Bændablaðið - 07.06.2005, Síða 11
Þriðjudagur 7. júní 2005 11
Vegagerð yfir
Hólaheiði hugsan-
lega boðin út í
haust
Íbúar við Þistilfjörð, Bakka-
fjörð og Raufarhöfn hafa lengi
beðið eftir því að gerður yrði al-
vöru upphækkaður vegur yfir
Öxnadalsheiði, sem heimamenn
kalla Hólaheiði. Nú er bara
vegaslóði yfir heiðina sem er
ekki opinn nema yfir hásumar-
ið.
Nú hillir undir að framkvæmd-
ir geti hafist á næsta ári við nýjan
veg því úrskurður Skipulagsstofn-
unar mun liggja fyrir um mánaða-
mótin maí/júní. Í kjölfar þess
kemur kærufrestur og í haust eða í
byrjun vetrar ætti að vera hægt að
bjóða verkið út.
Rúnar Þórarinsson, oddviti
Öxarfjarðarhrepps, sagði að það
hefði dregist lengi að Vegagerðin
lyki sínu matsferli varðandi þenn-
an veg en nú væri það komið og
málið hafi farið til Skipulagsstofn-
unar sem er að ljúka sínu verki.
Búast megi við að einhverjar kær-
ur og alla vega athugasemdir muni
koma fram hjá landeigendum þar
sem vegurinn mun liggja. Því er
óvíst hvenær hægt verður að bjóða
verkið út en hugsanlega gæti það
orðið í haust.
Vegur yfir heiðina frá Öxar-
firði í Þistilfjörð er 56 km langur
og styttir leiðina til Kópaskers eða
Húsavíkur fyrir fólk í Þistilfirði
mjög mikið og eitthvað fyrir Rauf-
arhafnarbúa líka þar sem ekki þarf
þá lengur að fara Melrakkaslétt-
una.
Skeifan 2 • 108 Reykjavík
S. 530 5900 • Fax 530 5911
www.poulsen.is
Fyrir flestar
dráttavélar
kr. 12.960 m/vsk
Fáðu
þér sæti
Gufubaðsreiturinn á Laugarvatni
Uppbygging fyrir rúmar 300 milljónir
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Gufu-
baðsreitinn á Laugarvatni hefur verið
send til skipulagsnefndar til fullnað-
arafgreiðslu. Í undirbúningi eru fram-
kvæmdir á gufubaðsreitnum fyrir
rúmlega 300 milljónir króna. Það eru
Hollvinasamtök gufubaðs og smíða-
húss á Laugarvatni sem standa að
þessum framkvæmdum og eru þau
búin að fá stóra lóð á vatnsbakkanum
á leigu frá ríkinu. Meðal annarra
verður Bláa lónið stór rekstraraðili að
þessari miklu uppbyggingu sem þarna
mun eiga sér stað.
Menn ætla að efla ímynd Laugar-
vatns sem gamals baðstaðar fyrir land og
þjóð. Fyrir tíma sólarlandaferða fóru
margir Íslendingar að Laugarvatni, fóru
í gufubað og syntu í vatninu. Til stendur
að þarna verði byggt upp gufubað og að
til boða standi hvers kyns heilsutengd
þjónusta.
Sveinn A. Sæland, oddviti Bláskóg-
arbyggðar, sagði í samtali við Bænda-
blaðið að hér væri ekki um að ræða fram-
kvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Hins
vegar hefur sveitarfélagið lagt þessu lið
og er sveitarstjórinn Ragnar S. Ragnars-
son í stjórn félagsins sem annast upp-
bygginguna.
!""# $% !"""
&&&'
(
)'
<' ' ' 3 <' 3 ' 3 => ' 3
' 3 ?' 3 -' 3 @'A B '
Kúskadagurinn á Hvanneyri
laugardaginn 13. ágúst nk.
Einstakt tækifæri fyrir gamla kúska frá Hvanneyri og
aðra starfsmenn, sem þar hafa verið, til að hittast og
rifja upp gamlar minningar
Sögudagskrá og samvera - alvara, glens og gaman
Heyrum gjarnan frá ykkur sem flestum
Guðmundur Hallgrímsson s. 860 7305 og
Bjarni Guðmundsson s. 894 6368
Nánari upplýsingar í síma 433 5000
og á www.buvelasafn.is