Bændablaðið - 07.06.2005, Page 20

Bændablaðið - 07.06.2005, Page 20
20 Þriðjudagur 7. júní 2005 ,,Megin tilgangur Bændasamtak- anna er enn að vera stéttarfélag bænda, verja hagsmuni þeirra í hvívetna, vera ráðgefandi fyrir stjórnvöld um þróun landbúnaðar og vera leiðandi um fyrirkomulag ráðgjafaþjónustu fyrir bændur um land allt. Þar með talið að annast hvers konar þróunarstarf sem stuðli að framförum í búskap og bættri afkomu bænda. Bænda- samtökin hafa til að mynda með höndum yfirumsjón með skipu- lagi alls búfjárræktarstarfs í land- inu,“ sagði Sigurgeir. Útgáfu- og fræðslustarf Hann segir að þróunin á þessum 10 árum sem liðin eru frá stofnun Bændasamtakanna hafi helst ver- ið í þá veru að auka áherslu á þjónustu á sviði tölvuforrita, láta bændum í té sérhæfð tölvuforrit tengd búrekstri og búfjárrækt. Á hinn bóginn aukin útgáfustarf- semi og fræðslu- og kynningar- starf fyrir bændur og almenning, ekki síst fræðsla um landbúnað fyrir skólabörn í þéttbýli. ,,Þetta sjáum við m.a. á því að fjölgun starfsfólks hefur nær ein- ungis verið á sviði tölvumálefna, en Bændablaðið er ef til vill skýr- asta dæmið um aukið átak í út- gáfu- og fræðslustarfsemi sam- takanna á þessum 10 árum. Blað- ið er nú að jafnaði gefið út í rúm- um 14 þúsund eintökum hálfs- mánaðarlega og dreift víða um- fram það að fara ókeypis til allra bænda í landinu,“ segir Sigurgeir. Hann var spurður hvort Bændasamtökin hafi þanist út á þeim 10 árum sem liðin eru frá stofnun þeirra? ,,Nei, þvert á móti. Það er sama hvort við skoðum mannafla eða fjármuni; umfangið hefur minnkað frá 1994. Þá var, auk Búnaðarfélagsins og Stéttarsam- bands bænda, jafnframt starfandi Framleiðsluráð landbúnaðarins sem var lagt niður um áramótin 1999/2000 og Bændasamtökin yf- irtóku verkefni þess. Ársverk hjá þessum þremur aðilum voru 56 árið 1994 en voru sjö færri um síðustu áramót. Rekstrarkostnað- urinn er líka verulega lægri nú en þá, ef tekið er tillit til þróunar launa á þessu tímabili, en það er einmitt beinn og óbeinn launa- kostnaður sem vegur langmest í rekstri svona samtaka. Óbreytt starfsemi m.v. árið 1994 mundi kosta 60-80 milljónum kr. meira en rekstur Bændasamtakanna kostar nú. Orsökin liggur aðallega í einfaldara stjórnkerfi innan landbúnaðarins. Auk þess hefur ráðunautum fækkað en viss þjón- usta færst meira til búnaðarsam- banda, meðan önnur starfsemi hefur styrkst hér. Á sama tíma hefur aukin áhersla verið lögð á eigið aflafé en gjaldtaka af bænd- um dregist saman um nær helm- ing til rekstrar Bændasamtakanna miðað við það sem var fyrir ára- tug. Það segir einnig ákveðna sögu um þróunina síðustu ár að innheimta sjóðagjalda af búvöru- framleiðslunni hefur lækkað um helming að raungildi á tíu árum, úr 750 milljónum kr. í u.þ.b. 380 milljónir, sem búnaðargjaldið nemur nú. Þarna munar langmest um minni innheimtu til Lánasjóðs landbúnaðarins,“ segir Sigurgeir. Þeir eru til hér á landi sem trúa því að Bændasamtökin séu alfarið á fóðrum hjá ríkinu. Sigur- geir var spurður um þá fullyrð- ingu? ,,Það er auðvitað mikill mis- skilningur, en ríkið veitir framlög til ráðgjafarþjónustu og búfjár- ræktarstarfs og er hluti þeirrar þjónustu, sem Bændasamtökin og búnaðarsamböndin veita, kostað- ur af þessum framlögum. Nærri lætur að þessi framlög séu um þriðjungur af tekjum BÍ og standi undir um 60% af kostnaði við ráðgjafar- og tölvusvið, þ.m.t. bú- fjárræktarstarfið. Rekstur þessarar starfsemi er skýrt aðgreindur í bókhaldi frá félags- og útgáfu- starfi og því afskaplega hvimleið- ur málflutningur, þegar hann heyrist, að hagsmunabarátta bænda sé ríkisstyrkt,“ segir Sigur- geir Þorgeirsson. Tölvuvædd bændastétt -Hefur tölvustarfsemin og forrit- unarþjónustan komið bændum að miklu gagni? ,,Ég trúi að svo sé. Bókhalds- forritið Búbót sem byrjað var að þróa um 1990 en var leyst af hólmi með enn fullkomnara for- riti fyrir þremur árum hefur reynst afskaplega vel og nær eitt þúsund bændur nýta það nú. Fram til þessa hefur þetta forrit einungis verið notað sem bókhaldsforrit, en fullbúið virkar það sem rekstr- ar- og áætlanaforrit, en það er ein- mitt hagræðing í rekstri og mark- vissari fjárfestinga- og fjármála- stjórn, sem hvað mest áhersla er lögð á í ráðgjafarstarfinu nú. Þá má nefna forrit í skýrsluhaldi í búfjárræktinni sem auðvelda mönnum að skrá sjálfir það sem skrá þarf í skýrsluhaldi og gera þeim kleift að nálgast fyrr en ella niðurstöður og vinna með sínar eigin tölur. Jarðræktarforrit gefur mönnum kost á að halda utan um ræktun sína og áburðanotkun á hverju ári,“ segir Sigurgeir. „Það er svo annað mál að á þessu sviði er hraðinn mikill og alltaf þarf að gera betur. Ein af áherslum okkar hefur falist í bar- áttu fyrir hraðari útbreiðslu á „viðunandi“ netsambandi, en góð fjarskipti varða æ meiru fyrir möguleika sveitanna og m.a. þjónustu okkar við bændur. Starf okkar hlýtur í enn meira mæli að beinast að nýjum sóknarfærum, hverju nafni sem nefnast, mark- miðið er og verður að styrkja at- vinnu- og afkomumöguleika í sveitunum,“ segir hann að lokum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands Aukin áhersla á tölvuþjónustu, út- gáfu- og fræðslumál Bændasamtök Íslands hafa nú starfað undir því heiti í 10 ár. Þau voru stofnuð um áramótin 1994/1995 með sameiningu Búnaðarfé- lags Íslands og Stéttarsambands bænda og yfirtóku þau hlutverk er hin fyrri félög höfðu haft. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Bændasamtaka Íslands, sagði í samtali við Bændablaðið að annars vegar hafi verið um að ræða hagsmunagæslu sem stéttarfé- lag bændanna, sem var megin viðfangsefni Stéttarsambandsins. Hins vegar var um að ræða fagþjónustu við landbúnaðinn sem ver- ið hafði á könnu Búnaðarfélags Íslands. Sveinspróf í kjötiðn fóru fram í Hótel- og matvælaskólanum dagana 18 - 19 maí sl., og að þessu sinni þreyttu þrír nemend- ur próf. Námstími kjötiðnar er fjögur ár og kennslan skiptist á milli Hótel- og matvælaskólans og vinnustaða í kjötiðnaði. Nám í kjötiðnaði er fjölbreytt, þar sem áhersla er lögð á fagþekk- ingu og fagleg vinnubrögð og handverk. Í sveinsprófum er leitast við að prófa hvort nem- andinn hafi tileinkað sér þau markmið sem sett eru fram í námskrá í kjötiðnaði eftir fjög- urra ára nám. Ný námskrá í kjötiðnaði tók gildi 1. ágúst sl. og er það von þeirra sem standa að fræðslumál- um greinanna að árangur og færni íslenskra kjötiðnarmanna verði meiri eftir þær breytingar en áður. Mikilvægt er að efla samvinnu frumframleiðenda og svo úr- vinnsluaðila og tryggja góða vöruvöndun. Sameiginlegt mark- mið bænda og kjötvinnslustöðva er að neytandinn, hinn endanlegi kaupandi, sé ánægður með land- búnaðarvörur úr innanlandsfram- leiðslu og að þær uppfylli allar þær kröfur til gæða, hollustu og fjöl- breytni sem hann gerir til þeirra. Kjötiðn er áhugavert nám Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigmundur Sigurjónsson formaður sveinsprófsnefndar, þá koma þrír útskriftarnemar, þeir Elmar Sveinsson Norðlenska Akureyri, Ársæll Hauksson Kjöthöllin Reykjavík og Sigmundur Arnar Jósteinsson Norðlenska Húsavík, lengst t.h. er svo Óli Þór Hilmarsson prófdómari. Eins og áður hefur komið fram hér í Bændablaðinu eru Bændasamtök Íslands aðili að norrænu samstarfi um þróun nýs fóðurmatskerfis fyr- ir jórturdýr, NorFor. Dagana 22.- 25. maí sl. voru haldnir hér á landi vinnufundir stjórnar og fram- kvæmdanefndar verkefnisins, en slíkir fundir hafa ekki verið haldir hérlendis áður. Þróun nýja fóður- matsins miðar samkvæmt áætlun og vonir standa til að hagnýt próf- un þess hjá bændum geti hafist 2006. Kynning á verkefninu er þegar hafin og í norrænu búfjár- ræktartímaritunum eru farnar að birtast greinar um nýja matskerfið. Í tengslum við fundina notuðu nor- rænu gestirnir tækifærið, en fæstir þeirra höfðu áður komið til Ís- lands, og kynntu sér íslenska bú- fjárrækt. M. a. heimsóttu þeir til- raunabúið á Stóra-Ármóti, nokkur kúabú á Suðurlandi og höfuðstöð- var BsSl, skoðuðu nýja kennslu- og rannsóknafjósið á Hvanneyri og fengu kynningu á starfsemi til- raunabúsins á Hesti. Þátttakendur á fundum starfshóps um þróun nýs fóðurmatskerfis fyrir jórturdýr. Efsta röð f.v.: Lars Bævre, Tine Norske Meierier, Johannes Frandsen Dansk Kvæg, Ole Aaes, Dansk Kvæg, Arnt Johan Rygh, Tine Norske Meierier, Rudolf Thögersen, Dansk Kvæg. Miðröð f.v.: Mogens Larsen, Dansk Kvæg, Maria Mehlquist, Svensk Mjölk, Finn Strudsholm, Dansk Kvæg Fremsta röð f.v.: Tone Roalhvam, Tine Norske Meierier, Gunnar Guðmundsson BÍ, Lennart Anderson, Svensk Mjölk AB og And- ers H. Gustavson Svensk Mjölk & " ( (  4!4   " ( #     )A'B * #    1203   + 4//  * C> D B Nýtt fóður- matskerfi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.