Bændablaðið - 07.06.2005, Síða 24
24 Þriðjudagur 7. júní 2005
Frjósemi mjólkurkúa hefur heldur
minnkað með árunum frá því að fyrstu
kýrnar voru sæddar hér á landi frá sæð-
ingastöð í Eyjafirði 1946. Þá voru 80% af
kúnum með kálfi eftir 1. sæðingu. Á 6.
áratugnum virðist fanghlutfallið oft hafa
verið 67-70% og það þurfti 1,5 sæðingu til
að koma fangi í kýrnar. 1976 er farið að
nota aðferð til að mæla frjósemi sem not-
uð er víða erlendis og er auðveld í notkun.
Þá er athugað hve hátt hlutfall af sæddum
kúm kemur ekki til endursæðingar innan
60-90 daga (60-90 daga ekki uppbeiðsli,
60-90 daga e. u., 60-90 d. non-return). Þá
var eingöngu farið að nota fryst sæði. Á
áttunda áratugnum var þetta hlutfall
u.þ.b. 74,5%. Það virðist haldast svipað út
níunda áratuginn, en á tíunda áratugnum
er það nær 72% en þá var bara miðað við
60 daga e.u. Á árinu 2003 var þetta hlut-
fall 69,4% og aðeins 66% á Suðurlandi
Þó að þessi aðferð til þess að mæla ár-
angur í sæðingum sé viðurkennd hefur hún
vissa kosti og all mikla galla. Kostirnir eru
fyrst og fremst þeir að það geta legið fyrir
niðurstöður eftir 2 mánuði. Að óbreyttum
aðstæðum er hægt að fá samanburð milli ára.
Hins vegar geta orðið verulegar skekkjur í
útreikningi á sæðingaárangri með þessu lagi.
Kýr sem eru sæddar einu sinni og er síðan
ákveðið að slátra koma ekki til endursæðing-
ar aftur. Það sama á við kýr sem er haldið
undir heimanaut eftir eina sæðingu. Í þess-
um tilfellum mælist árangurinn betri en hann
er. Verst er þetta ef um er að ræða kerfis-
bundin mistök í sæðingum sem verða til
þess að notkun á heimanautum eykst og ár-
angur sæðingamannsins mælist batnandi
vegna þess að kúnum er haldið en koma ekki
til endursæðinga.
Mesta innbyggða skekkjan með því að
mæla 60 daga e.u. er sú staðreynd að mjög
hátt hlutfall beiðsla fer framhjá án þess að
sjást. Athuganir sem ég gerði á sæðingum
hér á landi fyrir all mörgum árum sýndu að
milli 25 og 26% af kúnum koma ekki til
endursæðingar fyrr en liðnir eru meira en 46
dagar frá síðustu sæðingu. Það segir að raun-
verulegt fanghlutfall getur varla hafa verið
hærra en 58% á árinu 2003. Því miður hef
ég grun um að það sé ennþá lægra. Miðað
við 66% 60 daga e.u. eins og það var á Suð-
urlandi 2003 halda í hæsta lagi 53% af kún-
um við 1. sæðingu. Þetta er nokkuð í sam-
ræmi við ýmsar athuganir sem ég hef gert á
árangri sæðinga á undanförnum árum og er-
lendar athuganir sem benda til þess að helm-
ingur af beiðslum uppgötvist ekki. Raun-
verulegt fanghlutfall víða erlendis, t.d. í
Danmörku og í Holsteinstofninum í Banda-
ríkjunum, hefur lengi verið um eða innan við
50%.
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að
fanghlutfallið hefur lækkað eins og raun ber
vitni á þeim næstum 60 árum sem eru síðan
sæðingar hófust hér á landi. Árið 1946 var
meðalnytin á árskú 2902 kg og 3,74% fita.
Ekki veit ég hvenær árs kýrnar voru sæddar,
en vegna samgangna verður að teljast líklegt
að flestar sæðingarnar hafi verið fram-
kvæmdar um sumar. Árið 1980 var nytin
3769 kg á árkú og fitan 4,21%. Árið 2003
mjólkaði árskýrin 5063 kg af 4,05% feitri
mjólk. Fram að árinu 2003 höfðu sæðingarn-
ar verið smá saman að flytjast yfir á mánuð-
ina desember og janúar en sumarsæðingum
hafði fækkað.
Kúm er eðlilegt að halda seint að sumri,
þannig að þær beri í gróandanum næsta vor.
Eðlileg nyt miðast við að mjólka kálfinum.
Holdakýr sem ber að vori, beiðir ekki fyrr en
kálfurinn dregur úr soginu eftir 2-4 mánuði.
Ef hún missir kálfinn beiðir hún, en líkurnar
á því að hún haldi aukast eftir því sem dreg-
ur úr prótínauðgi gróðursins sem hún bítur,
náttúran leitast við að hindra hana í að halda
fyrr en svo að hún beri í sumarbyrjun.
Viðleitni okkar til þess að nýta kúna í
okkar þágu hefur gengið gegn náttúrunni.
Við höfum markvisst reynt að auka nyt
hennar, við höfum viljað láta hana mjólka á
veturna því það hentar vinnslunni og neyt-
endum. Við bundum hana á bás því þannig
fór minnst fyrir henni. Við notum sæðingar
með frystu sæði til þess að auka afköstin í
kynbótunum. Allt þetta er þess eðlis að í
raun og veru er mesta furða að kýrnar skuli
yfirleitt bera á þeim tíma sem okkur hentar,
þ.e. á haustin og veturna með sem næst 12 -
13 mánaða millibili.
Ég geri mér vonir um að í framtíðinni
muni frjósemi mjólkurkúnna batna. Þekking
okkar á fóðrun er alltaf að batna og vitneskja
okkar um gæði fóðursins er að aukast.
Áherslan í ræktunarstarfinu er að færast frá
því að einblína á nytina og heislufarsþættir
eins og frjósemi og júgurheilbrigði koma
sterkari inn. Þar þurfa mælingaaðferðirnar
að styrkjast. Mjólkuriðnaðurinn er farinn að
kalla eftir meiri framleiðslu á sumrin svo
burðartíminn dreifist. Fjósin eru að stækka,
kýrnar fá hreyfingu, gott legupláss og frjáls-
ari aðgang að fóðri. /Þorsteinn Ólafsson
Frjósemi mjólkurkúa
Og Vodafone hefur hrundið af
stað nýrri þjónustu, Og1, sem
stuðlar að lækkun á
símakostnaði heimila. Má þar
nefna gjaldfrjáls mínútugjöld
vegna símtala úr GSM í
heimilissíma í allt að 60
mínútur á dag, 500
gjaldfrjálsar mínútur milli
heimasíma innanlands og
6Mb/s ADSL og ótakmarkað
niðurhal á 4.990 kr. á mánuði.
Hver heimilissími eða hvert
GSM númer fær að auki 120
gjaldfrjálsar mínútur á mánuði
í heimasíma í einu af þeim 30
löndum sem Íslendingar eiga
mest samskipti við.
Dæmi um
sparnað:
·Sá sem
hringir heim
úr farsíma í
tvær mínútur
á dag sparar
um 1.000
krónur á
mánuði.
Ef 120 gjaldfrjálsar mínútur í
heimasíma í útlöndum eru
fullnýttar sparast 3.500 krónur á
hvern GSM og 2.300 krónur úr
heimasíma.
Hægt er að spara 900 krónur
ef 500 mínútur milli heimsíma
eru fullnýttar
Til þess að eiga kost á
skráningu í Og1 þurfa heimili að
hafa GSM, Heimasíma og
Internet hjá Og Vodafone. Þeir
sem eru með síma eða
nettengingu frá vinnuveitanda
geta einnig skráð sig í Og1 og
njóta þá ávinningsins af þeirri
þjónustu sem þeir greiða sjálfir.
GSM
·0 kr. heim. Nú hringja allir heim
úr GSM án þess að greiða
mínútugjöld í allt að 60 mínútur á
dag.
0 kr. í vin í útlöndum. Hvert
GSM númer fær 120 mínútur á
mánuði í heimasíma í einu af þeim
30 löndum sem Íslendingar eiga
mest samskipti við.
Mánaðargjald fyrir GSM
áskrift er 600 kr.
Gildir fyrir Frelsisnotendur
með 500 kr. Frelsisáskrift.
Heimasími
·0 kr. innanlands. 500 mínútur í
aðra heimasíma eru innifaldar í
mánaðargjaldi. Flestir tala minna
en í 500 mínútur
á mánuði á milli
heimasíma og
greiða því aldrei
neitt
mínútugjald.
·0 kr. í vin í
útlöndum. Hver
Heimasími fær
120 mínútur á
mánuði í heimasíma í einu af þeim
30 löndum sem Íslendingar eiga
mest samskipti við.
Mánaðargjald fyrir Heimasíma
er 1.340 kr.
Internet
Meiri hraði, frjálst niðurhal og
verðþak. Þeir notendur sem
skráðir eru í Og1 eiga þess kost að
fá 6Mb/s ADSL og ótakmarkað
niðurhal á 4.990 kr. á mánuði eða
4Mb/s ADSL og 1GB niðurhal
fyrir 3.990 kr. á mánuði með
verðtryggingu. ADSL hraði
miðast við þjónustusvæði Og
Vodafone. /Fréttatilkynning
Og1: ný þjónusta frá Og Vodafone
Stuðlar að lækkun á
símakostnaði heimila
Ef kornbændur þurfa að nota
varnarefni til að verja akra sína
gegn sjúkdómum og illgresi, ættu
þeir að hyggja að því núna á næst-
unni. Óhætt er að blanda varnar-
efnum gegn þessum vágestum
saman og úða í einni ferð. Þetta
verður að gera þegar gróður er á
réttu þroskastigi.
Miðað við sáð-
tíma og tíðarfar í
vor ættu akrar
víða um land að
vera hæfilega
langt komnir til
þess á milli 10. og
20. júní. Að sjálf-
sögðu getur
brugðið frá þessu
á stöku stað.
Sjúkdómar
Eini sjúkdómur-
inn, sem veldur
tjóni í byggi hér-
lendis, er svo-
nefndur augn-
flekkur. Í göml-
um ökrum smitar
hann byggið strax
sem smáplöntur og sveppurinn
vex með plöntunni innan í stöngl-
inum. Sveppurinn veldur því að
blöðin á bygginu visna og dregur
þar með úr uppskeru. Auk þess
veikir sveppurinn stöngulinn, svo
að sjúkt bygg leggst iðulega flatt.
Engin ástæða er til að úða
akra fyrsta ár á nýju landi og varla
heldur annað árið. En á þriðja ári
mun akur í flestum tilvikum vera
orðinn fullsmitaður. Skemmdir af
völdum sjúkdómsins eru þó mis-
miklar eftir aðstæðum. Bygg þol-
ir sjúkdóminn til dæmis betur á
sandi en á mólendi og mýri. Eins
þolir tvíraðabygg sjúkdóminn
betur en sexraðabygg að öllu
jöfnu. Nefna má líka að sexraða-
yrkið Lavrans frá Noregi á að
vera ónæmt gegn smiti.
Til varnar sveppnum er mælt
með efninu Sportak. Í Noregi er
ráðlagt að nota 1 lítra á hektara,
en í tilraunum á Korpu hefur hálf-
ur sá skammtur gefið fullnægj-
andi vörn. Til að vinna á sveppn-
um má úða hvenær sem er frá því
að byggið hefur myndað alla hlið-
arsprota sína og allt fram undir
skrið.
Illgresi
Bygg er yfirleitt öflugt í sam-
keppni við illgresi og því heyrir
frekar til undantekninga að
ástæða sé til að nota varnarefni.
Þó hefur mælst í tilraunum veru-
legur uppskeruauki eftir illgresis-
eyðingu í gömlum byggakri. Ef
menn búa við gamla byggakra
getur því verið ástæða til að grípa
til úðadælunnar og slá saman ill-
gresiseyðingu og sveppavörn.
Þegar úðað er verður illgresið
allt að vera komið upp, en best er
að það sé smávaxið, arfinn með
svona 3-4 blöð. Í tilraunum hefur
reynst óhætt að draga úðun nokk-
uð fram yfir það þroskastig og er
reyndar nauðsynlegt, ef sameina á
úðun gegn illgresi og sveppum.
Til að eyða illgresi úr korn-
ökrum eru notuð varnarefni, sem
vinna á tvíkímblaðategundum, en
láta einkímblaðajurt, eins og
byggið, ósnortið. Fleiri en eitt
efni af því tagi hefur verið á
markaði undanfarið. Oftast hefur
verið notað efni,
sem selt er undir
heitinu Herbamix.
Það er blanda af
efnunum Mec-
hlorprop og 2,4-
D. Ráðlagður
skammtur af því
er 3-4 lítrar á
hektara. Fleiri
efni koma til
greina, en hafa
þarf á hreinu að
þau vinni aðeins á
tvíkímblaða-
gróðri, en séu
korninu meinlaus.
Hvenær
á að úða?
Fyrri mörk úðun-
artíma miðast við
að illgresið sé komið upp og
byggið búið að mynda alla sína
hliðarsprota. Síðari mörkin mið-
ast við það að akurinn þoli um-
ferð án þess að troðast til
skemmda. Það þýðir að rétti tím-
inn til úðunar er rétt áður en
stöngullinn á bygginu fer að
teygja sig upp. Á góðu vori er
það 6-7 vikum eftir sáningu.
Svo verður að sjálfsögðu að
velja veðrið. Þegar úðað er verð-
ur að vera þurrt á og helst þarf
hann að hanga þurr nokkra
klukkutíma eftir að úðað er. /JH.
Rétti tíminn til að úða gegn
sjúkdómum og illgresi
verður milli 10. og 20. júní
Illgresi í kornakri á Korpu 7 vikum eftir sáningu vorið 2003. Þessi akur
er fullmikið sprottinn til þess að þola umferð.