Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 16

Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 16
16 Þriðjudagur 7. júní 2005 Sveitirn- ar vantar vöru- merki „Íslenska sveit- in á ekki nógu mörg vöru- merki. Fáir bóndabæir eru frægir, nánast enginn bóndi er landsþekktur fyrir framleiðslu sína. Þetta þarf að breytast. Matarástin dregur mann ekki á afskekkt horn lands- ins og blómleg héruð selja of mik- ið af pylsum og borgurum. Ferða- þjónusta, gönguferðir, matur, úti- vist, saga, allt þetta mun renna saman í framtíðinni sem grund- völlur sveitarinnar,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Andri segir að íslenska land- búnaðarkerfið sé greypt í skipu- lagshyggju. Bóndinn geti ekki hækkað verðið á vörunni með því að skapa ímynd, selja fjallið sitt eða söguna. „Allt sem við kaupum er bara ímynd. Þetta er að breytast, mun breytast og verður meiri bylt- ing en menn gera sér grein fyrir. Sveitin mun hafa þörf fyrir fleiri tegundir af þekkingu og störfum mun fjölga. Þá munu bændur líka komast í betra samband við að ímynd landsins eru hrein verðmæti og kannski sjá að stóriðjustefnan er hrein ógnun við hana. Skóg- ræktin er því miður í of miklum mæli atvinnubótavinna.“ Aðspurður um tengsl sín við íslenskar sveitir segir Andri Snær að leikrit byggt á bók hans, Bláa hnettinum, hafi verið sett upp á Brún í Borgarfirði. Hann borði smjör, lambakjöt, skyr, drekki mjólk, borði ost, sé áskrifandi að lífrænu grænmeti frá Akri í Bisk- upstungum - kirsuberjatómatar þaðan klárast á korteri. Gulræturn- ar séu algert lostæti. „Þú ert það sem þú étur svo ég er íslenska sveitin, fyrir utan eitt- hvað af kaffi, sykri og brauðmeti,“ segir Andri Snær Magnason. Ímyndin að breytast Ímynd sveitanna er að breytast hratt og sífellt fleiri sjá fegurðina í þeim lífsstíl sem felst í því að búa í sveit. Um leið verður stórborgar- bragurinn meira áberandi í Reykjavík. Þetta segir Brynja Þorgeirsdóttir, fréttakona á Stöð 2, sem sak- ir áhuga á hesta- mennsku stund- aði síðasta vetur fjarnám á Hvanneyri í völdum fögum. „Ég sé því fyrir mér enn fleiri flytjast í sveitir landsins og raunar er þegar að eiga sér stað hljóðlát bylting, til dæmis meðal hestamanna sem sífellt fleiri kaupa sér jarðir eða land- skika í sveitunum. Ekki eru allir endilega með fullan búskap, held- ur eiga viðskipti við bændur á bæjum í kring, öllum til hags- bóta.“ Sem barn var Brynja í sveit á Syðstu- Fossum í Borgarfirði og kveðst enn í tengslum við það yndislega fólk sem þar býr. „Í gegnum hestamennskuna hef ég tengsl við marga bæi og lands- svæði og það er framtíðardraumur minn að setjast að í sveitinni. Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir alla krakka að vera í sveit til að skilja stærra samhengi hlutanna. Án þess að kynnast sveitalífinu er æskan fátækari,“ segir Brynja Þorgeirs- dóttir. Hektarar undir hestana „Fólk nú á dögum sækir mikið út í sveitirnar þar sem margir eiga sér athvarf til þess að stunda hesta- mennsku, sinna skógrækt og fleiru slíku. Hefðbundinn búskapur er á undanhaldi. Sjálf tel ég þessa þróun á margan hátt góða, með þessu nær fólk í þéttbýlinu þeim tengslum við landsbyggðina sem hafa verið á undanhaldi eftir að krakkar hættu að fara í sveit á sumrin,“ segir Margrét Tómasdóttir, hjúkrunar- fræðingur og skátahöfðingi Íslands. Sem barn og unglingur dvald- ist Margrét á sumrin suður með sjó: hjá móðurömmu sinni og -afa á Hvalsnesi á Miðnesi. „Á þeim tíma var þar all- nokkur kúabú- skapur og trillu- útgerð, þar sem róið var úr svo- nefndri Burst- húsavör í Hvalsneshverfi. Sveitastörfunum í Miðnesi fylgdi því ekki aðeins að reka kýrnar og aðstoða við önnur bústörf - heldur einnig að vinna í fiski. Þarna tíðkaðist að sólþurrka og salta fisk á sjáv- arkambinum. Margir komu einnig til að skoða gömlu hlöðnu steinkirkjuna í Hvalsnesi og það kom oft í hlut okkar krakkanna að sýna ferða- mönnum hana. Því kynntist mað- ur þarna bæði sveitabúskap, vann í fiski og sinnti ferðaþjónustu,“ segir Margrét og hlær. Margrét segist enn halda ágætum tengslum við Hvalsnes því jörðin sé í eigu foreldra henn- ar og afkomenda þeirra. „Nú er fjölskylda mín svo komin á kaf í hestamennsku sem aftur gefur okkur ágæt tengsl við sveitna. Við höldum hross hér í bænum, en eigum sumarbústað austur í Holtum þar sem við erum líka með nokkra hektara undir hest- ana.“ Sóknarfærin felast í fjölbreytni „Að mínum dómi felast sóknar- færi íslensks landbúnaðar í fjöl- breytni. Sumir eiga að vera með kýr, aðrir með ferðaþjónustu og svo framvegis. Þróunin er í þessa átt en það eru enn of margir í þeirri búgrein sem minnst framtíð er í - sauðfjárrækt. Streymi fólks er ekki lengur einstefna úr sveitum á mölina,“ segir Þröstur Eysteinsson, þróunarstjóri Skógræktar ríksins. Hann segir jákvæða þróun að þétt- býlisfólk kaupi jarðir. Þær séu þá að minnsta kosti nýttar til sumardvalar og í sumum til- vikum skógrækt- ar. „Sóknarfæri sveitanna felast í því að þéttbýlis- búar flytji þang- að og þá yfirleitt á allt öðrum for- sendum en til að stunda hefð- bundinn land- búnað. Í mat- vælaframleiðslu eru lítil sóknar- færi til útflutn- ings. Til þess er verðlag of hátt hérlendis miðað við þau lönd þar sem við getum selt afurðirnar. Hins vegar er fjöldi tækifæra á innanlandsmarkaði. Þá eru líka möguleikar í skógrækt, en nokkrir áratugir eru í að úr þeim rætist.“ Þröstur býr á Höfða á Héraði, en hjá Skógrækt ríksins fæst hann við ýmis mál sem tengjast skóg- rækt bænda og landnýtingu al- mennt. Sem barn var hann nokkur sumur í sveit á Laugabóli í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og að hann skuli nú, kominn á fullorðinsaldur, búa í dreifbýlinu segir ef til vill eitthvað um hvernig honum líkaði. „Þar sem ég var í sveit var og er skógræktarreitur. Ef til vill þess vegna finnst mér fullkomlega rétt og eðlilegt að bændur rækti skóg á sínum jörðum. Ég held þó að dvöl- in í sveitinni hafi átt sinn þátt í að kenna mér að hugsa praktískt án þess að sleppa draumunum.“ Sveitirnar verða þéttbýli „Sveitirnar geta styrkt sig með því að laða að sér fólk sem vill greiða útsvarið sitt þangað eða skapa sér at- vinnu þar með einhverjum hætti. Sumar ís- lenskar sveitir stefna í að verða þéttbýli, aðrar eru í jafnvægi og enn aðrar eru að veslast upp,“ segir Baldur Kristjánsson, sóknar- prestur í Þorlákshöfn. Hann var í sveit sem barn og unglingur, auk þess að hafa ágæt kynni að öðru leyti við sveitir landsins. Meðal annars sem sóknarprestur á Horna- firði og í Þorlákshöfn. Sem sveitar- stjórnarmaður kveðst hann líka fá ágæta tengingu við sveitina í Ölf- usi. Baldur var á unglingsárum í sveit í Saurbæ í Dölum. „Það gerði mér sennilega bæði gott og illt,“ segir Baldur. „Ég kynntist vel fólki og á annan hátt en þéttbýlið bauð upp á, bæði skyldum og óskyldum, ungum og ekki síður þeim sem eldri voru. Í sveitinni var ekkert kynslóðabil, allir voru meira og minna saman alla daga. Sennilega var þetta ágætt upp á málþroska og almenna þekkingu manns og til- finningu fyrir skepnum og mönn- um. Neikvæða hliðin var auðvitað sú að ég datt út úr öllum knatt- spyrnuliðum og á hverju hausti tók dálítinn tíma að vinna sig aftur inn í klíkurnar í bænum.“ Hvar liggja möguleikar landbúnaðar og dreifbýlis til vaxtar og viðgangs? Er blómaskeið íslenskra sveita að renna upp? Bændablaðið spurði nokkra kunna borgara um viðhorf þeirra til þessa og sömuleiðis um hver tengsl þeirra við sveitirnar væru. „Í mínum huga er engin spurning að útlit og framtíðar- horfur í íslenskum sveitum eru mun bjartari nú en fyrir fáum ár- um,“ segir Steinn Logi Björns- son, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Fólk hefur almennt betri tekjur en áður - og margir hafa nýtt það svigrúm til þess að kaupa sér landskika úti í sveit. Byrjað þar í hrossastússi, fyrst í smáum stíl en svo hugsanlega vindur þetta upp á sig. Jafnvel með því að fólk flytur meira og minna í sveitina. Ég þekki mörg dæmi um slíkt.“ Nákvæmlega þessi þróun seg- ir Steinn Logi að hafi hækkað jarðaverð og bændur skynji þannig meiri verðmæti í eigum sínum. „Á Reykjavíkursvæðinu er tilhneigingin sú að þegar fólk finnur húseignir sínar hækka í verði þá fer fólk frekar út í fram- kvæmdir. Við í Húsasmiðjunni finnum þetta mjög glögglega. Sama gerist í sveitunum, þegar jarðaverð hækkar fara bændur frekar út í framkvæmdir og líta framtíðina allt öðrum augum. Bú- seta í dreifbýli er nú svo margfalt fleiri en að hokra með sauðfé, bú- skap sem ekki gefur mikið af sér. Hestamennska og ferðaþjón- usta eru til dæmis greinar í örum vexti.“ Steinn Logi var sjö sumur í sveit í Skál- holtsvík í Bæj- arhreppi á Ströndum. „Ég fór í maíbyrjun á hverju vori og kom ekki í bæ- inn aftur fyrr en að loknum rétt- um. Það sem kannski stendur upp úr frá sveitadvölinni er að þar lærði maður að vinna og bera ábyrgð,“ segir Steinn Logi. Framtíðarhorfur eru bjartari „Þú ert það sem þú étur svo ég er íslenska sveitin,“ segir Andri Snær Magnason. „Það sem stendur upp úr frá sveitadvöl- inni er að þar lærði maður að vinna,“ segir Steinn Logi Björnsson. „Ég sé því fyrir mér að enn fleiri flytjist í sveitir landsins,“ segir Brynja Þor- geirsdóttir, fréttakona og búfræðinemi. „Ekki lengur einstefna úr sveitum á möl- ina,“ segir Þröstur Ey- steinsson. „Fólk í þéttbýl- inu nær tengsl- um við lands- byggðina,“ seg- ir Margrét Tóm- asdóttir, hjúkr- unarfræðingur og skátahöfð- ingi Íslands. Hér má sjá unga höfuðborgarbúa á leið í Saltvík á Kjalarnesi. Krakkarnir voru á vegum æskulýðsráðs borgarinnar og Búnaðarfélags Íslands, en erindið var námskeið sem bar heitið „búvinnunámskeið“. Myndin var tekin laust eftir 1960. „Í sveitinni var ekkert kyn- slóðabil,“ segir sr. Baldur Krist- jánsson. Á leið á búvinnu- námskeið

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.