur mjólkuriðnaðinum verið tryggt ör- uggt rekstrarumhverfi næstu árin, en horfur eru á því að nýir samning- ar um heimsviðskipti geti opnað fyrir meiri innflutning á mjólkuraf- urðum en nú er raunin. Er þá út- flutningur svarið við hugsanlegri þróun? „Áhugi á að koma íslenskum landbúnaðarafurðum á markað er- lendis hefur verið að aukast á ný upp á síðkastið. Alþjóðleg sam- keppnishæfni er orðið ríkjandi við- mið í mörgum atvinnugreinum á Ís- landi. Eitt af þeim verkefnum sem liggur fyrir að vinna hjá MS/MBF er að móta stefnu félagsins gagnvart út- flutningi mjólkurvara. Það er mikil- vægt fyrir okkur að skoða vel alla valkosti félagsins í þessum efnum. Það eru einkum þrjár leiðir sem vert er að skoða nánar. Þær eru beinn út- flutningur, leyfisbundin framleiðsla og fjárfestingar erlendis. Fjarlægðin frá mörkuðum kann að vera okkur fjötur um fót í beinum útflutningi en benda má á vel heppn- aða leyfisbundna framleiðslu, eins og á norska Jarlsberg ostinum í Banda- ríkjunum sem mun vera að skila norskum mjólkuriðnaði umtalsverð- um tekjum. Áhættumesta leiðin er að fjárfesta í mjólkurbúum erlendis sem þegar eru í framleiðslu. Með því móti fæst aðgangur að erlendum mörkuð- um sem mætti nota til að koma ís- lenskum vörum á framfæri. Það verður spennandi að skoða þessi málefni á næstu mánuðum og nauð- synlegt fyrir félagið að hafa skýra stefnu á þessum þýðingarmikla vett- vangi. Ég tel raunar eðlilegt að mjólkuriðnaðurinn skoði það vand- lega hvort ekki væri rétt fyrir grein- ina að ná fótfestu erlendis með út- flutningi á valda markaði.“ Samkeppni er góð Nýtt mjólkurbú, Mjólka, hefur ver- ið í umræðunni og er ætlun þess að hefja framleiðslu á osti án ríkis- styrkja og utan þess framleiðslu- kerfis sem við lýði er í landinu. Hver er afstaða nýs forstjóra MS/MBF til Mjólku? „Umgjörð mjólkuriðnaðarins kemur ofan frá og afurðastöðvarnar vinna innan hennar., Samkeppnin kemur utan að fyrr en síðar og við áttum kannski fremur von á henni erlendis frá en hér á innanlands- markaði. Í eðli sínu er samkeppnin eins hvaðan sem hún kemur og ég á ekki von á öðru en að hún hvetji okkur til frekari dáða. Ég óska for- svarsmönnum Mjólku velfarnaðar og vonandi verður starfsemi þeirra til að stækka markaðinn á Íslandi í heild fremur en að minnka hann fyrir aðra.“ Rækt við hefðina Mjólkuriðnaðurinn á Íslandi byggir á sterkri hefð og MS hefur m.a. lagt áherslu á tengingu við íslenskt mál í markaðsstarfi sínu. Hverjar verða áherslur sameiginlegs félags MS/MBF í þessum efnum? „Ég ber mikla virðingu fyrir rótunum í samvinnuhreyfingunni og þeim hefðum sem íslenskir bændur hafa skapað í samtökum sínum og afurðastöðvum. Mér finnst eindregið að leggja eigi rækt við samfélagslega ábyrgð fyrirtæk- isins og starfsmanna þess og hef áhuga á að fylgja málum þar vel eftir. Íslenskan verður áfram okkar mál og þar er enn hægt að plægja nýjan akur.“ Frá Brim og ÚA til MS/MBF Guðbrandur Sigurðsson er matvælafræðingur frá Há- skóla Íslands og með meist- aragráðu í viðskiptum (MBA) frá Edinborgarhá- skóla. Hann hefur frá því hann lauk námi starfað innan sjávarútvegs. Meðal annars stýrði hann við- skipta- og vöruþróun hjá Íslenskum sjávarafurðum hf. árin 1990 til 1996. Árið 1996 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Útgerð- arfélags Akureyringa hf. og gegndi því starfi til vors 2004 þegar félagið var selt nýjum eigendum. Þá var hann einnig framkvæmda- stjóri Brims, sjávarútvegs- sviðs Eimskipafélags Ís- lands frá 2003 til 2004. Síð- astliðið ár hefur Guð- brandur sinnt ráðgjafa- og fjárfestingarverkefnum. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri horfir fram á veginn MS/MBF mótar útflutningsstefnu Nýtt nafn í vændum Margir bíða spennir eftir því hvaða nafn verður fyrir valinu á nýja fyrirtækið, enda telja flestir víst að MS/MBF verði ekki langlíft heiti. „Það er rétt að nú stendur yfir hugmyndasamkeppni meðal starfsmanna um nýtt nafn og verið er að vinna úr tillögum. Mér sýnist að verulegur meirihluti vilji móta heiti fyrirtækisins þannig að skammstöfunin MS haldist. Við verðum að átta okkur á því að bæði MS og MBF eru sterk vörumerki í hugum fólks og þeim þarf að sjálfsögðu að viðhalda í markaðsstarfi. Um leið þurfum við að hyggja að því hvernig ætlunin er að staðsetja fyrirtækið og styrkja ímynd þess á komandi árum og nýtt nafn getur verið góður upphafspunktur í því starfi sem raunar tekur aldrei enda,“ sagði Guðbrandur. „Við þurfum að skoða alla kosti MS/MBF varðandi útflutningsmálin og þar koma einkum þrjár leiðir til greina: beinn útflutningur, leyfis- bundin framleiðsla og fjárfestingar erlendis,“ segir Guðbrandur Sig- urðsson forstjóri. Mynd: Guðjón Reynir. Lykilstjórnendur MS/MBF ásamt forstjóra, f.v.: Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkurbússtjóri í Búðardal og á Blönduósi, Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri á Selfossi, Auðunn Hermannsson, gæða- og umhverfisstjóri, Birgir Guðmundsson, framkvæmdastjóri aðfanga, framleiðslu og flutninga, Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri sölu og dreifingar, Einar Matthíasson, framkvæmdastjóri markaðs- og þróunarmála, Aðalbjörg Lúthersdóttir, fram- kvæmdastjóri starfsmannamála, Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS/MBF, Pétur Sigurðsson, mjólkurbússtjóri í Reykjavík og Guðlaugur Björgvinsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs. Mynd: Guðjón Reynir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.