Bændablaðið - 07.06.2005, Page 12
12 Þriðjudagur 7. júní 2005
Þátttaka í kynbótasýningum og hrossadómum 1998 - 2004
0
200
400
600
800
1000
1200
1400
1600
1800
2000
1 2 3 4 5 6 7
Ár
F
jö
ld
i
Fjöldi dóma
Hross dæmd
Aukinn áhugi á fagmennsku í hrossarækt
Bændasamtök Íslands bera ábyrgð á faglegu ráðgjafar- og ræktunarstarfi
í hrossarækt gegnum kynbótadóma á sýningum og skráningu ræktunar-
upplýsinga í gagnabanka hrossaræktarinnar, - WorldFeng. Nú geymir
hann gögn yfir 220.000 hross. Skráning í gagnabankann fer nú fram í tíu
þjóðlöndum.
www.bond i . is
Um árabil hafa Bændasamtök Íslands tekið þátt í
þremur skólaverkefnum; Sveitaheimsóknum
barna, Degi með bónda og Heimsókn að Tann-
staðabakka. Markmið verkefnanna er að veita
börnum og unglingum innsýn í landbúnað sem
atvinnugrein og lífsmáta.
Sveitaheimsóknir barna byggja upp á heimsókn
úr þéttbýlinu á sveitabæ að vori. Fimm bæir taka á
móti börnum; Miðdalur og Grjóteyri í Kjós, Bjart-
eyjarsandur á Hvalfjarðarströnd, Hraðastaðir í Mos-
fellsdal og Stóri-Dunhagi í Hörgárdal í Eyjafirði.
Á síðastliðnu ári heimsóttu alls rúmlega 18.000
manns sveitina og var þá um verulega aukningu að
ræða frá árinu áður. Í vor hafa heimsóknir enn aukist
og hefur verið mikið líf og fjör bæjunum. Börnin fá
að komast í snertingu við dýrin, klappa hundum og
hestum og halda á nýfæddum lömbunum. Að lokum
býður svo mjólkuriðnaðurinn börnunum upp á
mjólkursopa.
Dagur með bónda hefur verið við lýði í sex ár og
sjá sjö bændur á Suður- og Norðurlandi um það
verkefni. Það fer þannig fram að starfandi bóndi
heimsækir nemendur í 7. bekk og veitir þeim innsýn
í sín daglegu störf með kynningu á sjálfum sér og
búskap sínum. Börnin fá kynningu og útskýringar á
hinum ýmsu vélum, tækjum og efnum sem notuð
eru við sveitastörfin, þeim er sýnd myndbandsupp-
taka og ljósmyndir heiman frá bóndanum og er
bóndinn þá til svara við öllum þeim spurningum,
sem kunna að vakna hjá börnunum. Bóndinn leggur
einnig fyrir þau margvísleg verkefni, t.d. að greina
mismunandi efni í krukkum s.s. bygg, grasfræ, fiski-
mjöl og júgursmyrsli.
Á Tannstaðabakka er 12 ára börnum boðið í
heimsókn í tengslum við veru sína í skólabúðunum á
Reykjum. Skúli Einarsson bóndi tekur á móti krökk-
unum og fræðir þá um lífið í sveitinni. Hópurinn
gengur um útihúsin og skoðar bú og byggingar undir
leiðsögn bónda. Um 2000 unglingar heimsækja Skúla
ár hvert og eru heimsóknirnar á annað hundrað.
Krakkar í þriðja bekk Snælandsskóla í heimsókn í
Miðdal í Kjós.
Hvað er í krukkunni? Myndin var tekin í Snælands-
skóla þar sem bóndi var í heimsókn.
Skólaverkefni á vegum BÍ
Skúli Einarsson og Ólöf Ólafsdóttir, bændur á Tannstaðabakka
Þátttaka í kynbótasýningum og hrossadómum 1998-2004
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004